Hin pólitíska þversögn Atla og Lilju


   Hin pólitíska þversögn Alta Gíslasonar og Lilju Mósesdóttir
með  úrsögn  úr  þingflokki Vinstri grænna felst í því að enn
ætla þau að vera flokksfélagar í Vinstri grænum. Flokki sem
styður ríkisstjórn sem þau segjast í grundvallaratriðum vera
á móti. Flokki, sem fer þvert á þeirrar pólitísku skoðanir, skv.
þeirra eigin sögn.

   Það sama má segja um Ásmund Einar Daðason þingmann
VG. Sem toppar sína pólitíska þversögn verandi formaður
Heimssýnar, en styðja jafnframt flokk og ríkisstjórn er vinnur
nótt og dag að koma Íslandi inn í ESB. Og kemst upp með
það innan stjórnar Heimssýnar. Sem er skandall!

   Allt þetta kristallast svo í hlutverki Ögmundar Jónassonar.
Enda af hinum gamla skóla sósíalista, þar sem hinar pólitísku
blekkingar og spunar skiptast á, er saklausir hálfvitar meðtaka
of oft og klappa fyrir því.

   Því það sem allt of margir átta sig ekki á, þá  byggja VG á
hinni gömlu sósíalísku hugmyndafræði, sem er í grunnin jafn
öfga-alþjóðahyggjufull og hugmyndarfræði sósíaldemókrata.
Enda engin tilviljun, að það þurfti þessa tvo orginal vinstri-
flokka og TÆRA vinstristjórn, til að gera ESB-umsóknina að
veruleika, og  láta Ísland flatmaga gegn kúgun erlendra ný-
lenduvelda í Icesave. Hin FULLKOMNA VINSTRIMENNSKA!

   Sameiginlega eiga svo þessir tveir vinstriflokkar sinn fána
og söng til heimabrúks á tyllidögum. Rauða fánann og Inter-
nasjónalinn.  Þvert á fullveldishugtakið og þjóðhyggjuna!               

  Þannig eru væringarnar hjá Vinstri grænum í raun aðeins
stormur í vatnsglasi, ranghugmyndir um flokksform, þegar
hinn sameiginlegu pólitísku grunngildi og viðhorf  liggja fyrir.

  Absúrd vinstimennska!
mbl.is Ásmundur áfram í þingflokki VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband