VERJUM 17 JÚNÍ ÍSLENDINGAR!


   Nú er kominn 17 júní ! Til hamingju Íslendingar!

  Í dag minnumst við stofnun lýðveldis á Íslandi
og þjóðfrelsishetju okkar, Jóns Sigurðssonar!

  Því miður ber skugga á daginn.Einhver götulýður  
hefur boðað mótmælakomu sína á Austurvöll þegar
hátíðarhöldin verða sett. Í augljósri óvirðingu og
svívirðu við 17 júní. Í fyrsta skipti í sögu lýð-
veldisins, utan fárra erlendra Falun gong liða fyrir 
margt löngu. 

  17 JÚNÍ er heilagur dagur í hjörtu þorra Íslendinga.
Sameiningardagur þjóðarinnar en ekki sundrungardagur!
Til þessa hefur hann fengið að vera í friði fyrir öllu
dæguþrasi og deilum!  Nú á að breyta því!  Ekki einu 
sinni 17 júní virðist fá lengur að vera í friði fyrir 
óþjóðhollum niðurrifs- og sundrungaröflum !

  Íslendingar! FÖGNUM 17 JÚNÍ  OG V E R J U M  HANN !


  p.s Skundum á Austurvöll og verjum OKKAR 17 júní !


mbl.is „Samfélagsmiðlar hafa breytt mótmælum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir þínir !

Lýðveldis: sem ALDREI skyldi orðið hafa.

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri / Fjölnismenn, og aðrir þeim ámóta á 19. öldinni, bjuggu í haginn fyrir innlenda þjófa og alþýðunnar ræningja, svo til til stórtjóna einna leiddu.

Það eru einmitt: afkomendur þess þjófalýðs - sem nú fara hér með völdin / og kafa sífellt dýpra í okkar vasa, undir alla vegana yfirskini, Guðmundur minn.

Valdaskeið: Noregs- og Danakonunga, var ekkert Íslendingum til verri vegar / nema:: hvað þeir Konungar gáfu innlendu þjófa klíkunum full lausan tauminn, reyndar.

Nú um stundir: eru margir samlanda okkar, yfir sig hrifnir af píreygða flóninu suður á Bessastöðum - sem er eins konar VERNDARI innlendu ráns- og þjófa bælanna, enda, ...... væri einhver dugur í honum, væri hann fyrir löngu, búinn að koma hér á viðunandi utanþingsstjórn, hefði hann einhvern snefila artarskapar til að bera, gagnvart : landi og miðum og fólki og fénaði, fornvinur góður.

Viljir þú: kalla illa farið fólk, sökum búsifja af hálfu ribbalda hyskisins hérlenda götulýð, verður þú að eiga það, við þína samvizku, Guðmundur minn.

Ekki - hossa ég úrhrökum / sem þeim : Jóhönnu og Steingrími J., fremur en Sigmundi Davíð og Bjarna, að minnsta kosti.

Þorri landsmanna: situr eftir, með sár enni, eftir hamfarir undanfarinna ára / sem áratuga.

Því: er nú komið hér, sem komið er.

Vestur í Kanada: sem austur í Svíþjóð - sem og suður á Madagascar, t.d.,sér fólk þó höfuðstóla af lántökum sínum lækka við afborganir.

Því - er ekki hér að heilsa, þar sem fjárhæðirnar hækka, á svipaðan máta, og Selshöfuðið í Fróðárundrunum gekk því meir upp úr gólfinu forðum, sem á því var barið - þar vestra.

Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 00:35

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hér erum við GJÖRSAMLEGA 100 % ÓSAMÁLA Óskar. Og miklu meira en
það, hvað 17 júní varðar.  GJÖRSAMLEGA ÚT Í HRÓA  HÖTT að blanda
algjörum óskyldum hlutum við 17 júní.  Sorglegt Óskar að þú skulir
detta í sama pittinn og þetta götulið sem nú hyggst mótmæla.
Þegar fólk hættir að bera virðingu fyrir 17 júní er lítið eftir af
sómatilfiningu þess fyrir eigin þjóð!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2015 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Á EKK ORÐ ÓSKAR yfir þessum skrifum hér á 17 júní! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2015 kl. 00:55

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

 17 JÚNÍ er heilagur dagur í hjörtu þorra Íslendinga. = bull.  þegar við förum í ESB þá verður þetta bara minning sem 'örfáir' muna eftir

Rafn Guðmundsson, 17.6.2015 kl. 01:06

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rafn. Af hverju flytur þú ekki í hið rotnandi, gjörspilta, ofurmiðstýrða yfirþjólega Sovétska Evrópusambandi þitt, og
leyfir FRJÁLSUM ÍSLENDINGUM að búa Í FRIÐI á frjálsu Íslandi!
Farðu með þitt hafursfulla rasisma gegn íslenskri þjóð aannað
en hér á blogg mitt raggeitín þín!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2015 kl. 01:18

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrir þessum degi var barist  í aldir og kynslóðir gengu undirokaðar af stórbændum sýslumönnum og prestum sem áttu sitt undir að þóknast fulltrúum konungs. 

Ofstækismenn og vanvitar skilja þetta náttúru lega ekki og nú eru það helst prestar sem trúa á fjölda morðingjann og fasistann   Franco steindauðann fyrirlöngu sem hamast við sitt trúboð og leggja það helst fyrir sig að niðurníða frelsið og tilögur þeirra er ESB dýragarðurinn, með öllum sínum svipum.

Fyrirbæri sem treður í skítinn óskir kynslóðana um frelsi og ekki þorir að sína á sér andlitið er ekki  orða virði.  

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2015 kl. 06:09

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Til hamingju með daginn Guðmundur  Jónas Kristjánsson.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2015 kl. 06:13

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er algjörlega sammála.  Það er í lagi að mótmæla ALLA AÐRA DAGA EN ÞENNAN.  Þetta setur "vinstri hjörðina" SKÖR NEÐAR en svei mér þá ég hélt að þetta lið kæmist ekki neðar í lágkúrunni, en "lengi getur vont versnað".

Jóhann Elíasson, 17.6.2015 kl. 06:29

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk Hrólfur og Jóhann og gleðilega þjóðhátíð 17 júni !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2015 kl. 07:36

10 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Hrólfur vélfræðingur !

Já: það er mikið ofstæki og vanvizka, að benda á kuskið á hvítflibba ykkar þjóðernisrembingana- og fylgispaka, kúgunaröflunum, hérlendu.

Annarrs: missir auðsæ píla þín / mér til handa marks, vegna myndleysunnar af mér algjörlega, þar sem ég er í ónáð tiltekinna aðila suður í Hádegis móum, þessi misserin - og því vart um tiltekna eða tilteknar myndir af minni lítilfjörlegu ásjónu að ræða til birtingar, við mínar athugasemdir.

Er það: eitthvert tilfinningalegt atriði fyrir þig Hrólfur minn, að myndir af mér - eða þá öðrum, birtist hér á vefnum, eða annarrs staðar, yfirleitt ?

Og - sýnir jafnframt: ákveðna minnimáttarkennd þína Hrólfur, sífelldur áróður þinn, gagnvart hinum horska Ríkismarskálki Spánverja:: Falangistanmum Fransiscó Francó / sem jú: var jafnfær um, að móðga drullusokkana Stalín og Hitler auðveldlega, á sama tíma og íslenzk FLÓN knékrupu fyrir þeim.

Kannski - einhverjir frænda þinna, hafi verið þar á meðal, Hrólfur minn ?

Þú ættir - að hafa vit á því: að þegja eins og maður, getir þú ekki sett þig í spor þeirra samlanda okkar, sem óboðleg yfirvöld hér á landi, traðka niður í svaðið, hvern einasta dag, hvort heldur illyrmin heiti : Jóhanna og Steingrímur J., eða Sigmundur Davíð og Bjarni eða annað, velfræðingur knái, úr Eyrarsveit vestur.    

Með beztu kveðjum á ný: fremur þurrum, til Hrólfs Hraundal - aftur á móti, að þessu sinni, a.m.k. /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 11:38

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo mælti zumann árið 2009 á 17 júní :

    Það var vel til fallið að íslenzkir föðurlandssinnar mótmæltu icesave-
nauðungasamningunum og áformum ríkisstjórnarinnar um umsókn
Íslands að ESB á Austurvelli í morgunn.  Undir ræðu þess stjórnmála-
manns sem leynt og ljóst vinnur að því að koma Íslandi undir erlend
yfirráð valdhafa sinna í Brussel, ásamt því að ganga að einum mesta
fjárkúgunarsamningi  sem sögur fara af.  Allt til að fullkoma áformin
um aðildina að Stórríki Evrópu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.6.2015 kl. 14:28

12 identicon

Komið þið sælir - sem fyrr !

Magnús Helgi !

Reyndar: og alveg hárrétt hjá zumanni (Guðmundi Jónasi) síðuhafa, á sínum tíma.

En - hefir þú látið af gæzku þinni, til hinnar sameiginlegu stríðs æsinga samsteypu NATÓ/ESB, Magnús minn Helgi ?

Ertu farinn að átta þig á - samblæstri Obama´s og Merkel gegn Rússum, og félaga mínum:: Vladimír Vladimíróvich Pútin, austur á Krím skaga og í Úkraínu og nágrenni, Magnús Helgi ?

Sem og - tengzlum Joe´s Biden hins Bandaríska, við Múhameðsku villimennina í ISIL og Boko Haram hópunum / sem og tengzlum Sverris Agnarssonar og Salmanns Tamimi, við handklæða hausana austur í Saúdí- Arabíu, og nágrenni:: Kópavogsbúi góður ?

Þið ESB liðar: ættuð að halda ykkur til hlés, á meðan þið stuðlið að frekari eyðileggingar mætti Berlínar - Brussel öxulsins, efnahagslega (í Grikklandi og víðar), sem og Hernaðarlega, Magnús Helgi.

Gleymum svo ekki: flóttamanna skaranum / innan gæsalappanna: suður á Miðjarðarhafi, sem eru sendir Ítölum og öðrum Evrópuþjóðum, til þess að grafa undan þeim samfélögum - til hagræðingar fyrir Kóran úrþvættin, Magnús minn !

Með sömu kveðjum - sem öðrum og áður /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 15:22

13 identicon

Það vill svo til að 17. júní er frekar ómerkilegur dagur dagur í sögu íslenskrar sjálfstæðisbaráttu. Jú, vissulega var lýðveldið stofnað á þessum degi og jú vissulega er þetta þrátt fyri allt þjóðhátíðardagur. En að hann sé "heilagur" dagur í augum Íslendinga er nokkuð sem stenst ekki gagnrýna skoðun. Íslendingar, sem voru orðnir stálpaðir og þaðan af eldri á þeim herrans degi 1. desember 1918, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki, álitu alltaf 1. des miklu mikilsverðari en þennan 17. júní. Og ekki að ástæðulausu. Enda fékk Ísland sjálfstæði þann dag. Ekki 17. júní, eins og furðumargir halda.

Ísland var búið að vera sjálfstætt ríki í áratugi þegar 17. júní 1944 rann upp. Bara spurning hvort síðuhaldari fatti það. Góðar stundir.

jon (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 16:10

14 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús Helgi. Reyndu ekki að bera saman skrílslætin í dag á Austurvelli, öskrin og djöfulganginn við friðsöm táknræn mótmæli 
fárra föðurlandsvina 2009.   Stór munur þar á, enda  atlagan 
að fullveldinu (ESB-umsóknin) og efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar Icesave, hefði verið  undir af völdum vinstristjórnarinnar þá.
Mótmælin gegn Icesave og ESB-aðild voru EINMITT í anda ÞJÓÐFRELSISDAGSINS 17 júni, honum til styrktar og sóma. En EKKI
þessi kommúnistaskrílslæti í dag, og afla sem vilja koma Íslandi undir erlent vald og yfirráð á ný.

Svara ekki andþjóðlegum sósíaldemókrataískum raggeitum hér Jón
sem þora ekki að koma hér undir fullu nafni. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 17.6.2015 kl. 17:14

15 identicon

Nei, hehe, enda var ég ekki að bíða eftir svari. Það er ekki ein einasta spurning í mínu innleggi, þannig að ég á ekki inni svar hjá þér eins og þú virðist halda. Ég var bara að fræða þig, upplýsa þig. 

Ekki veitir af.

Góðar stundir, aftur.

jon (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 19:08

16 Smámynd: Jack Daniel's

Ertu svo mikið bleyðmenni að geta ekki gengist við þínum eigin orðum og gjörðum?
Það er búið að bókfæra færslurnar frá þér þann 17. júní 2009 þar sem þú hvetur til mótmæla þann dag.

Hræsni er einkennandi fyrir fólk eins og þig.

Jack Daniel's, 17.6.2015 kl. 23:41

17 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nenni ekki að eyða orðum í bleyðuskjóðu sem vinnur fyrir erlend
öfl að koma Íslandi undir erlend yfirráð þú þarna einhver Jack
Daniels. (Berð ekki einu sinni íslenskt nafn) Ég gengst FULLKOMLEGA ALLSSTAÐAR við mínum skrifum raggeitin þín. Árið 2009 átti 17 júní, fullveldi Íslands og sjálfstæði, já ÞJÓÐFRELSI  ÍSLENDINGA í vök að verjast af ESB/ICESAVE-sinnaðri vinstristjórn. Þá var HEILÖG SKYLDA ALLRA SANNRA ÞJÓÐFRELSSINNI að skunda á Austurvöll og verja lýðveldið og 17 júní. Þeir fáu sem mættu gerðu það á friðsaman hátt en EKKI MEÐ SKRÍLSLÁTUM OG DJÖFULGANGI RASISTA  GEGN FRJÁLSU ÍSLANDI EINS OG Í GÆR!  Þetta er þér og þínum ekki skiljanlegt að sjálfsögðu og verður svo að vera bleyðan þín og hræsnari!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.6.2015 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband