Ætla Vinstri grænir að samþykkja IPA-styrkina?


   Nú þegar frumvarp utanríkisráðherra um IPA-styrki ESB
eru komnir úr nefnd til annarrar umræðu, verður fróðlegt að
sjá hvort Vinstri-grænir ætla að samþykka þá. En hér er um
að ræða eitt stórfelldasta og ógeðfelldasta aðgerð ESB í því
að innlima Ísland  inn  í  sambandsríki  sitt. Fjármunir upp á
heila fimm milljarða króna.  Og það skattlausir fjármunir út-
hlutaðir að geðþótta valdhafanna í Brussel.

   Það litla sem eftir er af þykistu-andstöðu VG við aðild Íslands
að ESB er þá endanlega fokin út í veður og vind,  samþykkja
ráðherrar og þingmenn Vinstri grænna IPA-styrkina. VG munu
þá endanlega afmarka sig sem ESB-sinnaðan flokk ekki síður
en Samfylkingin. Enda voru það Vinstri-grænir sem komu ESB-
lestinni af stað.

   Við afgreiðslu  Alþingis  á  IPA-styrkjunum mun  þá  einnig
koma í ljós afstaða annarra þingmanna til aðildar Íslands að
ESB.  Því  það  liggur  í  hlutarins eðli að ENGINN andstæðingur
aðildar Íslands að ESB fer að samþykkja slíkt stórt og mikilvægt
skref Íslands inn í ESB með IPA-ofurstyrkjunum til aðlögunar að
stjórnskipan ESB. 

   Munu sósíaldemókratar Fjórflokksins hafa vinninginn enn einu
sinni í aðför að fullveldi og sjálfstæði Íslands? Það kemur í ljós
á næstu dögum. - En þá er einungis stórt svar við því í komandi
þingkosningum. Stórsigur þjóðhollra afla, eins og Hægri grænna,
sem senn munu kynna framboð sitt og stefnu 19 apríl n.k.

   ÁFRAM FULLVALDA ÍSLAND!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þingmenn VG eru svo hrottalega tvöfaldir í roðinu að leitun er að öðru eins, halda mætti að þeir þau talið sig hafa sameinast Samfylkingunni vð það að fara í stjórn með henni. Vg ríður örugglega ekki feitum hesti frá næstu kosningum allavega ekki með sömu forystu og sama liði, formaður þeirra er búinn með sitt pólitíska spilafé og þar sem þessi flokkur byggir sína tilvist á að halda honum inni á þingi þá gufar flokkurinn fljótlega upp.   

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband