Icesave-forystan endurkjörin.


   Vert er að óska Sjálfstæðisflokknum til hamingju  með endurkjörna
Icesave-forystu, eða hitt þó heldur! Þarna var kjörið tækifæri að refsa
Icesave-liðinu  og  öðrum sósíaldemókrataískum öflum innan flokksins,
en gerðist ekki. Þvert á móti komust hin sósíaldemókrataísku öfl innan
flokksins í veg fyrir þá  niðurstöðu  að viðræðum um aðild að ESB verði
hætt. Með því að láta kjósa aftur og aftur og aftur að hætti ESB eins og
Sr.Geir Waage benti á,  þar til ,,rétta" niðurstaðan fengist, þótt tillagan
um að hætta viðræðunum hafi verið samþykkt í upphafi.  SKANDALL, og
sýnir í raun flokk í upplausn með veikan formann við sýrið með aðeins
55% atkvæða þeirra sem tóku þátt, en stór hópur tók ekki þátt í for-
mannskosningunni.

   Niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins veldur miklum vonbrigðum,
og gefur nýju framboði á hægri kanti íslenzkra stjórnmála nú ótal tæki-
færi............. 
mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viðeigandi fyrirsögn hjá þér, Guðmundur Jónas. Við getum samhryggzt með meirihluta Sjálfstæðisflokksmanna.

Þau 45%, sem veittu Bjarna mótspyrnu, eiga bakland í kannski 75% óbreyttra stuðningsmanna flokksins. Þeir geta nú hugað að ýmsum öðrum kostum, ef þeir treysta Bjarna og stórum hluta þingflokks hans ekki í Esb-málinu frekar en um Icesave -- m.a. litið til Hægri grænna, Framsóknarflokksins og nýs framboðs fullveldissinnaðra Íslendinga, sem full þörf er á.

Hef nú sjálfur skrifað pistil um úrslit formannskjörsins: Siðferðishnekkir fyrir Bjarna Benediktsson er þessi niðurstaða í formannskjörinu -- auðvelt að nálgast hann með því að smella hér á nafn mitt.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur hefur rétt fyrir sér að stór hópur tók ekki þátt í formannskjörinu; 367 af 1690 fulltrúum, eða tæp 23%. Það er býsna stórt hlutfall í "samlyndum" flokki. Það er greinilega ekki allt sem sýnist.

En eflaust fáum við að sjá nánari tölur í fréttum morgundagsins.

Kolbrún Hilmars, 20.11.2011 kl. 18:06

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Kolbrún, þetta er undarlega mikil hjáseta.

Skyldi kjörseðlum hafa verið komið undan? Ég treysti forystunni ekki.

Hefði Davíð farið fram nú, hefði hann sigrað með yfirburðum.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 20:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takkk fyrir þetta Jón og Kolbrún. Já það er alveg ljóst eftir þennan landsfund sjálfstæðismanna að venulegt borgarasinnað fólk með virðingu
fyrir öllum  þjóðlegum gildum og viðhorfum og ber með sér sanna þjóðfrelsisást í brjósti getur EKKI treyst þessum Sjálfstæðisflokki fyrir horn.
Flokki sem olli hruninu mikla vegna algjörs aulaháttar í ríkisstjórnarsamstarfi við sósíaldemókrataískum vinum sínum í Samfylkingunni.   Flokkur sem styður heilshugar EES-regluverkið sem átti
stærstan þátt í hruninu, Schengen, og vill að land okkar sé til sölu í  bókstaflegu tilliti, því landsfundur vildi ekki td banna fulltrú kinverska
kommúnistaflokksins að kaupa meiriháttar landflæmi fyrir austan.
Þannig við borgarasinnað þjóðhyggjufólk þurfum nýjan pólitískan vettvang.
Það er niðurstaðan í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.11.2011 kl. 20:46

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, vildu þeir ekki einu sinni standa gegn kínversku marionettunni Nubo?

Það var eftir þeim, veslingunum, að sofa einnig þar á verðinum.

Hverju var blandað út í glösin þeirra í gærkvöldi?

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 23:01

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kínverskum ódáinsdrykk í boði stærsta einræðisríkis veraldar?

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 23:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld er þetta háðsádeila, ekki alvörutal.

En landsfundurinn á ekki annað betra skilið.

Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 23:04

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Fullt af góðum and-Esbéum,Lilja Móses og c/o Jón Valur. Það bærast ekki fordómar í höfði hennar,enda unnið með Sjálfsstæðismönnum að gerð björgunar tillagna fyrir heimilin (vonandi rétt). Minnist þess v/hún var spurð hvernig henni hefði liðið við þá vinnu í Heimdallarhúsinu. Hverjir standa að Fullveldisinnuðum Íslendingum?

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband