Ekki nóg að tala forsætisráðherra ! Heldur framkvæma!

   Loksins loksins  kemur forsætisráðherra
fram  fyrir þjóðina, og reynir að útskýra
ein  verstu  aflöp  í  utanríkismálasögu 
Íslands. Hann hefði því átt að tilkynna
þjóðinni afsögn utanríkisráðherrans, sem
er að baka þjóðinni ómældar efnahagslegar
þrengingar og stórtjóni vegna afglapa sinna.
Það gerði hann hins vegar ekki, og  því er
málið allt enn í lausu lofti.

  Það er alveg fráleit skýring hjá forsætis-
ráðherra að stjórnvöld hafi þurft að byggja
þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum ESB 
við Rússa á EES samningnum. Þetta kemur EES
ekkert við!  Ísland er enn fullvalda ríki,
auk þess utan ESB, og hafði EKKERT um þessar
refsiaðgerðir að segja. Enda koma þær 20 
sinnum harðar niður á Íslandi en ríkjum ESB.

  Krafa þjóðarinnar nú Sigmundur Davíð er sú,
að utanríkisráðherrann verði tafarlaust látinn
segja af sér, svo og öll untanríkismálanefndin.
Augljóslega er þetta fólk engan veginn starfi
sínu vaxið að gæta íslenskra þjóðarhagsmuna.
Í kjölfarið yrði Ísland dregið af lista ESB
yfir þátttökuríki þess sem styðja hina van-
hugsuðu viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússum!

  Ísland er frjálst og fullvalda ríki ennþá
Sigmundur Davíð! Og á að hafa sína sjálfstæðu
utanríkisstefnu á EGIN FORSENDUM!  Allt annað
eru svik við þjóðina og íslenska þjóðarhagsmuni!

  Svo einfalt er  það !


mbl.is Mikið misræmi í áhrifum refsiaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur Jónas - sem og aðrir gestir, þínir !

Guðmundur Jónas !

Sigmundur Davíð: er NÁKVÆMLEGA sama hrak- og lítilmennið / og félagi hans, norðan úr Skagafirði - sem og restin ÖLL, af klíku þeirra Bjarna.

Láttu þér ekki detta í hug - að þessi rumpulýður fari að taka á málum hér, til hagsbóta fyrir almenning - AF NEINU TAGI.

Sams konar óværur - eins og Jóhanna og Steingrímur J.forðum, Guðmundur minn !!!

Með beztu kveðjum: sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir þetta Óskar!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.8.2015 kl. 21:58

3 identicon

Ágætt væri ef settar væru fram raunhæfar tölur um þetta tekjutap hjá þessum fyrirtækjum vegna aðgerða rússa. Þessar útflutningstekjur eru teknar af vef Hagstofunnar:

EES-lönd: 163.256.700
Önnur Evrópulönd (Rússland innifalið): 30.386.800
Bandaíkin: 13.677.900
Japan: 8.006.700
Kína: 4.145.400

Fyrstu 6 mánuði þessa árs nam ALLUR útfutningur Íslands til Rússlands 7.045.000kr, en fyrstu 6 mánuði 2014 nam hann 11.421.000kr. Þar er að finna kjötvörur, fiskvinnslutæki o.fl. Samdráttur hefur verið í viðskiptum milli ára af öðrum ástæðum en viðskiptabannsins sem sett var á nú í ágúst.

Jón Páll Garðarsson (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 08:54

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Útlflutningstekjunar skila sér mest í ágúst sept okt Jón. Og eru áætlaðar 37 milljarðar þegar umskipunarhafninar til Rússlands erlendis eru reiknaðir mér. Þannig að þessar tekjur + tekjur af rússlenskumferðamönnum gæti numið um 50 milljarða króna.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.8.2015 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband