Öfgaskrif DV um Evrópumál


   Öfgaskrif DV um Evrópumál færast sífellt í aukanna eftir því
sem andstæða þjóðarinnar gegn ESB-aðild vex, og boðaðir eru
meiriháttar fjármunir frá ESB til aðildaráróðurs. Þannig fer Jón
Trausti Reynisson hamförum í riststjórnargrein sinni í gær undir
yfirskriftinni ,,þjóðernissinninn". Þar kolruglar hann saman grund-
vallarhugtökum. Blandar saman á mjög ógeðfeldan hátt kynþátt-
arhyggju annars vegar, og viðhorfum fullveldis- og þjóðfrelsissinna
sem oftar en ekki tala fyrir sjálfsögðum þjóðarhagsmunum á grund-
velli víðsýnnar þjóðhyggju án fordóma. 

   Ritstjórinn beinir spjótum sínum aðallega á formann Framsóknar
sem er að hans mati hinn öfgafyllsti þjóðernissinni. Sem meir  að
segja neiti að borða nema íslenzkan mat. Málflutningur sem þessi
dæmir sig sjálfur. Ekki síst þar sem ritstjórinn er haldinn þvílíkri
sósíaldemókrataískri þráhyggju við að kenna svokölluðum gömlu
íhaldsöflum um ófarirnar síðustu  ára, þegar  fyrir  liggur að  það
var  einmitt  regluverk  ESB  sem hin sósíaldemókrataísku öfl illu
heilli tókust að troða upp á þjóðina með EES-samningnum, sem m.a
gerði allt bankahrunið TÆKNILEGA GERLEGT! 

  Ómálefnaleg öfgaskrif sem þessi eru DV ekki til sóma, en sýnir
hversu hástemmdur taugatitringurinn í herbúðum ESB-trúboðsins
er orðinn..........
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda er ég hætt að kaupa DV ásamt öðrum íslenskum dag og vikublöðum.  Þetta er allt meira og minna rusl og fréttirnar eftir því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2011 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband