HÆGRI GRÆNIR áhugaverður kostur !


   Formaður HÆGRI GRÆNNA, flokks fólksins, Guðmundur F.
Jónsson, skrifar góða grein um HÆGRI GRÆNA í Mbl.í gær.
Fyrir alla þá  er aðhyllast  þjóðholl  borgaraleg  viðhorf og
gildi er orðið tímabært að skoða þennan nýja flokk á hægri
kanti íslenzkra stjórnmála. Ekki síst þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur orðið fyrir miklu áfalli, berandi mikla ábyrgð
á einu mesta efnahagshruni Íslandssögunar. Og vandséð
er hvernig flokkurinn geti bætt ímynd sína og öðlast traust
á ný. Enda hafa sósíaldemókrataísk viðhorf ætíð fengið  að
grassera innan  Sjálfstæðisflokksins  nánast  frá  upphafi.
Uppstokkun til hægri blasir því við! Og þó fyrr hefði verið!

  Í grein sinni leggur formaður HÆGRI GRÆNNA mikla áherslu
á FRJÁLSA VERSLUN ÁN HAFTA. Að heimurinn sé ALLUR undir
hvað frjáls viðskipti varðar á jafnréttisgrundvelli. Því hafna
HÆGRI GRÆNIR aðild Íslands að ESB, og vilja taka EES-sam-
ninginn til endurskoðunar, en flokkurinn er hlynntur því  að
gera frekar tvíhliðasamninga við ESB t.d eins og Svisslend-
ingar hafa gert. Þá mælir flokkurinn með fríverslunarsam-
ningum við Kína, Rússland og Bandaríkin. 

   Hér verður ekki farið nánar í stefnumið HÆGRI GRÆNNA,
heldur vísað til heimasíðu HG á facebokk, en unnið er  að
fullkominni heimasíðu. Enda stefnan að flokkurinn bjóði
fram í öllum kjördæmum í næstu þingkosningum. Flokkur
er var stofnaðu á þjóðhátíðardegi Íslendinga fyrir tæpu
ári og telur nú á annað þúsund flokksmenn. Sem hlýtur
að segja margt um þennan áhugaverða flokk!

   Fyrir allt frjálslynt og borgaralegt þjóðhyggjufólk hlýtur
tilkoma HÆGRI GRÆNNA þess vegna að vera áhugaverður
kostur. -  Því STERKT  ÞJÓÐHOLLT  AFL  TIL HÆGRI er eina
svarið við þeim viðsjárverðu tímum upplausnar og stjórn-
leysis, sem þjóðin lifir við í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Mín spá er þessi: Hægri Grænir munu ekki ná að bjóða fram lista í nokkru kjördæmi.

Björn Birgisson, 14.5.2011 kl. 01:13

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ósk sósíaldemókrataismans. Blautir draumar hans innan alls hin gjörspillta
fJÓRFLOKKS.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2011 kl. 01:19

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

prentvilla. ,,hins" gj

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2011 kl. 01:20

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Afhverju þykist þið hægri öfgamenn alltaf aðhyllast frjálst viðskipti, þið eruð  það sem næst kemst að vera samansafn af kommúnistum og fasistum sem elskið miðstýrt stjórnvald með hálfgert alræðisvald og ofuráherslu á þjóðernishyggju, leiðtogadýrkun, valdsdýrkun(eftirlit, lögreglu, her),  corporatism, flokkshollustu vs fjárhagslegan greiða og haftabúskap(innflutningshöft, gjaldeyrishöft), allt hlutir sem heilbrigðir hægri flokkar eiga ekki að vilja hafa neitt með að gera en hægri öflin innan sjálfstæðisflokksins hafa stundað áratugum saman.

Hver er til dæmis stefna hægri grænna í landbúnaðarmálum og tolla málum, væntanlega eins og sannur ESB andstæðingur ert þú dyggur stuðningsmaður um að viðhalda heimsmeti okkar í niðurgreiðslum til bænda og tollaþrælkun til neytenda. Þetta er orðið hálf kommúnískt kerfi.

Þú segir fríverslunarsamning við vini þína í Kína sem munu aldrei kaupa meira en 10% af okkar útflutningi jafnvel þó leitað sé 50 ár fram í tímann. Hver er afstaða þín þá til dæmis varðandi mannréttindabrot í kína og vopnabann ESB til Kína? Samsvarar græn stefna miklum viðskiptum við Kínverskan iðnað sem mengar nú mest allra þjóða(fyrir utan vini þína í Bandaríkjunum).

Ekki heyrði ég þig mikið kvarta þegar sjálfstæðisflokkinum tókst að breyta íslandi yfir skattpíndasta ríki OECD, sem skatttekjum vs Þjóðarframleiðslu(eini mælikvarðinn sem er marktækur, því það tekur alla skattheimtu inn í myndina).

Hægri Grænir hljóta að vera alfarið á móti tilraunaborunum vegna olíuleitar og frekari uppbygging stóriðju hér á landi, hvað segja grænir við því?

Jón Gunnar Bjarkan, 14.5.2011 kl. 03:36

5 identicon

Kæri Björn, nú eru flokksmenn komnir á 5 þúsund. HGFF ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Allir velkomnir í flokkinn. Það verður enginn fyrrverandi pólitíkus í fromboði fyrir flokkinn.

 Jón, HGFF ætlar að hefja ólíuleit strax.

Hér kemur partur af landbúnaðarstefnu HGFF:

Landbúnaður

Íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi þarf að ávinna sér traust og virðingu að nýju innanlands sem

utan. Við Íslendingar verðum að standa þétt saman á þessum erfiðu tímum og vinna að

uppbyggingu til framtíðar. Með skynsamlegri nýtingu auðlinda og tækifærum til nýsköpunar verður hagsmunum atvinnulífsins, launafólks og neytenda best borgið. Við þurfum að nýta reynsluna en ekki láta erfiðleika hneppa okkur í fjötra einangrunar og fábreytni. Afturhvarf til aukinna ríkisafskipta og hafta á frjáls viðskipti er leið ótta og vonleysis. Ný framtíðarsýn þarf að byggjast á grunngildum Hægri grænna, flokks fólksins: sjálfbærni, nýsköpun, frelsi, lágum flötum sköttum, hugrekki og skýrum leikreglum.

Hægri grænir, flokkur fólksins telur raunhæft er að meirihluti þeirra rúmlega  þrjú þúsund býla sem eru í rekstri á Íslandi í dag geti notað heimatilbúið metan til að knýja ökutæki og búvélar og

jafnvel hita upp húsakynnin. Má ætla að hvert býli geti sótt um það bil næga orku í eigið metan til að verða sjálfu sér nægt um orku. Rætt er um að kostnaðurinn við þetta yrði á u.þ.b. 10 milljónir króna á hvert býli. Orkuna má til að keyra ökutæki vegna vinnslunnar og önnur landbúnaðartæki.  Svo er hægt að nýta orkuna til að hita upp býlin og annað slíkt. Þótt þetta ráði kannski ekki úrslitum fyrir samfélagið geta býlin sparað sér milljónir króna ár hvert í formi sparaðs eldsneytis og húshitunar. Uppsetning búnaðarins borgar sig því á nokkrum árum. Með metanvinnslu er einnig dregið úr brennslu jarðefnaeldsneytis og þar með unnið gegn auknum styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Þá sparar orkuvinnslan gjaldeyri, auk þess að stuðla að atvinnu- og nýsköpun í landinu og færa þannig atvinnu og nýja þekkingu í hinar dreifðu byggðir landsins.

Hægri grænir, flokkur fólksins telur að kraftmikill landbúnaður sé nauðsynlegur til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Einnig er landbúnaðurinn brýnt samfélags- og umhverfismál. Framtíð þessa atvinnuvegar á Íslandi veltur á því að víðtæk sátt ríki um starfsskilyrði landbúnaðarins og

það fjölþætta hlutverk sem hann gegnir í landinu, þar á meðal að framleiða holl matvæli á

viðráðanlegu verði, treysta búsetu í dreifbýli, viðhalda umhverfisgæðum, tryggja fæðu- og

matvælaöryggi, styðja ferðaþjónustu og aðrar atvinnugreinar.

Stefna skal að sjálfbærni landbúnaðar á Íslandi. Framleiða skal innanlands eins og kostur er

það eldsneyti og þau áburðarefni sem nauðsynleg eru við matvælaframleiðslu þjóðarinnar.

Stefna skal að því að fæðuöryggi þjóðarinnar verði með þeim hætti að framleitt verði það mikið

af matvöru í landinu að sú framleiðsla nægi til þess að sjá landinu farborða hvað fæðu varðar.

Landbúnaðurinn og öll önnur landnýting þróist í sátt við umhverfið og á grundvelli viðhorfa

um sjálfbæra þróun þannig að vistvænir búskaparhættir og góður aðbúnaður búfjár verði

ávallt í öndvegi. Fjölskyldubúið verði áfram sú framleiðslueining sem halda skal í heiðri og

stuðningskerfi landbúnaðarins verði skipulagt út frá þeirri einingu.

Auðvelda þarf kynslóðaskipti í landbúnaði, m.a. með lánasjóði til handa nýliða í greininni til

jarðakaupa, og hindra að verslun með bújarðir hnekki byggð í sveitum landsins. Brýnt er að

endurskoða jarðalög með þetta í huga og tryggja að eignarhaldi á jörðum fylgi bæði réttindi og

skyldur gagnvart umhverfi og samfélagi. Samkeppnishæfur íslenskur landbúnaður, heimagisting bænda, framleiðsla, verslun og þjónusta skapa bæði atvinnu og gjaldeyri. Öflug staða atvinnuveganna er mikilvægur bakhjarl íslenskt þjóðfélags. Hægri grænir, flokkur fólksins vill auka innflutning á landbúnaðarafurðum sem styrkir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.

Blómleg byggð í sveitum landsins er dýrmætur hluti þjóðlífsins. Íslenskur landbúnaður á að byggja á vistvænu framleiðsluferli sem er lagað að auðlindum og æskilegu byggðamynstri. Brýnt er að marka framtíðarstefnu um gróðurvernd, landgræðslu og skógrækt. Koma þarf á virkri beitarstjórnun í öllum landshlutum til að hindra ofbeit.

Lífrænn landbúnaður er vaxtarbroddur nýsköpunar sem hefur mjög jákvæða ímynd, styrkir

búsetu með fjölbreyttari atvinnu og eykur möguleika á nýsköpun og fjölgun starfa. Íslenskur

landbúnaður þarf að þróast í góðri sátt við umhverfið og á grundvelli viðhorfa um sjálfbæra

þróun og því ætti að forðast samþjöppun í landbúnaði og verksmiðjubúskap. Setja þarf ákveðin

framleiðslumarkmið. Draga þarf markvisst úr eiturefnanotkun í landbúnaði enda verða lífrænar

afurðir sífellt eftirsóttari og skapa áhugaverð sóknarfæri á komandi árum

Hægri grænir, flokkur fólksins vill auka áherslur og mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað.  Almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. 

Eftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 til 30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda.  Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið.

Neytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina.


Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur.

Sporna þarf gegn vaxandi fákeppni í smásöluverslun og að hún færist í hendur svo fárra og stórra aðila að þeir nái kverkataki á birgjum og framleiðendum, þ.m.t. afurðasölu bænda, enda skerðir það hag neytenda ekki síður en framleiðenda.

Verja þarf sérstöku fjármagni til nýsköpunar í atvinnulífi landsbyggðarinnar þannig að tekið sé mið af staðháttum og aðstæðum þess fólks sem þar vill búa. Miklir möguleikar liggja í ýmsum nýjum búgreinum, fiskeldi og loðdýrarækt, orkuframleiðslu í smáum stíl, ferðaþjónustu, handverksiðnaði, hlunnindanýtingu o.fl.

Kannanir sýna að bændur eru í hópi tekjulægstu stétta. Flokkurinn telur afar brýnt  að bæta kjör fólks í sveitum landsins. Taka þarf fyrirkomulag núverandi framleiðslustýringar og stuðnings við hefðbundna búvöruframleiðslu til gagngerrar endurskoðunar. Fyrirkomulag framleiðslustjórnunar má ekki hindra nýliðun og kynslóðaskipti. Flokkurinn telur að mikilvægt sé að hefðbundinn íslenskur landbúnaður verði héðan af sem hingað til byggður sem mest á íslenskum búfjárkynjum. Vera þarf á verði gagnvart notkun vaxtarhvetjandi hormóna  svo og lyfjanotkun í landbúnaði.

Raforkukostnaður í dreifbýli verður að lækka til jafns við það sem gerist í þéttbýli. Efla skal rannsóknir á sjálfbærum orkugjöfum til landbúnaðarnotkunar og stefna að nýtingu þeirra hið fyrsta. Allar landbúnaðarafurðir verði upprunamerktar og auðkenndar með tilliti til framleiðslulands, bæði íslenskar og innfluttar. Að rannsakað verði hvort hægt sé að nýta úrgang annarra atvinnugreina til áburðargerðar t.d. úrgang frá fiskiskipaflotanum. Að sama skapi verði skoðaðir möguleikar á nýtingu annarra hráefna til áburðarframleiðslu. Stuðla að aukinni þátttöku bænda í landgræðslu, skjólbeltarækt og skógrækt.

Endurskoða löggjöf um dýravernd á heildstæðan hátt. Að eftirlits- og leyfisgjöld í landbúnaði verði lækkuð þannig að þau endurspegli raunverulegan kostnað vegna slíkrar starfsemi í þeim mæli sem hennar er þörf.  Flokkurinn vill eindregið athuga möguleikana á því að ný áburðarverksmiðja verði byggð og starfrækt í landinu, þar sem náttúruvænn áburður yrði framleiddur. Það er hvoru tveggja gjaldeyrissparandi og þjóðhagslega hagkvæmt.

Hægri grænir, flokkur fólksins er grænn borgaraflokkur.

Hægri grænir, flokkur fólksins er flokkur tíðarandans og raunsæisstjórnmála.

Hægri grænir, flokkur fólksins er umbótasinnaður  náttúruverndarflokkur.

Hægri grænir, flokkur fólksins er  frjálslyndur framfaraflokkur.

 

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 07:29

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þakka formanni HÆGRI GRÆNNA kærlega fyrir innkomu sína hér og útskýra
nánar stefnu og hugmyndafræði HÆGRI GRÆNNA.  Frábært!

Jón Gunnar. Málflutningur þinn er dæmigerður vinstri-öfgahyggja, sem
tröllríður okkar þjóðfélagi um þessar mundir.  Vinstrimennskan og ekki
síst sósíaldemókrataisminn hefur komið okkar litla samfélagi í þvílíkar
ógöngur að ekki fá orð lýst. Þessu ætlum við HÆGRI GRÆNIR að breyta,
enda teljum við okkur HÖFUÐ-andstæðinga vinstrimennskunar á Íslandi
í dag.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.5.2011 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband