Frelsisflokkurinn býður fram í Reykjavík


   Nú er ljóst að Frelsisflokkurinn sem stofnaður
var í júní í fyrra mun í fysta skiptið bjóða fram
a.m.k í höfuðborg Íslands í vor. Allar undirskriftir
eru í höfn og verið er endanlega að ganga frá öflugum
framboðslista þessa daga. Af vísu tilkynnti  oddviti 
og formaður flokksins Gunnlaugur Ingvason þessi áform
fyrir rúmum mánuði á Útvarp Sögu og Harmageddon, og
gat þar um helstu stefnumál. Sem sumir virðast farnir
að tileinka sér. 

Flokkurinn mun leggja áherslu  á 4-5 höfuðmál í 
komandi kosningum. Hann  hafnar t.d svokallaðri 
borgarlínu, vill stórminnka allt yfirbákn Reykja-
víkurborgar og einfalda til muna allt stjórnkerfið,
Og þar með stórminnka skuldir. Er málsvari eldri
borgara og þeirra Íslendinga sem standa höllum fæti,
boðar nýjar áherslur í menntamálum,og ótal mörgum öðrum
sviðum sem kynnt verður næstu daga. Þá hafnar flokkurinn alfarið íslamsvæðingu Evrópu og byggingu mosku í Reykjavík. 

Frelsisflokkurinn er nú eina trúverðuga þjóðlega 
stjórnmálaaflið sem nú starfar í íslenskum stjórn-
málum í dag. Alla vega er hann ekki sakaður um stór-
feld kosningasvik eða sætir lögreglurannsókn. Sem
ekki þarf frekari útskýringa.


Heimasíða flokksins er í vinnslu www.frelsisflokkurinn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hve mörg % gæti flokkurinn fengið? Raunhæft mat!

Björn Birgisson, 13.4.2018 kl. 23:23

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Til að fá mann kjörinn þurfum við 3.8% til 4.1%& atkvæða. Já teljum það raunhæft þegar flokkurinn og framboðið fer að kynna sig rækilega eftir fáa daga. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.4.2018 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband