Frjálslyndir agnúast út í Nato-samkomulagið


    Frjálslyndir virðast hafa förlast sýn vegna allt of náinna 
tengsla við Vinstri-græna í stjórnarandstöðu gegnum árin.
Vitað var að rottæklingarnir í VG sem vilja Ísland eitt ríkja
heims berskjaldað og varnarlaust,  myndu sjá Nato-sam-
komulaginu um loftvarnir Íslands allt til foráttu. - Hins vegar
kemur verulega á óvart að Frjálslyndir sem skilgreint hafa
sig fremur til hægri en vinstri, skulu nánast taka undir hina
ábyrgðarlausu vinstrimennsku hjá VG varðandi aðkomu NATO
að loftvörnum Íslands.  Tyggja nánast sömu tugguna og
hinir afdönkuðu sósíalistar í Vinstri-grænum.

  Auðvitað ber að fagna þessu samkomulagi sem nú liggur
fyrir. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra
segir við Fréttablaðið í dag  að ,,þetta er í takt við það sem
lagt var upp með í minni tíð sem utanríkisráðherra og ég
er ánægð með það að málið er í höfn."

  Hér er einungis um lágmarks loftvarnareftirlit að ræða sem
herflugvélar Nato muni annast. Ekkert fullvalda ríki alla
vega á Vesturhveli jarðar telur sig ekki þurfa að verja
sína lofthelgi. Vinstri-stjórnin í Noregi með systurflokk VG
þar innanborðs ætlar á næstunni að endurnýja allan sinn
herflugflota, og svo má lengi telja. Þannig að afstaða
Frjálslyndra sem kom fram hjá Jóni Magnússyni í fréttum
í kvöld er óskiljanleg.

   Afstaða Valgerðar Sverrisdóttir var hins vegar ábyrg og
skýr, sem vonandi er vísbending um að samvinna eða samráð
Framsóknarflokksins við Vinstri-græna í stjórnarandstöðu
verði sem minnst, helst engin á kjörtímabilinu.  Vinstri-grænir
eru slíkur öfgaflokkur, eins og mörg dæmi sanna síðustu
misseri, að þjóðleg-og lýðræðisleg öfl eiga ekkert við slíkan
flokk að sælda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vekur nokkra furðu, finnst þér ekki, að nú þegar við höfum ekki haft neina cerndara um skeið, að á okkur hefur ekki verið ráðist? Sýnir bara að þetta NATO bull á ekki við nokkur rök að styðjast!

Nei (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alveg týbiskt með ykkur vinstrisinnuðu rugludalla. Þorið ekki
einu sinni að koma fram undir nafni, sem segir HVAÐ?
Málstaðurinn? ENGINN!  Og því síður rökin!  Ættuð að skammast
ykkar!  En kunnið það ekki einu sinni!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.7.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband