Íslenskan ríkistungumál Íslands


   Það er furðulegt að íslenskan skuli ekki vera lögvarin  í stjórnarskrá  
sem opinbert tungumál Íslands.  Í dag er ekkert opinbert tungumál til á 
Íslandi og mætti þess vegna tala hvaða tungumál sem er á Alþingi
Íslendinga.

  Umræða fór fram um þetta á Alþingi í dag og svo virðist sem þverpólitísk
samstaða sé  um að setja ákvæði um þetta inn í stjórnarskrá. 

   Vonandi að stjórnarskránefnd taki þetta upp þegar í stað þannig að
ákvæði um íslenskuna sem ríkismál verði lögfest í stjórnarskrá í vor.

   Þá ættu þingmenn að sjá sóma sinn í því að samþykkja að íslenski
 þjóðfáninn verði ætíð í þingsal Alþingis.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband