Icesave-afsökun Bjarna ömurleg!


   Kattarþvottur Barna Benedikssonar formanns Sjálfstæðisflokksins
á landsfundi  flokksins  í  dag  í  Icesave-svikunum var vægast sagt
ömurlegur. Hefði heldur betur sleppt  að  reyna að  afsaka  svik  sín, 
flokksforystu  og þeirra þingmanna flokksins sem sviku flokk en ekki
síst þjóðina með því að gerast skósvinar vinstriaflanna í Icesave-svik-
unum. Sem nú hefði kostað þjóðina  tuga milljarða bara í vaxtakost-
nað í dag og það í erlendri mynt. Útskýring Bjarna á svikunum var líka
engin. Enda með öllu óskiljanleg frá borgaralegu sónarmiði.  Og það
ofan í eitt mesta efnahagslegt hrun Íslandssögunar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn leiddi yfir þjóðina ásamt sósíaldemókrataísku vinum sínum
í Samfylkingunni. Icesave-svik ofan í efnahagleg þjóðarsvik! SKANDALL!

   ENGINN SANNUR BORGARALEGUR FLOKKUR hefði tekið í mál að láta
ríkissjóð þjóðar sinnar greiða skuldir mafíuósa í einkarekstri banka á
erlendri grundu. ALLRA SÍST án neinnar lagastoðar eða kvaða. Ein-
ungis þjóðfjandsamir vinstrisinnar undir forystu sósíaldemókrata
gátu hugsað sér það.  Aulamennska Sjálfstæðisflokksins og forystu
hans var og er ALGJÖR!

   Landsfundur Sjálfstæðisflokksins byrjar ekki vel. Icesave-afsökun,
sáttarákall til hins ESB-sósíaldemókrataíska arm hans, áframhald-
andi stuðningur við Schengen og EES-regluverkið.  Allt sama miðju-
moðsruglið!  

   Augljóst er að nýtt hægrisinnað þjóðhyggjuafl þarf nú að koma til.
Á hinn vankaða ístöðulausa Sjálfstæðisflokk er EKKERT AÐ TREYSTA!


mbl.is Verðum að skapa ný verðmæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Huglægt; er Bjarni álíka geðþekkur - og þeir Pol Pot og Andreas Baader voru, á sínum tíma.

Fólkinu; sem fylgir flokka ruslinu, sem öllu kom hér, á annað hjar, er einfaldlega ekki viðbjargandi, Guðmundur Jónas.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 22:43

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er ekki með öllu rétt hjá þér Guðmundur. 

Ég veit ekki betur en að landsfundur hafi vaknað svo sem vænst var og Bjarni Ben fékk færi til að skýra mál sitt, en á því átti hann rétt. 

Sjálfsagt var sú skúring í mörgu öðru efni en um Icsave, þó það sé með þyngri málum. 

En þú hefur heyrt, en ekki ég og get þar með ekki staðfest að ég hafi sömu skoðun og þú á hans máli. 

Það þurfa allir að segja fram sína sögu og svo má taka afstöðu.  Það er heiðarlegi lýðræðis framgangsmátinn.

En ansi þykir mér leggjast í grafir gestur þin með ómerkingum uppvökum, er hann líkir Bjarna Ben við sína líka í andlegum fræðum.  En hann er kurteis að framan og líka að aftan.  Með bestu kveðjum og meðaumkun til Árnesinga sem og annarra þolenda.   

Hrólfur Þ Hraundal, 17.11.2011 kl. 23:42

3 identicon

Sælir; á ný !

Hrólfur Vélfræðingur !

Er þér alvara; með þessarri sneið þinni, til mín ?

Hverjir; eru mínir líkar, í andlegum fræðum ?

Í hverju; er ofsagt, í minni frásögu ?

Þú ættir; að athuga; persónulega, hversu komið er kjörum okkar, sem beðið höfum stórtjón mikið, af völdum flokks óþverra þíns - sem ann arra, áður en þú sendir mér háðs glósur þínar á ný, Hrólfur Þ Hraundal !

Með beztu kveðjum; til Guðmundar Jónasar síðuhafa / öngvum aftur á móti; til Hrólfs, að þessu sinni !!!  

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:53

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég biðst innilegrar velvirðingar hafi ég sært yðar æruverðugheit herra Óskar Helgi. 

Ég var hinsvegar ekki að ræða við yður heldur vin minn og skoðana bróður um háttu sem kölluð hefði verið strákskapar kjaftæði í mínu ungdæmi. 

Hafi ég slasað yður verulega þá verður það að hafa það, en glósur hef ég hvergi smíðað um yður.   

Biðst velvirðingar á þessari uppá komu Guðmundur.  Hrólfur Hraundal.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2011 kl. 00:56

5 identicon

Sælir; að nýju !

Guðmundur Jónas !

Hvar; Hrólfur Vélfræðingur biður forláts nokkurrs, sem sanna yfirbót vill sýna, í hvívetna, skyldum við láta Lensu odda, að grassverði hníga, um hríð, sem að honum hafa snúið.

Með; mun mildari kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 01:47

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Óskar Helgi mildi í minn garð þar sem svo er fátítt með öðrum. 

En það skalt þú sem aðrir vita að lumbrujárn og iðrapotara kann ég ágætlega að klambra að góðu gagni ef með þarf.  

Engan ótta þarft þú að hafa af þessu Óskar Helgi, en hafir þú rauðablásturs dellu þá gæti ég hjálpað þér að gera hana óskaðlega.  

     

Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2011 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband