Þögn Sjálfstæðisflokksins í Icesave orðin yfirþyrmandi !


  Björn Valur þingmaður Vinstri grænna og varaformaður
fjárlaganefndar, segir vinnu nefndarinnar ganga fram
úr björtustu vonum varðandi afgreiðslu á Icesave. Samt
heyrist hvorki  stuna  né hósti  frá  Sjálfstæðisflokknum.
Virðist enn ekki hafa getað tekið afstöðu til nýja Icesave-
þjóðsvikasamningsins. Sem er í raun sá sami og sá  sem
þjóðin kolfelldi 6 mars s.l, utan þess að ofurvextirnir hafa
eitthvað lækkað. Vextir á skuld sem íslenzka ríkið  og ís-
lenzka þjóðin BER ALLS EKKI AÐ GREIÐA lögum samkvæmt.
Þögn Sjálfstæðisflokksins er því orðin yfirþyrmandi. Því ef
Sjálfstæðisflokkurinn vogar sér að skipa sér í sveit  hinna
óþjóðhollu vinstriafla, og samþykkir með þeim Icesave,
eða situr hjá, getur Sjálfstæðisflokkurinn endanlega gleymt
einhverju þjóðhollu hlutverki sínu  á hægri kanti íslenzkra
stjórnmála. 

   En þögn Sjálfstæðisflokksins gengur ekki endalaust. Af-
staða hans, afstöðuleysi, eða klofningur hans í  þessu
rísavaxna máli mun koma fram á næstu dögum. En bara
öll þessi þögn hingað til sýnir hversu veikur og laskaður
þessi Sjálfstæðisflokkur er. Enda stýrði Íslandi í eitt mesta
efnahagslegt hrun Íslandssögunar, ásamt sósíaldemó-
kratísku vinum sínum, sem ætíð hafa haft mikil ítök  í
flokknum.

  Á hægri kanti  íslenzkra stjórnmála er því mikil gerjun.
Svíkur Sjálfstæðisflokkurinn í Icesave, gæti þar allt gerst.
Sóknarfæri flokks eins og HÆGRI GRÆNNA, sem ALFARIÐ
hafna Icesave, ESB-aðild og AGS gæti þá orðið mun meiri
en halda mætti. Enda löngu kominn tími á NÝTT afl   til
hægri á þjóðlegum grunni í íslenzk stjórnmál í dag.

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.
mbl.is Segir Icesavevinnu ganga vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Það hefur alltaf reynst Sjálfstæðisflokkknum best að þegja meðan vinstrimenn grafa sín gröf og virðist engin breiting þar á. Best er  fyrir ykkur að segja allir flokkar eru góðir en við erum betri og rökstyðja það. Enginn kýs nýtt útburðarvæl. Hæg eru heimatökin í landi án hægriflokks.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 14.1.2011 kl. 03:03

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

90% neytenda í EU ríkjum munu eiga minna en 20.000 evrur , áður 2.5 millur hér nú um 3,0 millur. Fjöldi skiptir meira máli um framtíðar traust.

Tilskipun 94 hefur þann tilgang að mismuna ekki meðlim Ríkjum ekkert Meðlima ríki má helst leyfa á sínu samkeppnisvæði hærri innstæðutryggingu lágvaxtasparifjár en önnur.

Trygging nær til forgangskrafa sem eiga að greiðast starx út í reiðufé.  Það sem er umfram hámarkið fer í röðina með öðrum kröfum í greiðsluþrota búið.

Þetta er það það sem fer brjóstið á sumum áhættu risa lándrottnum í EU. Pínu litli minni hluta hópurinn hér sem var með miklu hærri upphæðir  inn á sparifjárreikningum.

Kannski er hægt að athuga 36-48 mánuði aftur fyrir hrun alla þá sem voru að taka stór upphæðir úr hrungeiranum, einnig að leiðrétta mistökin hér gagnvart þeim sem fengu meiri tryggingu en 3.000.000 kr.    

Til að losna við ICesave.

Júlíus Björnsson, 14.1.2011 kl. 18:41

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er alveg rétt Guðmundur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2011 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband