Samtök sósíaldemókrata um nýja stjórnarskrá


   Þá liggur það fyrir. Og nú hefur það verið formlega staðfest.
Samtök sósíaldemókrata hafa verið stofnuð um nýja stjórnar-
skrá, sem svokallað stjórnlagaráð samdi. En í stjórn þessara
samtaka eru nær allir sósíaldemókratar.

   Þannig er það nú klárt og skýrt að megin tilgangur þess  að
breyta núverandi stjórnarskrá er að auðvelda allt framsal  á
fullveldi til Brussel svo Ísland geti gerst aðili að ESB. Þess
utan fá vinstrisinnaðir róttæklingar þá gulrót að í hina  nýju
stjórnarskrá er sett það ákvæði að Íslendingum sé óheimilt
að verja land og þjóð og fullveldi verði á Ísland ráðist. sbr.
bann við herskyldu.  Sem er einstakt í stjórnarskrá frjálsra
þjóða. En hvorugt er spurt um í svokallaðri þjóðaratkvæða-
greiðslu 20 okt.

   Stjórnlagaþing var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. Skipan
stjórnlagaráðs er sömuleiðis ólögmætt. Og þjóðaratkvæða-
greiðslan 20 okt.n.k er sömuleiðis sögð ólögleg þar sem
Alþingi sjálft ákvað ekki kosningardaginn...

   Augljóst er  að með  stofnun  þessara sósíaldemókratísku
samtaka um nýja stjórnarskrá, munu engir mæta á kjörstað
20.okt. nk. nema  hinir hörðustu sósíaldemókratar, ESB-sinnar
og þeir sem vilja banna Íslendingum að verja land sitt og þjóð
og fullveldi.

   Hlakka til að mæta ALLS EKKI  á kjörstað 20 okt s,l. ásamt þorra
íslenzkra kjósenda. Og þar með gera áform sósíaldemókrata  um
breytingu á okkar gömlu og góðu stjórnarskrá fullveldis og þjó-
frelsis algjörlega ómarktæka vegna litillar sem engrar  þátttöku
kjósenda. Auk þess að mótmæla HARÐLEGA hvernig að öllum
ÞESSUM skrípaleik hefur verið staðið, enda afreksturinn allur í
SKÖTULÍKI!  Auk þess sem Alþingi sem ALFARIÐ hefur yfir öllu
málinu að segja hefur verið haldið frá öllu málinu frá upphafi.
Sem er jú ekkert annað en ALLSHERJAR S K A N D A L L !!!!

   Já absúrd leikrit fáránleikans!!! -  Tek EKKI þátt í honum!

mbl.is Samtök um nýja stjórnarskrá stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er sammála þér Guðmundur, að þetta mál er allt hið undarlegasta. Jóhönnu tókst að gera einn alsherjar farsa úr svo einföldu máli sem endurskoðun stjórnarskrár.

En ég hvet þig og alla eindregið að mæta á kjörstað og hafna öllum spurningum Jóhönnu. Með því að sitja heima er verið að færa henni valdið.

Það er ljóst að kratar munu mæta og samþykkja vitleysuna. Því er bráðnauðsynlegt fyrir okkur hin að mæta líka. Það er nefnilega svo að jafnvel þó einungis eitt prósent þjóðarinnar mæti á kjörstað og rétt rúmlega helmingur þeirra samþykki tillögurnar, þá mun Jóhanna lita það sem stór sigur fyrir sig. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að í ólöglegu kosningunni til stjórnlagaþings, fékk sá sem flest atkvæði hlaut, einungis stuðning 3% atkvæðisbærra manna. Við munum hvað Jóhanna hældi sér af þeirri kosningu og taldi þetta skýrt merki um vilja þjóðarinnar!

Og þó um ráðgefandi kosningu sé að ræða, einskonar skoðanakönnun og Alþingi sé ekki bundið af niðurstöðu hennar, er Jóhönnu hollt að fá smá rasskellingu. Það verður einungis gert með því að allir þeir sem eru á móti þessu rugli mæti á kjörstað og hafni öllum spurningum hennar!

Gunnar Heiðarsson, 22.8.2012 kl. 14:24

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Gunnar. Hugsaðu málið. OKKUR ER EKKI leyft að svara GRUNDVALLARSPURNINGUNNU UM FULLVELDIÐ OG FRAMSAL ÞESS!
Þótt ÞJÓÐFUNDUR hefði samþykkt að standa ætti vörð um FULLVELDIÐ
í stjórnarskrá.  Í kosningunum til stjórnlagaþings var met í þátttökuleysi,
þótt 500 frambjóðendur væru í framboði. ALLAR líkur eru á að þátttökuleysið verði mun meira 20 okt. Enda skrípaleikurinn ALGJÖR  í
kringum þetta.

NEI  GUNNAR. Hjá mér KEMUR EKKI TIL GREINA að verða við ákalli Jóhönnu
og Steingríms og þeirra komma-ESB-krata liðs og mæta á kjörstað.
GERUM ÞESSAR KOSNINGAR ALGJÖRLEGA MARKLAUSAR MEÐ LITILLI ÞÁTTTÖKU!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.8.2012 kl. 14:36

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefði litlu breytt þó spurningarnar væru á annan veg, jafnvel þó spurt hefði verið um vilja fólks um fullveldið.

Þetta er ekki bindandi kosning, einungis skoðanakönnun, í anda alls þess fáráðnleik sem Jóhanna hefur búið til um málið. Það hefur aldrei verið nein meining hjá henni að fara eftir þessari könnun.

EN þögn er sama og samþykki og allir sem heima sitja á kjördag eru með því að samþykkja ruglið! Jafnvel þó allir kjósendur sætu heima, myndi Jóhanna líta það sem sigur.

Það eina sem hún skilur er NEI og því fleiri sem koma þeim skilaboðum til hennar í þessari skoðanakönnun, því stærri verður rasskellingin sem hún fær.

Ég viðurkenni þó að jafnvel þó þetta verði kolfellt í könnuninni mun Jóhanna ekki fara eftir því, en hún verður þá rasskellt og ekki veitir af!

Gunnar Heiðarsson, 23.8.2012 kl. 16:47

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek hjartanlega undir mð því sjónarmiði Gunnars Heiðarssonar, að "þögn er sama og samþykki og allir sem heima sitja á kjördag eru með því að samþykkja ruglið!"

Hér tel ég þig sem sagt taka skakkan pól í hæðina, minn kæri Guðm. Jónas.

Ég tek ekki linari afstöðu gegn þessu stjórnlagaráði en þú og fullyrði í krafti fullvissu og athugunar málsins, að til þess var stofnað með ólöglegum hætti, þvert gegn gildandi lögum um stjórnlagaþing.

Gættu að hinu, að með því að sitja heima myndir þú og aðrir sama sinnis láta fylgismenn þessa útskiptiplaggs (frakkrar tillögu um HEILA stjórnarskrá í stað þeirrar sem við höfum!) njóta þess forskots og þeirra forréttinda, að ÞEIRRA atkvæði ráði niðurstöðu kosningarinnar!

Þannig fór, þegar mjög margir sjálfstæðis- og framsóknarmenn sátu heima, þegar kosið var til stjórnlagaþings. Afleiðingin varð sú, að EVRÓKRATAR fengu þar þeim mun fleiri atkvæði, sem Samfylkingarmenn sérstaklega gerðu sér ferð til að gefa þeim. Hefðu sjálfstæðis- og framsóknarmenn greitt atkvæði og jafnvel boðið sig fram ýmsir, hefði kosningin farið öðruvísi.

Kosninguna ógildu átti svo að endurtaka, en þegar Samfylkingarforystan sá, hversu margir evrókratar náðu að verða meðal 25 efstu --- Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmanns Einarsson (gamall og nýs starfsmaður á vegum Evrópusambandsins!), Illugi Jökulsson, Guðmundur Gunnarsson úr Rafiðnaðarsambandinu, Þórhildur Þorleifsdóttir, Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir og fleiri --- þá ákvað hún að fremja valdarán og skipa "ráðið" þessu fólki ÞVERT GEGN ÚRSKURÐI HÆSTARÉTTAR OG LÖGUM UM STJÓRNLAGAÞING, því að kosninguna til þess BAR að ENDURTAKA skv. lögunum.

Fullveldisframsalsgreininina nr. 111 í drögum þessa "ráðs" samþykktu Esb-dindlarnir með mestu ánægju. Það verður ekki einu sinni spurt um hana í skoðanakönnuninni í haust! Valgerði Bjarnadóttur, formanni stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar Alþingis, áður Esb-konu í Brussel, fannst auðvitað ekki taka því !

Eini sómasamlegi mótleikurinn er því að mæta í kosninguna og segja NEI við því að gera þessi heildardrög að undirstöðu nýs frumvarps um stjórnarskrá landsins. Það mun ég gera, jafnvel þótt ég líti svo á, að hér sé lagt fram ólöglegt plagg ólöglegs ráðs.

En að segja NEI við aðalspurningunni um þetta plagg í heild þýðir ekki, að ekki verði unnt að koma fram umbótum á stjórnarskrá síðar meir. En höfnum þessu plaggi ráðríkra Esb-dindla í "ráðinu"!

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 25.8.2012 kl. 01:39

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, að vísu væru ekki allir, sem heima sitja á kjördag, með því að samþykkja ruglið, það er of mikið sagt; en menn þurfa að vera sér meðvitaðir um, að þannig mun verða reynt að túlka hjásetu þeirra. Menn verða að GERA SÉR FERÐ á kjörstað þó ekki sé nema vegna þess, að þeir hafi stórar efasemdir um þetta plagg og allt þetta upphlaup stjórnlagaráðsmanna, oft undir leiðsögn vald- og túlkunarfreks Þorvaldar Gylfasonar, sem jafnframt óvirðir svo núgildandi stjórnarskrá, að hann vill hvorki, að farið verði eftir henni í haust, né unna henni virðulegra viðurnefnis en að kalla hana "gömlu Gránu"! Maðurinn er þannig á mestu villugötum í þessum málum, en vill þó vera þarna í forystuhlutverki í túlkun og auglýsingamennsku, og því una hinir!

Jón Valur Jensson, 25.8.2012 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband