Frelsisflokkurinn framtíðarvettvangur þjóðlegra viðhorfa

 Því miður getur Frelsisflokkurinn ekki boðið fram
í komandi þingkosningum. Til þess var tíminn alltof
knappur, og flokkurinn til þess að gera nýstofnaður.
Enda kom hann heiðarleg fram og tilkynnti það strax 
í aðdragandi kosninga. 

   Nú þegar framboð Íslensku Þjóðfylkingarinnar hefur
tvívegis misheppnast, og nú síðast með mjög saknæmum 
hætti, er ljóst að framtíð hennar í íslenskum stjórn-
málum er lokið. Stórskertur trúverðugleiki hennar
hefur einfaldlega gert það að verkum. Samhliða því
hefur staða hins nýja  Frelsisflokks styrkst sem eini
pólitíski framtíðarvettvangur þjóðlegra viðhorfa, já 
allra þeirra sem una landi okkar  og þjóð sem mest! 

  Allir þjóðhollir Íslendingar eru því hvattir til 
að koma nú til liðs við Frelsisflokkinn. Uppbygging
hans er rétt að byrja. En helsta áskorunin er  nú 
komandi borgar- og sveitarstjórnarkosningar í vor.

  Stórsókn þjóðhyggjuaflanna í Evrópu er okkur mikil
hvatning. Síðast sigur Frelsisflokksins í Austurríki
og þar áður AFD í Þýskalandi. Hinn pólitíski rétttrún-
aður og uppgangur vinstriöfgaflokka á Íslandi sýnir
að mikil þörf er á Frelsisflokknum í íslensk stjórn-
mál í dag.  

   Heimasíða Frelsisflokksins er www.frelsisflokkur.is
Þar er hægt að nálgast stefnumál hans og fleira!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband