Makrílsvik eins og Icesave-svik!


   Nú er í  undirbúningi  hjá  hinni  illræmdu  óþjóðhollu vinstristjórn
uppgjöf í makríldeilunni eins og í Icesave-deilunni.  Eins gott að á
Bessastöðum sitji áfram þjóðhollur forseti sem mun gripa fram fyrir
hendurnar  á því landssöluliði sem enn situr umboðslaust í stjórna-
ráði Íslands, þegar þjóðarsvik þeirra koma fram.

   Ljóst er að þjóðin VERÐUR með nú ÖLLUM ráðum að koma  hinu
sósíaldemókrataísku landsöluliði með stuðningi kommúnista frá
völdum þegar í stað.  Að frétt komi nú daginn fyrir þjóðhátíðardag
Íslendinga að Icesave-svikaliðið  ætli  líka  að  fórna  makrílveiðum
Íslendinga í sinni  EIGIN fiskveiðilögsögu, til að fá gott veður inn í 
hið deyjandi gjörspillta ESB, er kornið sem fyllir mælinn!! 

   BURT MEÐ LANDSÖLULIÐIÐ!  ÁFRAM FULLVALDA  ÍSLAND!
mbl.is Vilja lenda makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, þjóðhollur forseti kemur ekki í veg fyrir neina staðfestingu á lögum frá Alþingi nema í umboði almennings. Ef almenningur sýnir engan áhuga, mun (og ber) forseta að skrifa undir gjörninginn, möglunarlaust.

Ekki viljum við að forseti taki sér meiri völd en við gefum honum og stjórnarskráin leyfir, er það?

Kolbrún Hilmars, 16.6.2012 kl. 16:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rangt hjá þér Kolbrún.  Forseti getur HVENÆR sem er synjað lögum staðfestingu. Hann EINN hefur það vald án þess að áskorun komi frá þjóðinni. Jú MJÖG MJÖG mikilvægt að hafa ÞJÓÐHOLLAN mann og
FULLVELDISSINNA sem forseta!  Sbr í Icesave!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.6.2012 kl. 17:50

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, ég veit að forseti hefur heimild til þess að neita að samþykkja hvaða lög sem er. En eins og við vitum bæði, þýðir það að þá fara lögin beinustu leið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Forseti getur þannig í reynd stöðvað allar lagaafgreiðslur löggjafarþingsins, tímabundið - en viljum við það?

Nær væri að við kjósendur gæfum forseta til kynna með fjöldaundirskriftum að nú vildum við þjóðaratkvæði, eins og gerðist í Icesave - og reyndar fjölmiðlafrumvarpinu forðum líka.

Forsetinn á ekki að hugsa fyrir okkur!

Kolbrún Hilmars, 16.6.2012 kl. 18:19

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ég sé ekkert að þjóðin fái að tjá sig um sem flest mikilvæg ,mál, og síst
stórmál. Held að þjóðhollur forseti eins og Ólafur meti það hverju sinni
 rétt. Vildi td sjá hann vísa IPA-styrkjunum í þjóðaratkvæði og
eins með makrílin, ef hinn óþjóðholla Icesave-stjórn ætlar nú að fara að
semja þar af sér eins og í Icesave. Veit að Ólafur mun ekki fara að misnota
þetta vald sitt í framtíðinni frekar en hingað til. Þvíkýs ég hann áfram
sem forseta! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.6.2012 kl. 19:04

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, við verðum að gera raunhæfar kröfur til forsetans, hver sem hann er.

Ég ætla líka að kjósa Ólaf, en það er ekki vegna þess að ég ætlist til þess að hann taki neinar ákvarðanir fyrir mína hönd.

Kolbrún Hilmars, 16.6.2012 kl. 19:56

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kolbrún. Málskotsrétturinn kemur viðhorfum forseta ekkert við. Hann er
einungis tækifæri þjóðarinnar sem er ÆÐSTA VALD fullveldisins til að
segja um þjóðarviljann hverju sinni varðandi afmarkað stórmál!  Forsetinn
hefur bara eitt atkvæði eins og ég og þú í slíkum kosningum. Gott að
heyra að þú kjósir forseta vor! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.6.2012 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband