HÆGRI GRÆNIR skora á forsetann. HG nú skýr valkostur til hægri!


     HÆGRI GRÆNIR sendu í gær áskorun til forseta Íslands
um að  synja  staðfestingu á  Icesave 111, og  visa málinu
aftur til þjóðarinnar. Hér sé um ólögvarða kröfu Breta  og
Hollendinga að ræða sem standast ekki regluverk ESB um
innistæðutryggingasjóði  á  evrópska  efnahagssvæðinu,
segir í áskoruninni. ,,Hægri grænir telja því fráleitt að ólög-
varin krafa lendi á íslenzkum  skattgreiðendum  sem  gæti
numið  á  þriðja  hundruð  milljarða. Þetta  þýðir  stórskert
lífskjör Íslendinga á næstu áratugum." 

    Þá vekja HÆGRI GRÆNIR athygli forsetans á 3 face-
bookarsíðum sem safnað hafa  saman á síðustu mánuðum
54.000 undirskriftum Icesave-mótmælenda. En þegar þetta
er skrifað hafa rúm 41.000 skrifað undir www.kjosum.is .

   Vert er að fagna þessari afdráttarlausri stefnu HÆGRI
GRÆNNA í Icesave, sem sýnir hér í verki þjóðholla borgara-
lega pólitíska afstöðu í einu umdeildasta máli lýðveldisins.
Á sama tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn liggur hundflatur í
málinu þríklofinn, takandi afstöðu með hinum þjóðfjand-
sömu vinstriöflum. Svik Sjálfstæðisflokksins í Icesave eru
merki þess hversu sósíaldemókrataisminn þar á bæ hefur
náð langt í yfirtöku á flokknum undir forystu fyrrverandi
varaformanns hans. Enda var ömurlegt að hlusta á viðtal
við formann Sjálfstæðisflokksins á Útvarpi Sögu í gær.
Ömurlegt!

   Hér með  er skorað  á alla þjóðholla borgarasinna  sem
stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn, svo og alla þjóðhyggjusinna
og  fullveldissinnaða íhaldsmenn  að horfa nú til HÆGRI
GRÆNNA sem skýran  valkost á hægri-kanti íslenzkra
stjórnmála. Flokk sem hafnar alfarið Icesave, ESB-aðild,
Schengen og AGS. Flokk sem vill standa vörð um Ísland!
Landvarnarflokkurinn!

   tilvís. HÆGRI GRÆNIR á facebook.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband