Pólitískur aulaháttur ekki bara á Íslandi!


  Ný skoðanakönnun markaðsfyrirtækisins Maskínu sýnir
megna óánægju Íslendinga  með ríkisstjórn  og  stjórnar-
andstöðu. - Vantraustið  er  hrópandi rúmum tveim árum
eftir hrun. Fyrir liggur því allsherjar uppstokkun í íslenzkum
stjórnmálum og embættismannakerfi.  

   En þetta á ekki bara við um Ísland. Þeir sem hafa litið til
ESB um von um bætt stjórnarfar á Íslandi og bættan hag
eru nú heldur betur að verða fyrir vonbrigðum. Hafi hinn
pólitíski aulaháttur verið á Íslandi, sem hann vissulega var,
og er, þá kemst hann nú ekki í hálfkvisti við ofur-aulaháttinn
sem nú tröllríður ESB. Enda er ekki síður megn óánægja og
vantraust hjá almenningi í ESB-ríkjunum út í aulaháttinn,
stjórnleysið og spillinguna í Brussel. Sem nú er að ganga
hvorutveggja dauðu, ESB og evru.

  Hin gegndarlausa alþjóðavæðing græðginnar síðustu ára-
tugi hefur  loks  beðið  alvarlegt  skipbrot.  Hin skefjalausa
öfga-alþjóðahyggja er að renna sitt skeið. Grunngildi hinnar
íhaldssömu ráðdeildarsemi hlýtur nú að taka við.   Hin algildu 
sannleiksgildi um að þjóðir eigi ætíð að sníða sér  stakk eftir
vexti, og eyða aldrei um efni fram, hljóta nú að verða ofan á. 
Tími  miðstyrða  ríkjabandalaga eins og Sovétið og ESB  er
liðin tíð! Tími heilbrigðar ÞJÓÐHYGGJU tekur við. Ekki bara á
Íslandi, heldur á heimsvísu. Þar sem fullvalda og sjálfstæðar
þjóðir starfi saman á eigin forsendum hverju sinni! 

   Því er ekki að undra að sókn ÞJÓÐHYGGJUAFLANNA sé nú
hafin sbr. kosningaúrslit víða um Evrópu að undanförnu.
Dagar hinna þjóðfjandsamlegu afla, s.s sósíaldemókrata
verða senn taldir!  Klárlega á Íslandi!

   ÁFRAM ÍSLAND!  
mbl.is Megn óánægja með stjórnmálin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband