Sterkt hægriafl eina svarið við upplausn !


   Mörg og sterk teikn eru nú á lofti um allsherjar upplausn
í íslenzum stjórnmálum. Fjórflokkurinn er nú loks að leysast
upp eftir efnahagshrunið. Klofningurinn í Vinstri grænum er
síðasta vísbendingin. Dagar hinnar handónýtu óþjóðhollu
vinstristjórnar eru senn á enda. Við blasir upplausn og póli-
tísk átök, sem gæti leitt til hættuástands, færi allt á versta
veg.

  Sjálfstæðisflokkurinn, sem lengi vel átti að vera kjölfestan
til hægri í íslenzkum stjórnmálum, brást þar gjörsamlega.
Óstjórn hans og aulaháttur við stjórn efnahagsmála leiddi
til eins mesta efnahagslegs hruns Íslandssögunar. Fyrir
víkið er flokkurinn stórlaskaður hvað allan trúverðugleika
og ímynd varðar. Enda hefur flokkurinn aldrei verið trúr
sinni þjóðlegri íhaldsstefnu, heldur oftar en ekki unnið til
vinstri með sósíaldemókrötum, sem ætíð hafa haft ótrúleg
sterk ítök í flokknum. Nú undir forystu Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttir og félaga. En einmitt um þessar mundir er
ein slík sósíaldemókrataísk sella úr flokknum með áherslu
á ESB-daður að stofna til framboðs flokksræksnis.

  Þegar ríkir  upplausn  og  glundroði til hægri er hætta  á
ferðum. Aldrei hefði komið til þessa efnahagshruns og upp-
lausnar og valdatöku hinna andþjóðlegu vinstriafla nema
fyrir meiriháttar mistaka og aulaháttar til hægri, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á. Þess vegna
hefur þar skapast nú algjört tómarúm, sem þjóðhollir   og
stjórnlyndir hægrimenn verða að fylla sem fyrst á ný. Alls-
herjar uppstokkun verður þar að fara fram, eins og raunar
í íslenzkum stjórnmálum almennt. Nýtt sterkt og ákveðið
stjórnmálaafl til hægri á þjóðlegum grunni verður að koma
til, og bjarga Íslandi og íslenzkri þjóðartilveru upp úr þeim
öldudal sem nú blasir við. Tala von og KJARK í þjóðina á ný!

   Stjórnmálaflokkur til hægri var stofnaður á þjóðhátíðardegi
Íslendinga 17 júní s.l. HÆGRI GRÆNIR. Undirtektir hafa verið
ótrúlegar, á annað þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn.
Á heimasíðu flokksins á facebook boðar leiðtogi hans, Guð-
mundur Franklín Jónsson til sóknar með blaðamannafundi
upp úr  miðjum  janúar.n.k.  Full ástæða er því til að hvetja
sem  flesta   þjóðholla   borgarasinna  sem  vilja nýtt sterkt
framsækið afl á hægri kanti íslenzkra stjórnmála, að kynna
sér þennan sanna hægriflokk, sem hefur skorað hátt í net-
könnunum að undanfornu, t.d á Útvarpi Sögu. Enda með
skýra og ákveðna stefnu til helstu mála í dag, s.s ,,NEI við
ESB - NEI VIÐ ICESAVE - og NEI VIÐ AGS".

   ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  ÁFRAM ÍSLAND!

   tilvís HÆGRI GRÆNIR á facebook......
mbl.is Hefur verið rætt við Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband