Sjálfstæðisflokkur svikur heimilin. Ekki Hægri grænir!


    Þá er það  komið  á  hreint. Sjálfstæðisflokkurinn  ætlar  að
svíkja heimilin, þvert  á  það  sem  t.d  Hægri grænir, flokkur
fólksins ætlar að gera. Eða eins og Vilhjálmur Birgisson verka-
lýðsforingi á Akranesi skrifar á facebook sína eftir Landsfund
Sjálfstæðisflokksins.

  ,, Ég verð að viðurkenna að það er orðið deginum ljósara að
forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki í hyggju að taka á þeim
skelfilega forsendubresti sem heimilin urðu fyrir í kjölfar hrun-
sins, forsendubrest sem heimilin bera ekki nokkra ábyrgð á.
Einnig er EKKI NOKKUR VILJI HJÁ FORYSTUNNI AÐ AFNEMA
VERÐTRYGGINGUNA á neytendalánum til heimilanna. Ég tel
að ástæðan fyrir þessari sáttartillögu formanns flokksins  er
laut að verðtryggingunni og skuldavandanum hafa verið sú að
forystan var orðin verulega hrædd um að tillagan um afnám
verðtryggingar og almenna niðurfærslu á forsendabrestinum
næði fram að ganga á landsfundinum. Það er þyngra en tárum
takið að hlusta á hagsmunaelítuna  tala á fundinum hver á að
borga forsendabrestinn".

   Í þessu sambandi má vísa til gjörólíkrar stefnu Hægri grænna,
flokk fólksins, í þessu stærsta hagsmunamáli heimilina á heima-
síðu flokksins www.xg.is . og stefnu Sjálfstæðisflokksins.  En
þar er skýrt kveðið á um ,,verðtryggingin burt". -  Og þar ná-
kvæmlega  útskýrt á mannamáli, þ.á.m með neyðarlögum fyrir
heimilin, svokölluð KYNSLÓÐASÁTT, hvernig  þetta  á  allt  að 
framkvæmast  með  skuldbreytingu  húsnæðislána allt að 45%.

   Þá er vert að vekja athygli á að á heimasíðu Hægri grænna,
flokk fólksins segir skýrt og klárt, að flokkurinn ,,GERIR ÞAÐ AÐ
ÓFRÁVÍKJANLEGU SKILYRÐI  FYRIR STJÓRNARSAMSTARFI
EFTIR KOSNINGAR, AÐ SETT VERÐI FRAM MARKVISS OG TÍMA-
SETT ÁÆTLUN UM AFNÁM VERÐTRYGGINGAR".

   Já skýrara getur þetta ekki verið.  Alltaf að koma betur í ljós
hversu nauðsynlegt það er að til sé öflugur flokkur hægramegin
við Sjálfstæðisflokkinn til að forða honum frá villu sins vegar.
Ekki síst ef takast á að mynda hér borgaralega blokk í stjórn-
málunum til framtíðar............ 

  ÁFRAM HÆGRI GRÆNIR!  www.xg.is

mbl.is Fyrirheit „í þágu heimilanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband