Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins á að skammast sín!


   Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins á að skammast sín
vegna stuðning sinn við Icesave. Kemur núna eins  og
varaformaður flokksins og segir ákvörðun Moodys ekki
koma á óvart. Ekkert hefði átt að óttast þótt Icesave
yrði fellt. Sami ömurlegi málflutningurinn eins og meðal
ráðherra Icesave-stjórnarinnar. Með allt niðrum sig í
ljósi þess gengdarlausa hræðsluáróðurs sem viðhafður
var fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave.

   Með réttu ætti hin sósíaldemókratiska Icesave-sinn-
aða flokksforysta Sjálfstæðisflokksins að segja af sér
eins og hin þjóðfjandsama Icesavestjórn vinstrimanna.
En það gera þær hvorugar. Lafhræddar við meiriháttar
slæma útreið í næstu kosningum.

   Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins hefur svikið  hin
þjóðhollu borgaralegu öfl á Íslandi. Ekki bara í Icesave,
heldur og ekki síður með efnahagshruninu mikla.

   Ekki nema eðlilegt að borgaraleg þjóðhyggjuöfl líti nú
til nýrra átta!  M.a til HÆGRI GRÆNNA, flokk fólksins.

   ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Ákvörðun Moody's ekki óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas, æfinlega !

Tek undir með þér; í einu og öllu, sem varðar lágkúru Alþingis, í okkar samtíma, fornvinur góður.

Með kveðjum góðum; sem jafnan /

ÓsKar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 16:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ólöf Norðdal og Bjarni Ben eru flokk sýnum til ævarandi skammar. það þarf að ormahreinsa þá Flokka sem sitja nú á þingi.

Vilhjálmur Stefánsson, 22.4.2011 kl. 16:32

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Heildarkostnaður við NEI-ið er ekki ennþá komið í ljós. Þó að Moody's eru að hika einsog er þá breytir það engu... NEI-ið mun kosta okkur stórfé.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.4.2011 kl. 17:23

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Stjórnin hefur þegar eytt í hluti sem eru vita gagnslausir. Hvað sem þeim finnst um allra alda stjórnir hér,leyfist ekki að spítta með hraði í hnignandi bandalag um leið og þeir fá völd. Icesave-vitleysan er afleiðing þess,þ.e.hvernig var á því tekið.  Það kostaði.

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2011 kl. 18:47

5 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Þrumusleggjuhvellshamar !

O; jæja, o, jæja. Látum okkur sjá; við þurfum nú ekkert, að dragnast áfram, með það þjóðskipulag, sem varð okkur til tjóns eins, Haustið 2008, þannig að, þú skyldir nú bara sjá til, hverjum Klukkurnar glymja - þegar upp verður staðið.

Taka má upp; þjóðskipulag, sem hæfir innan við 300 Þúsundum manna - í stað þess, að apa eftir 3/ til 30 Milljóna samfélags, eins og hér hefir tíðkað, verið.

Þannig að; enginn Heimsendir þarf að vera í sjónmáli, þeirra hluta vegna, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 18:50

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þruman. Bara 30 milljarðar í vexti hafa sparast  í dag sem við urðum að
greiða STRAX eftir Já-ið, og það í ERLENDUM GJALDEYRIR.  Þið eigið bágt
Icesave-sinnar, og ættuð að reyna að skammast ykkar. Alla vega ekki að vera með neinn kjaft!  Aulaháttur ykkar og þjóðfjandsamleg afstaða er
AUMKUNARVERÐ! Og blasir nú við!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.4.2011 kl. 21:30

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það blasir einfaldlega ekki við.    Það sem blasir við er að NEI-ið okkar krúttlega mun kosta okkur stórfé... svo einfalt er það.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2011 kl. 20:50

8 identicon

Komið þið sæl: sem fyrr !

Þrumusleggjuhvellshamars kvöl !

Hótfyndni þín; sem gálga skopskyn, virðast nú komin, yfir flest mörk - svo; þér ætti að vera óhætt, að hætta þessu tilgangslausa raupi, í þágu Jóhönnu - Steingríms og Bjarna; þér, að segja.

Áttu ekki víst skjól; suður á Brussel völlum, ef þú fengir skyndilega skytu, sökum ofurhræðslu þinnar; við Brezka og Hollenska, hvort eð er ?

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband