En hvað með formann Heimssýnar?


    Atli Gíslason þingmaður segir að niðurstaða rýnivinnu
ESB vegna ESB-aðildarumsóknar Íslands og yfirlýsingar
utanríkisráðherra í tengslum við umsóknina, hafi  verið
kornið sem fyllti mælinn, og leitt til afsagnar hans  úr
þingflokki Vinstri grænna. 

   En hvað segir þá sjálfur formaður Heimssýnar og þing-
maður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason? Fyrst
Atli getur hvorki stutt ríkisstjórn né þingflokk sem vinnur
nótt og dag að inngöngu Íslands í ESB, hvernig í ósköp-
unum getur þá sjálfur formaður Heimssýnar gert það?

  Er ekki kominn tími til að formaður Heimssýnar komi út
úr skápnum og geri hreint fyrir sínum dýrum? Eða þá að
stjórn Heimssýnar krefjist afsagnar hans ella, svo framan-
lega sem samtökin ætla að halda einhverjum trúverðug-
leika í baráttu sinni gegn ESB?
mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ásmundur hlýtur að fylgja þeim tveim - sem og Guðfríður Lilja - Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson - að öðrum kosti er ekkert að marka það fólk.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.3.2011 kl. 03:06

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég verð nú bara að segja það að mér finnst hann ekki vera hreinn og beinn í vilja sínum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.3.2011 kl. 21:05

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvenær hafa sósíalístar og kommúnistar komið hrein fram?
Takk Ólafur og Ingibjörg!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.3.2011 kl. 21:49

4 Smámynd: Che

Nei, Ólafur. Stalínistinn Ögmundur fer hvergi. Hann fékk sínu fram á sínum tíma, þ.e. kúgaði fram meiri pólítísk völd fyrir sjálfan sig með blekkingarleik í sambandi við IceSave II, af því að honum þótti það vera fyrir neðan sína virðingu að vera heilbrigðisráðherra. Nú er hann þriðji valdamesti ráðherrann og fer hvergi, enda hefur þessi valdasjúki stalínisti náð markmiði sínu. Og hann greiðir fyrir það með stuðningi sínum við IceSaveIII.

Ég er varla sá eini sem sér í gegnum hann.

Che, 24.3.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband