Sjálfstæðisflokkurinn breytir um stefnu í öryggis-og varnarmálum?


  Er Sjálfstæðisflokkurinn að breyta um stefnu í öryggis- og
varnarmálum? En flokkurinn stóð með vinstriöflunum í borgar-
ráði Reykjavíkur að banna komu herflugvéla til Reykjavíkur.
Sem er að sjálfsögðu fáránlegt, enda hámark hræsni hérlend-
dra vinstriafla í öryggis-og varnarmálum. Hvað næst?  Banna
vinveittum herskipum að leggjast að bryggju? Og hvað  með
björgunarþyrlur, s.s. danska sjóðhersins? Banna lendingu
þeirra líka?

   Er það virkilega orðið svo að sósíaldemókrataisminn hafi
algjörlega náð tökum á Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn
Reykjavíkur, undir forystu Hönnu Birnu? Sem situr í stóli for-
seta borgarstjórnar í boði Jóns Gnarr og hans sósíaldemó-
krataísku félaga? Og að sósíaldemókrataisminn sé líka að
yfirtaka Sjálfstæðisflokkinn á Alþingi, undir forysti Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttir, sbr. steinþögn flokksins í Icesave?

   Sjálfstæðisflokkurinn kemur stöðugt á óvart. Er ekki lengur
við bjargandi með stöðugri þjónkun sína til vinstri, jafnvel  í
öryggis-og varnarmálum, eins og dæmin nú sanna.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband