Semjum alls ekki við ESB um makrílinn!


   Tek heilshugar undir þá skoðun Jóns Kristjánssonar
fiskifræðings að við eigum ekki að semja við ESB  og
Norðmenn um makrílinn. Hann færir ótal mörg og sterk
rök fyrir þessu, sbr. meðf.frétt. ,, Við eigum að halda
okkar skríki og láta ekki hræða okkur til hlýðni", skrifar
Jón.

   Hótanir og yfirgangur ESB eru yfirgengilegar í þessu
máli. En gott skólabókardæmi fyrir hvað koma skal
göngum við í þetta skaðræðis samband. ÖLL YFIRRÁÐ
yfir  okkar  dýrmætustu  auðlind  færi til Brussel. Við
fengum úthlutað sporðum úr hnefa Brussel-klónni eftir
hennar geðþótta. Auk þess fengi ESB-fiskveiðiflotinn og
útgerðir þeirra  að kaupa upp íslenzkar útgerðir og kvóta
þeirra. Yrðum í einu og öllu að lúta sameiginlegri sjávar-
útvegsstefnu ESB, eins og margoft hefur komið fram.  

   ESB-aðlögunarferlið sem nú er í gangi er sorglegt gagn-
vart íslenzkri þjóð og framtíð hennar. Að á Íslandi skuli
vera til stjórnmálaöfl og stjórnmálamenn  sem svo aug-
ljóslega vinna gegn íslenzkum þjóðarhagsmunum  fyrir
erlend ríki og yfirþjóðlegt vald er með ólíkindum. Sjálf-
stæðis-og þjóðfrelsisbaráttan fer því nú fram hér innan-
lands gegn þessu þjóðfjandsömu sósíaldemókrataíska
landsöluliði.  Hinn góði varnarsigur 30 júní s.l um Bessa-
staði eykur bjartsýni og von um  að þjóðsvikaliðinu verði
senn stökkt á flótta.  Og það til frambúðar!   

mbl.is „Ekki semja um makrílinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað verður samið. Við eigum bara "Lyddur" fyrir stjórnmálamenn. Enginn skal búast við einhverjum úr ríkisstjórn sem er beinn í baki og segi: "Hingað og ekki lengra". Huglausar Lydduröll með tölu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 6.7.2012 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Jóhanna.  Semjum EKKI sporði minna umfram það sem við höfum ákveðið að veiða í OKKAR eigin fiskveðilögsögu.  Jú þetta er ALLT landsölu-og þjóðsvikarpakk sem nú stjórnar Íslandi í dag! BURT MEÐ ÞAÐ!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.7.2012 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband