Vinstri grænir vilja enn Ísland berskjaldað og varnarlaust!


   Stjórn Vinstri grænna segjast vilja Ísland úr NATO  á fundi sínum
í gær.-  Enn  og  aftur  opinberar  hinir  óþjóðhollu og andþjóðlegu
kommúnistar í Vinstri grænum vítaverða óþjóðhollustu sína. Vilja
Ísland eitt  ríkja  heims gjörsamlega  berskjaldað  og varnarlaust.
Gera það að alþjóðlegu viðundri.! Og ekki nóg með það. Hafa unnið
með þaulskipulögðum hætti eftir aðkomu að ríkisstjórn og yfirtöku
innanríkismálaráðuneytis, að brjóta niður alla löggæslu í landinu með
meiriháttar fjársvelti. Einnig Landhelgisgæslu Íslands!

   Jafn róttækur rasistaflokkur gegn eigin þjóð fyrirfinnst varla  á
jarðarkringlunni í dag. Því til viðbótar þessu situr þessi svikaflokkur
í ríkisstjórn sem vinnur að aðild Íslands að ESB. Gegn fullveldi og
sjálfstæði Íslands!  - Og  stóð fremstur  í  því að láta þjóðina undir-
gangast Icesave-drápsklyfjarnar þannig að þjóðin væri gjaldþrota
í dag ef hún og forsetinn hefði ekki afstýrt því.

   Vinstri grænir eru þjóðhættulegur flokkur. Því eitt af frumskyldum
sérhverra stjórnvalda er að verja land og þjóð, bæði gegn utanað-
komandi vá og innanlands. Vera Íslands í NATO er einn mikilvægasti
þátturinn í því. Og gagnstætt varnarleysishugmyndum VG ættu Ís-
lendingar fyrir löngu að vera orðnir beinir þátttakendur í vörnum
Íslands. Með stóreflingu Landhelgisgæslu, löggæslu og víkingar-
sveitar.  NÆGIR peningar eru til ef forgangröðunin er rétt! 

   Já Vinstri grænir eru þjóðhættulegir sem ber að úthýsa úr ís-
lenzkum stjórnmálum!

  


mbl.is Vilja Ísland úr NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Guðmundur Jónas; æfinlega !

Alveg burt séð; frá viðhorfum VG, gagnvart NATÓ.

NATÓ er; og verður, árásarbandalag Vestrænna Heimsvaldasinna - og Íslendingar, eiga ekki að koma nálægt starfsemi, þessa glæpa og hryðju veraka apparats, fornvinur góður.

Því; fagna ég ávallt, þegar Afghönum - Írökum, auk Al- Kaída / Lashkar-e-Tayiba / Talibönum og öðrum, tekst að sálga sem felstum soldáta, hinna Vestrænu yfirgangsríkja, sem eiga jú; STÆRSTAN þáttinn í, hversu komið er, í þeim löndum, til dæmis.

Munum; að Talibanar útrýmdu Valmúa ræktinni, þar eystra, á valda skeiði sínu (1996 - 2001), en leppar Bandaríkjanna og ESB, voru snöggir að koma eiturlyfja framleiðslunni í gang þar, á ný.

Um þetta atriði; er ekki hátt talað, á Vesturlöndum, Guðmundur minn.

Tilvist NATÓ; er svona álíka vitræn - og að Varsjárbandalag Sovét ríkjanna, og leppríkja þeirra, væri endurvakið, á ný.

NATÓ / EFTA / EES; og ESB innleiðingin, allt sömu Plágurnar, í vitund hugsandi Íslendinga, fornvinur góður.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem jafnan /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 14:02

2 identicon

Og munum; Guðmundur Jónas.

Einu raunverulegu óvinir Íslendinga í dag, eru norðlægari aðildar ríki Evrópusambandsins, í ljósi vaxandi ágengni þeirra, með valhoppurum, innan raða landsmanna, sjálfra.

Styð aftur á móti; af alhug, stofnun 3 - 400 manna Herdeildar, innlenndrar, eitthvað af Þjóðkirkju Milljörðunum, gætu nýtst, í það verkefni !

ÓHH 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 14:07

3 identicon

NATO er ekkert síður ríkjabandalag en ESB. Í NATO er ekki spurt um samþykki smáþjóða við ákvörðunum stórveldanna, einkum Breta og Bandaríkjamanna, þau fara sínum fram hvað sem hverju líður og í nafni allra aðildarríkjanna. Því er aðild Íslands að NATO ekkert annað en skerðing á fullveldi landsins.

Badu (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 15:03

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Óskar Helgi. Virði þínar skoðanir þótt ekki séum við 100% sammála.
Eitt eigum við þó  mikilvægt sameiginlegt, að Íslendingar eiga að koma að
vörnum föðurlandinu og fullveldinu. Sem Baldu fullveldisvarnarleysinginn
vill ekki! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.5.2012 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband