Hugleysingjar í Evrópumálum. Samstaða um hvað?


    Ekki lofar hinn nýi flokkur SAMSTAÐA góðu. Segist hvorki vera
til vinstri eða hægri og ekki heldur á miðjunni. Sem sagt ekki einu
sinni fugl né fiskur, og opinn i báða enda. Enn ein pólitíska froðu-
innleggið í íslenzk stjórnmál. Allra síst það sem þjóðin kallar eftir í
dag.

   Hugleysið er ALGJÖRT! Í stærsta og hatrammasta pólitíska
deilumáli lýðveldisins, er flokkurinn í hópi óþjóðhollra hugleys-
ingja. Vill halda AÐLÖGUNARFERLINU að ESB áfram, og gefur í
skyn með blekkingum og óheiðarleika að einhverjar aðildar-
viðræður séu í gangi, SEM ÞURFI AÐ KLÁRA! Þegar fyrir liggur
frá sjálfu ESB að um AÐLÖGUNARFERLI sé að ræða. EKKI sam-
ninga.  Þannig er SAMSTAÐA hreinn og klár ESB-flokkur, enda
kemur formaðurinn úr flokki sósíalista, vinstri-róttæklinga, sem
hingað til hafa ekki talist til þjóðhollari afla.

    Tvær flokkar hafa nú formlega kynnt sýn nýju framboð. Björt
framtíð útibú frá sósíaldemókrötum með stuðningi anarkista og
Gnarristanna í Reykjavík. Með aðild að ESB sem eina stefnumál-
ið. Og svo nú Samstaða. Samstaða um hvað? 

   Senn líður að HÆGRI grænir kynni sig opinberlega með ítarlegri
stefnuskrá, skv. upplýsingum  hjá  forystu  HG.  Skýra, klára og
einfalda. Þar sem m.a kemur SKÝR og KLÁR  stefna fram í Evrópu-
málum.  ESB-aðildarferlið verði TAFARLAUST dregið til baka! ENGA
ESB-aðild! EKKERT SCHENGEN. EES- samningurinn endurskoðaður
frá grunni. 100% EKKERT ICESAVE!

   ÁFRAM ÍSLAND!
mbl.is Viðræður við ESB kláraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru til fleiri valkostir en þessir.

Slíkir valkostir munu koma fram á næstu dögum.

Fylgstu bara með.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2012 kl. 02:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spennandi tímar framundan,fólk getur treyst þeim nýju flokkum,sem taka einarða afstöðu gegn aðild/viðræðum við ESB.,að þau munu standa við þau. Öll aðkallandi innanríkismál,eru háð því hvort við erum í eða utan ESB. Mörgum finnst þá fyrst sé hægt að hefjast handa um uppbyggingu á landinu,þegar við erum endanlega laus við Evr.ríkjasambandið.

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2012 kl. 12:47

3 Smámynd: Elle_

OK, þar fór það.  Kysi aldrei flokk sem ætlar ekki og vill ekki draga ruglið til baka og jarða það. 

Elle_, 10.2.2012 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband