Þátttaka í Öryggisráðinu skandall !



    Er einn af yfirgnæfandi meirhluta Íslendinga
sem aldrei hefur skilið nauðsyn þess að Ísland
taki þátt í Öryggisráðinu. Í það fyrsta kostar
þetta okkur morð fjár sem betur væri varið
í eitthvað annað mun nýtilegra. Svo hitt að
svona þátttaka gæti skaðað  okkur á alþjóða-
vettvangi, því oftar en ekki er þarna verið að
fjalla um hatrammar deilur sem best væri að
smáþjóð eins og Íslendingar væru ekki að
blanda sig í. Frekar ættum við að snúa okkur
að ákveðnum deilumálum og boðið okkar að-
stoð til sátta, eins og t.d Norðmenn hafa gert.

   Það er alveg með ólíkindum hvað örfáir
hégómafullir stjórnmálamenn geta oft leitt þjóð-
ina í miklar blindgötur. - Og enn skal vitlausunni
haldið til streitu þrátt fyrir nýja ríkisstjórn og
þrátt fyrir engar líkur á að Ísland nái kosningu.
Á meðan streyma fleiri hundruð milljónir úr ríkis-
kassanum til að fullnægja þessum örfáu misvitru
stjórnmála- og embættismönnum eftir meiri-
háttar fáfengilegum hlutum.

  
   Þetta er SKANDALL!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband