Þjóðfjandsamlegir sósíaldemókratar! 6 milljarða þrónaraðstoð til ESB.


   Á sama tíma sem Ísland berst við eina verstu efnahagskreppu
lýðveldisins, meðan þúsundir Íslendinga eiga EKKI til hnífs og
skeiðar, og meðan ríkisútgjöld til velferðarmála eru skorin niður
sem aldrei fyrr. Já, meðan öll þessi ósköp dynja yfir þjóðina, þá
leggur utanríkisráðherra  til  6 milljarða í þróunaraðstoð EFTA til
styrktar illa  stæðum  ríkjum  ESB. Og  að  þetta verði  lögfest til
margra ára án neinna skuldbindinga þar um. Bara af því bara til
að þóknast valdhöfunum í Brussel. En þessi  blessuðu ÖLMUSU-
RÍKI  ESB sem Össur vill styrkja eru Tékkland, Eistland, Grikkland,
Spánn,  Portúgal,  Rúmenía,  Malta,  Ungverjaland, Slóvenía  og
Slóvakía. - Já ölmusuríkin hans Össurar þrátt fyrir ESB og evru - 
Fyrir utan aðra milljarða sem fara  í  aðra  þróunaraðstoð og ESB-
ferli. Halló! Og meðan fær t.d Fjölskylduhjálp Íslands ekki krónu
í styrk. Og heilu hópar Íslendinga nær svelta!

   Ef þetta er ekki þjóðfjandsamlegur hugsanaháttur og rasismi
gegn  eigin  þjóð, hvað  er það þá.? HRÆSNI  að versu tegund!
Enn ein birtingarmyndin af hinum andþjóðlega sósíaldemókrat-
ísma sem er langt kominn með að rústa íslenzkri þjóðartilveru. 
Helstefna gegn íslenskri þjóð. Helstefna sem þegar í  stað þarf
að aftengja og úthýsa!  Fyrir fullt og allt!!!!!!!!!

   ÁFRAM ÍSLAND! EKKI ESB né SCHENGEN! EKKERT ICESAVE né AGS!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook...........

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að benda þér á að þessar fátæku fjölskyldur hefðu það nú sennilega enn verra ef að við værum ekki í EFTA og EES þar sem við værum þá að borga tolla af öllum vörum sem við flyttum inn sem og að allar vörur sem við seldum erlendis bæru háa tolla. Held að það sé nú töluvert sem við högnumst á þessu sem og fátæk heimili.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.10.2010 kl. 01:34

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara svona að benda þér á Magnús að hefði þessi andskotans EES-samingur ykkar sósíaldemókrata ALDREI verið gerður heldur tvíhliða viðskiptasamningur við ESB sbr Svis hefði EKKI orðið bankahrun á Íslandi.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.10.2010 kl. 09:35

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Í fyrsta lagi er alls óvíst hvort ESB hefði viljað gera tvíhliða samning við okkur og jafnvel þó sá samningur hefði veirð gerður hefði hann örugglega ekki gefið viðlíka tollalækkanir og EES samningurinn. Þar með hefði hann ekki gefið okkur viðlíka efnahagsbata of EES samningurinn og þar hefði væntanlega munað talsvert meira en 6 milljörðum. Einnig er alls óvíst að hægt hefði veirð að ná slíkum samningi við ESB án þess að hann innihéldi að minnsta kosti að hluta til þess frjálsa flæði fjármagns, sem er í EES samningum.

Svo er það álíka að kenna EES samningum um bankahrunið að halda því fram þegar þrítugur ökuníðingu veldur slysi að þetta sé allt því að kenna að honum var veitt bílpróf þegar hann var sautján ára. Bankahrunið er ekki EES samningnum að kenna heldur  meðvitaða eftirlitsleysi, sem var með bankastofnunum hér á landi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsókarflokksins samkvæmt hugmndafærði frjálshyggju.

EES samningurinn og það, sem honum fylgir hefur fært okkur mikinn lífskjarabata og aðild að ESB mun gera enn betur í því efni ef okkur ber gæfa til að láta ekki úrtölumenn tala okkur til að hafna honum og tökum það gæfuspor fyrir íslenska þjóð að ganga í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 22.10.2010 kl. 17:43

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sigurður. Vorum með ákveðinn tvíhliða viðskiptasamning í gangi við ESB áður en þessi ÖMULEIGI EES-samningur um fjórfrelsið varð gerður að
tilstuðlan ykkar sósíaldemókrata. YFIRGNÆFANDI lýkur voru því á að
við hefðum náð nýjum tvíhliða viðskiptasamningi EINS OG EFTA-ríkið SVISS.
En þá hefði ALDREI komið til þessa bankahruns, enda fjórfrelsið aldrei
komið til sem  hentar ALLS EKKI örríki (örsmáríki) eins og Íslandi. Þetta
eru bara staðreyndir Sigurður minn hvort sem þú trúir þeim eða ekki.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.10.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband