Er nýtt vígbúnaðarkapphlaup að hefjast?

  
    Skv.fréttavef MBL.is óskuðu Rússar eftir því
í dag að kallað verði til neyðarfundar til að ræða
saminginn um takmörkun vígbúnaðar, CFE. 
Rússar hóta að hætta þáttöku sinni í samningi
þessum þar sem NATO ríki hafi hann að engu.
Tengist þetta að stórum hluta áætlun Banda-
ríkjamanna að koma upp eldflaugavarnarkerfi
í A-Evrópu, en það mætir haðri andstöðu Rússa.

  Þetta sýnir hversu skjótt getur skipast veður í
lofti þegar öryggis-og varnarmál eru annars
vegar. Við  Íslendingar þurfum því ætíð að huga
vel að okkar öryggis-og varnarmálum ásamt því
að beita okkur í þágu friðar innan allra alþjóða-
stofnana sem fjalla um slík mál og sem við eigum
aðild að. Í þessu tilfelli virðast Bandaríkjamenn 
sem oftar fara offari með því að stefna að upp-
setningu eldflaugavarnarkerfis nánast við fót-
skör Rússa.  Viðbrögð Rússa eru því skiljanleg.

   Það er ánægjulegt að bandariskur her skuli
ekki lengur vera hér á landi. Honum fylgdi
meiri hætta en öryggi. Hins vegar er náin
samvinna  okkar við Dani, Norðmenn, og 
Kanadamenn á sviði öryggis-og varnarmála
mjög mikilvæg, og ekki síst ef Þjóðverjar koma
þar inn. Þetta eru þær þjóðir sem Íslendingar
geta best treyst varðandi þessi veigamiklu mál
ásamt aðildinni  að NATO. - Þá eigum við að
rækta gott samband við Rússa og stuðla að
sem bestu tengslum og samskiptum þeirra við
Nato, hvað sem Bandaríkjamönnum kann að
finnast. 

   Íslendingar eiga því að beita sér innan NATO
gegn áformum Bandaríkjamanna að koma sér
upp eldflaugavarnarkerfi í A-Evrópu. Það þjónar
bersýnilega engum öðrum tilgangi en að stórauka
spennu á þessu svæði auk þess að ýta undir
nýtt vígbúnaðarkapphlaup. Gegn slíku eiga 
íslenzk stjórnvöld að berjast.







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband