HÆGRI GRÆNIR: Í stað EES! Tvíhliðasamningur við ESB!


    Vert er að vekja athygli á að HÆGRI GRÆNIR er einn flokka
á Íslandi sem vill ,,ítarlega endurskoðun EES-samningsins". Og
ekki bara það! Í stefnuskrá HÆGRI GRÆNNA segir: ,,Við eigum
að gera tvíhliða samninga við ESB eins og Sviss hefur gert. Hlúa
að EFTA samstarfinu, segja upp Schengen samningnum og gera
sem fyrst fríverslunarsamning við Bandaríkin sem myndi lækka
matvöruverð hér á landi um 30-40%".

   Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að EES-samningurinn
hentar alls ekki okkur Íslendingum. Hann er orðinn afar íþyngjandi
smáþjóð eins og okkar. Þess utan brýtur hann klárlega stjórnar-
skrána, vegna fullveldisframsals sem fer stöðugt vaxandi. Og í raun
er ESB-sjálft orðið meiriháttar íþyngjandi miðstýrt bákn fyrir þær
þjóðir sem þar eru innanborðs. Tala nú ekki um evrukrísuna sem er
að leiða miklar hörmungar yfir  þær þjóðir sem við hana búa. Enda
mestu pólitísku mistök í Evrópu frá seinni heimstyrjöld. - Því sérhver
auli gat sagt sér það strax að ein mynt gæti aldrei gengið upp fyrir
gjörólík hagkerfi smá sem stór og nú mynda evrusvæðið. Enda algjör-
lega komið á daginn!

    HÆGRI GRÆNIR eru því einn flokka á Íslandi sem hafa skýra
og klára stefnu í Evrópumálum.  Hafna ESB-aðild af pólitískum
ástæðum. Vilja hætta við ESB-umsókn tafarlaust! Segja upp öllu
Schengenrugli strax!  Og endurskoða EES með tvíhliða viðskipta-
samningi við ESB í huga eins og Sviss.

   Þá má geta þess að HÆGRI GRÆNIR vilja ,,taka aftur upp -
Ríkisdal - nýjan íslenzkan gjaldmiðil og setja nýja peningastefnu,
FASTGENGISSTEFNU MEÐ NVLF markmið - og er þá miðað við
nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Afnám verðbólguviðmiða og
almennrar verðtryggingar. Ríkisdalurinn yrði gengisfestur við
Bandaríkjadal og afnám gjaldeyrishafta yrði 1 des 2013. Öllum
krónuinnistæðum, reiðufé og skuldum fólksins í landinu og ís-
lenzkra fyrirtækja yrði skipt yfir í Ríkisdali".

    Ítarlega allt um þetta á www.xg.is .

    Sérstaða HÆGRI GRÆNNA í íslenzkum stjórnmálum er athygli-
verð. Enda snýst stefnan og hugmyndarfræðin fyrir fólkið á Ís-
landi og þjóðarhagsmuni þess!  Fyrst og fremst!

    ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  www.afram-island.is

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar hafa engin tromp í höndunum til að gera tvíhliða samninga við EU eins og Sviss. Zero.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 10:51

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn eitt bullið ESB-og Icesave-sinni!  Íslendingar hafa fjölmörg tromp og
tækifæri í hendi, svo framanlega sem hér situr ekki andþjóðleg vinstristjórn
undir forystu sósíaldemókrata.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.7.2012 kl. 11:06

3 Smámynd: Elle_

En erum við ekki með slíkan samning við þetta samband nú þegar, Guðmundur?  Sem við erum bara ekki að nota vegna hins fáránlega EES-samnings?  Þar fyrir utan vil ég engan samning við þetta bákn heldur vil slíta öllu stjórnmálasambandi við það.

Elle_, 9.7.2012 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband