Icesave-hugafarið grasserandi! AGS gefnar 37.milljarðar


   Þetta er alveg með ólíkindum! Icesave-stjórnin leggur
nú til að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði gefnir heilir 37
milljarðar. Nánast bara sí-svona! Til hækkunar einhvers
kvóta hjá AGS.  En þar sem greiða þarf þetta í erlendri
mynt, yrði upphæðin tekin af 1.000  milljarða gjaldeyris-
forða Seðlabankans, sem nær allur er fengin að láni frá
AGS og greiðast þarf á næstu árum.

   Ruglið og ábyrgðarleysið ER ALGJÖRT!  AULAHÁTTUR
fjórflokksins  og núverandi stjórnmálastéttar er með
hreinum eindæmum.  

  Ekki að furða að virðing á núverandi Alþingi sé komið
niðrí kjallara og að þjóðin krefjist kosninga og algjörs
uppstokkunar í íslenzum stjórnmálum! 

   Og þótt fyrr hefði verið!
mbl.is 9 milljarðar á reikning hjá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er miklu betra að skera niður í heilbrigðiskerfinu, lækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig vinna sannar norrænar velferðastjórnir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband