Rettmætar spurningar leiðara Morgunblaðsins


   Leiðari Morgunblaðsins spyr í dag ,,hver sé afstaða Íslands
til þess sem er að gerast í Afganistan? Hver er afstaða ríkis-
stjórnar Íslands til þess ef fyrirsjáanlegt er að viðvera Atlants-
hafsbandalagsins verður lengri en skemur í landinu?  Hefur
ríkisstjórnin skoðun á því? Á hún ekki að hafa skoðun á því?

  Þá segir í leiðara Mbl að ,,framvinda mála í Afganistan kemur
okkur Íslendingum beint við af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi
berum við ábyrgð á veru hersveita Atlantshafsbandalagsins
í Afganistan vegna þess að við sem eitt af aðildaríkjum banda-
lagsins tókum þátt í þeirri örlagaríku ákvörðun að senda her-
sveitir undir merkjum bandalagsins þangað. Í öðru lagi skiptir
þróunin í Afganistan okkur máli vegna þess að Íslendingar eru
þar á ferð. Ástandið í landinu versnar stöðugt og þar með auk-
ast líkurnar á því að Íslendingar snúi ekki allir heim heilu  og
höldnu."..

   Sannleikurinn er sá að klúðrið í Afganistan er orðið það sama
og klúðrið í Írak, nema það að Bandaríkjamönnum tókst að
þvæla Nató með óskiljanlegum hætti í fúafenið í Aftganistan.
Því NATÓ var og er eingöngu hugsað fyrst og fremst sem
varnarbandalag ríkja við N-Atlantshaf, en ekki sem nein heims-
lögregla til stuðnings bandariskri heimsyfirráðastefnu. Ísland á
því að kalla allt sitt fólk til baka frá Afganistan þegar í stað, og
senda þar með skýr skilaboð út hvernig Ísland lítur á málin.
Við erum smáþjóð, sem stöndum frammi fyrir miklu átaki til að
byggja upp okkar eigin varnir-og öryggismál í kjölfar brotthvarfs
bandariska hersins. Við þurfum á okkar öllum fjármunum og mann-
skap að halda við þá uppbyggingu, sem flestar aðildarþjóðir Nató
myndu skilja.

   Aðkoma fyrrverandi ríkisstjórnar gagnvart Írak var röng. Nú
er komin upp sú staða að aðkoma Íslands og Nató að stríðinu
í Afganistans var líka röng. Fúafenið þarna fyrir austan er algjört,
og engin teikn eru á lofti um að það breytist í náinni framtíð,
heldur þvert á móti versni. - Því á Ísland að hverfa frá fúafeninu 
í Afganistan!

   Það eiga að vera svör ríkisstjórnarinnar við spurningum leiðara
Morgunblaðsins í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér er ég algerlega sammála þér, gæti ekki verið meira sammála...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.7.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband