Stoltur af Hægri grænum að hafna landsölunni


    Það vekur athygli hversu mikils stuðnings landsalan á
Grímstöðum á fjöllum fær í þingflokkum Sjálfsstæðisflokks
og Framsóknar. Vitandi það að hér er um blekkingaráform
erindreka kínverska kommúnistaflokksins um ferðaþjónustu
að ræða. Vitandi það að hér er ekki síst um að ræða enn eina
birtingarmynd af heimsvaldastefnu kínverskra kommúnista.
En EKKERT alvöru fullvalda og sjálfstætt ríki tæki það mál að
selja erlendu ríki þumlung af landi sínu, en Mubo er einungis
strengjabrúða kínverskra stjórnvalda í þessu stórpólitíska
máli.

   Enn og aftur sannast að á Sjálfstæðisflokkinn er ALLS EKKI
treystandi þegar kemur að þjóðarhagsmunum, sbr. Icesave.
Svo gegnsýrður er hann af sósíaldemókrataískum viðhorfum.
Allt virðist falt, meir að segja  hluti af Íslandi í hendur kínverskra
kommúnista. Sbr. það  að öll flokksforysta Sjálfstæðisflokksins 
og Hanna Birna styðja landsöluna!

   Hjá HÆGRI GRÆNUM kveður heldur betur við annan tón sem
sönnum þjóðhollum hægriflokki sæmir. Þar fagnar formaður
flokksins Guðmundur Franklín Jónsson á heimasíðu sinni þeirri
ákvörðun að hafna landsölunni á Grímstöðum. Sem er í sam-
ræmi við stefnu flokksins að SEGJA NEI VIРESB-AÐILD, NEI
VIÐ SCHENGEN, NEI VIÐ ICESAVE og NEI VIÐ EES í núverandi
mynd. 

   Jú er stoltur af flokki  HÆGRI GRÆNNA! Þessum nýja þjóðholla
hægriflokki fólksins á Íslandi og íslenzkra þjóðarhagsmuna !

   ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Harmar ákvörðun Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki öfunda ég landeigandann sem á meirhlutan af þessu landi og hefur reint í 10 ár að selja þetta ég myndi kveikja í öllu draslinu og labba út ef ég væri hann við eigum nefnilega bara flís af landinu rest á hann

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 04:19

2 identicon

það er ekki tekið tillit til hans bara hagsmuna þjóðar en hann situr í staðinn uppi með þetta allt saman

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband