Á enn að fjölga sósíaldemókratískum flokkum ?


   DV. greinir  frá  því  á  heimasíðu  sinni  í  dag, að Guðbjörn
Guðjónsson vinni  nú að  stofnun  nýs hægri flokks á Íslandi.
Sagt er að hér sé um að ræða  hægrisinnaðan  MIÐJUFLOKK
með áherslu á inngöngu Íslands í ESB. Sagt er að flokkurinn
eigi að bera nafnið Norræni Borgaraflokkurinn, og gert sé
ráð fyrir stofnfundi í mars eða apríl.

    Á nú enn að fjölga sósíaldemókrataískum flokkum á Íslandi í
dag? Nægir ekki einn stór móðurflokkur, Samfylkingin, svo og
ótal  sósísaldemókrataískir  hópar  innan  hins  Fjórflokksins?
Nægir þar að nefna sósíaldemókratanna í Sjálfstæðisflokknum,
nú undir forystu Þorgerðar Katrínar Gunnardóttir, en þeir hafa
löngum átt mikil ítök í flokknum, sem skýrir kannski best hvernig
komið er fyrir þeim flokki í dag. Krataliðið í Framsókn er þekkt,
aðallega meðal þeirra er vilja Ísland inn í ESB. Og innan  VG
sækja sósíaldemókratar  sífellt í  sig  veðrið, enda  sá  flokkur
orðinn meir og minna ESB-flokkur.

   Það er satt sem Þorsteinn Pálsson sagði   á Bylgjunni í dag
að  ,,stórt  tómarúm hafi  myndast  til hægri í  íslenzkum stjórn-
málum" . - Sjálfstæðisflokkurinn  hefur  þar  algjörlega brugðist
frumskyldu  sinni  sem  þjóðhollur  borgaraflokkur, enda  unnið
oftar en ekki til vinstri, nú í borgarstjórn, og í síðustu ríkisstjórn
sinni, með hörmulegum  afleiðingum  fyrir  land  og þjóð. Sá nýi
,,hægri flokkur" ESB-sinna sem nú er boðaður, mun ENGU breyta
um hið pólitíska tómarúm til hægri. Því þar virðist sama andþjóð-
lega  sósíaldemókrataíska  miðjumoðið  vera  á  ferð, eins og
löngum hefur fengið að grassera í Sjálfstæðisflokknum.

  Hins vegar er nú borðliggjandi grundvöllur fyrir ALVÖRU HÆGRI
AFL á Íslandi í dag til að fylla upp í tómarúmið á hægri kanti ís-
lenzkra stjórnmála. Flokk ALMENNING á Íslandi, ÍSLENZKRA
HAGSMUNA, ÞJÓÐFRELSIS og RÉTTLÆTIS. Í því sambandi  er
vert að benda á flokk HÆGRI GRÆNA, sem nú bíða færist  að
til kosninga komi.

   Tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Nei; og aftur, nei. Nóg komið; af sýndar veruleika gerfi- lýðræðisins, fornvinur góður.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem jafnan - og fyrri /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 21:02

2 Smámynd: Elle_

Annar landsöluflokkur, Guðmundur og Óskar Helgi.  Kannski plús að þeir nái að veikja Jóhönnu-fylkinguna enn frekar og eyða þeim út.  Skil annars ekki að nokkur flokkur fái að vinna að landsölu og ekkert ákværuvald eða dómsvald hafi stoppað þetta fólk. 

Elle_, 28.12.2010 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband