Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að fremja pólitískt harakírí í Icesave?


    Sjálfstæðismenn! Svona þöggun í Icesave gengur ekki lengur!
Annað hvort gangið þið til liðs við hina vinstrisinnuðu þjóðsvikara,
og styðjið þá í Icesave  með jái eða hjásetu, eða komið fram og
standið með þjóð ykkar með STÓRU og KRÖFTUGU  N E I  við Ice-
save.  Svo einfallt er það!

   Nýjustu Icesave-svikadrögin eru lítt skárri en þau síðustu. Enda
segir  Icesavestjórnin  þau  AÐEINS betri.  Já.  já   BARA SVOLÍTIÐ
AÐEINS BETRI!! Enda óvissuþættirnir  engu  minni en síðast, og
kúgunarkröfur nýlenduvelda ESB, Breta og Hollendinga, nákvæm-
lega jafn ólögvarðar og áður. Drápsklyfjar útrásarmafíuósa tilorðnar
vegna stórgallaðs regluverka ESB, sem er almenningi á Íslandi GJÖR-
SAMLEGA ÓVIÐKOMANDI!  G J Ö R S A M L E G A!

   Já nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn og stjórnarandstöðuna hvort
þeir standi fast með þjóð sinni gegn ofurkúgun nýlenduvelda ESB,
studda af andþjóðlegum vinstrisinnum, sem ÖLLU vilja tilkosta að
troða Íslandi inn í ESB. Jafnvel þó það kosti þjóðina eymd og volæði
út öldina.

  ENGINN SANNUR þjóðhollur hægriflokkur myndi voga sér að
lúffa með hinum andþjóðlegu vinstriöflum í þessu máli. ENGINN!
Sjálfstæðisflokkurinn stendur því frammi fyrir pólitísku harakírí,
svíkur hann þjóð sína nú, hafandi í huga þátt hans í hruninu
mikla 2008 með sínum sósíaldemókrataísku vinum við stjórnvöl-
inn. Sósíaldemókrötum, sem ekki hvað síst bera ábyrgð á hver-
nig er komið  fyrir íslenzkri þjóð í dag.

   Með kröftugri andstöðu stjórnarandstöðu á Alþingi gegn Ice-
save þjóðsvikum styrkir það forseta vor að vísa svikunum til
þjóðarinnar. Þjóðin HAFNAÐI Icesave, og á þar síðasta orðið!

  Á hægri kanti íslenzkra stjórnmála er fram kominn heilsteyptur
þjóðhollur flokkur er segir ÞVERT NEI við Icesave, ESB-aðild, AGS
og Schengen. Enda stofnaður á þjóðhátíðardegi Íslendinga og
fæðingadegi  þjóðfrelsishetu  þeirra, Jóni Sigurðssyni, þann  17
júní s.l. Valið á hægri kanti íslenzkra stjórnmála gæti því orðið
skýrt og sterkt, ef fram heldur sem horfir.

   ÁFRAM ÍSLAND!  ENGIN ÖNNUR ICESAVE-ÞJÓÐARSVÍK!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Innlent | mbl.is | 9.12.2010 | 19:41

Lee Buchheit, formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar, segir að helsti vandi nefndarinnar hafi verið hvernig menn eigi að að komast að samkomulagi um endurgreiðslur á skaðabótum þegar enginn veit um hversu háar fjárhæðir sé að ræða. Og menn muni ekki vita það um mörg ókomin ár.

Er þetta athugasemd sem vert er að taka til greina.

SEM AÐVÖRUN UM AÐ NEITA SAMNINGNUM

Björn Emilsson, 25.1.2011 kl. 00:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ekki veitir af Guðmundur að brýna Sjálfstæðismenn til dáða í þessu máli sýnilega.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.1.2011 kl. 00:47

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Lee Buchheit sagði í HÍ eftir að hann kom heim með samingsdrögin:

Líkur séu á því að Íslendingum yrði gert að greiða alla fjárhæðina í einu ef málið færi fyrir dóm og ef Íslendingar ætli að reyna að semja upp á nýtt þá muni það vinna gegn hagsmunum Íslendinga sá blóðugi niðurskurður sem Bretar standa frammi fyrir. Þess vegna verði hægt að gagnrýna stjórnmálamenn þar í landi fyrir að greiða til Íslendinga á meðan sjúkrahúsum er lokað í Bretlandi og það myndi ekki hjálpa Íslandi

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2011 kl. 18:56

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Buchheit var FYRIRSKIPAÐ að semja HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAÐI!
Þessi niðurstaða að GJÖRSAMLEGA ÓSÆTTANLEG fyrir Íslendinga, og því
átti að slíta viðræðunum. Erum enn fullvalda þjóð og ráðum því sjálf hvort
við lútum lögsögu ERLENDRA dómsstóla í þessu, og alveg sérstaklega séu
þeir hlutdrægnir ESB-nýlenduveldunum í þessu máli, sem hann verður
klárlega.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.1.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband