Þjóðhollur hægriflokkur í Þýskalandi á góðri siglingu


    Nýr þjóðhollur hægrisinnaður flokkur er nú á góðri siglingu
í Þyskalandi. Flokkurinn ber nafnið Wahlalternative 2013, eða
Alternative for Germaný, ,,Nýtt afl fyrir Þýskaland".
 
  Í Spegli á RÚV í gærkvöldi kom fram hjá fréttaritara RÚV  í
Þýskalandi að hér væri um að ræða flokk sem vildi Þýskaland
af evrusvæðinu, og að þýska markið yrði tekið upp að nýju.
Tilgangslaust væri að moka í hina botnlausu hít evrusvæði-
sins. Þýskur  almenningur  væri  búinn  að  fá  meira en nóg.
Upp í kok!

Flokkurinn vill að sjálfstæði þjóða verði sem mestur og hver
þjóð bæri ábyrgð á sínum málum. Fram kom á RÚV að þektir
íhaldsmenn stæðu að flokknum, sem hefur fengið fjórðung
atkvæða í skoðanakönnun. Enda titrar kristilegir- og frjálsir
demókratar af þessu ,,Nýja afli fyrir Þýskaland". 

    Upplausnin í Evrópu er orðin slík að róttækra breytinga  er
þörf. Hin gjörspillta miðstýrða ESB-módel gengur ekki upp!
Ekki frekar en hið gjörspillta miðsýrða Sovét-módel.  

   Athyglisvert er að gegn þessu deyjandi gjörspillta miðstýrða
ESB-fyrirbæri skuli andstaðan gegn því nær alfarið koma frá
þjóðhollum hægriflokkum víðsvegar innan ESB. Því í grunninn
er ESB  sósíalismi andskotans sem nú er að éta nær öll lönd
sambandsins innanfrá. Nákvæmlega eins og Sovéska kerfið
gerði forðum. Þvert á hugsjónir um  FRELSI EINSTAKLINGA
OG ÞJÓÐA!  Grunnstef hægrimanna!

    ÁFRAM EVRÓPSKIR ÞJÓÐHYGGJUMENN!

   ÁFRAM ÍSLAND!

    

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband