Þjóðverjar minnast loftárása á Dresden



          Í dag eru liðin 62 ár frá því að Bretar og Bandaríkjamenn létu
   sprengjum rigna  yfir Dresden í seinni heimsstyrjöldinni. Tugþúsunda
   saklausra borgara létu lífið og var borgin nánast lögð í rúst.

         Þessu heiftarlegu árásir voru gerðar þegar Þýzkaland var í raun
   gjörsigrað. Því hafa margir spurt hvaða tilgangi þessar grimmilegu
   loftárásir á Dresden hafi þjónað, sem ollu dauða fleiri en fórust í
   kjarnorkusprengjuárás Bandaríkjamanna á Hiroshima.  Borgin var
   yfirfull af flóttafólki þegar ósköpin dundu yfir, og var hún lögð í rúst
   á örfáum dögum.  Engu var hlíft, hvorki saklausum borgurum né
   dýrmætum menningardjásnum eins og Frúarkirkjunni í Dresden,
   sem fyrst var endurbyggð á s.l ári. Öllu var rústað sem hægt var
   að rústa.    Engin hefur þurft að svara fyrir þennan stríðsglæp.

        Borgarstjóri Dresden, Lutz Vogel, og ríkisstjórinn Georg Mibrand
  lögðu blómsveiga að leiðum fórnarlamba í kirkjugarði í borginni í dag
  að viðstöddu fjölmenni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gudmundur,

Ég tel líka ad loftárásin á Dresden hafi verid glaepsamleg.

En rétt skal vera rétt. Í Dresden dóu ca. 30.000 en um 100.000 í Híróshíma. Annars er vitad ad Dresden var "nasistabaeli". Hitler og hans kumpánar höfdu óvenjulega mikid fylgi í Dresden - fram ad

loftárásinni.

foxii (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:18

2 identicon

BANDAMENN segja að um 30.000 hafi farist í Dresden, en það er sá fjöldi líka sem fannst - meirihlutinn varð að ókennilegri súpu ofan í kjöllurum og byrgjum borgarinnar. Þjóðverjar telja töluna nær 135.000 og sé enga ástæðu fyrir þá til ýkja. Borgin var þennan dag yfirfull af fólki; t.d. stríðsföngum og fólki úr dauðabúðum nazista sem var á "Deathmarsh". Ástandið sem þarna skapaðist hefur verið kallað Firestorm - en það þýðir að hitinn varð svo mikill, að súrefnisaðstreymið til að næra eldinn sogaði fólk inn í hann. Í dýragarði borgarinnar fannst daginn dauður fíll upp á 3 metra háum múrveggi garðsins - einhver hefur krafturinn verið. Þakka þér nafni fyrir að minna mig á daginn. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband