Öryggissamvinna við Rússa


   Í frétt á Mbl.is kemur fram að Rússar hafi boðið varnarsanstarf
við Íslendinga, skömmu eftir að bandariski herinn yfirgaf Ísland
í fyrra. Þetta hafi verið haft eftir Birni Bjarnasyni dómsmálaráð-
herra í textavarpa norska sjónvarpsins NRK. Þar kemur einnig
fram að íslenzk yfirvöld hafi  ekki svarað boðinu þar sem ekki
er ljóst hvað í því felst.

  Á heimasíðu  Björns Bjarnasonar ber hann þetta til baka og
að ekki sé rétt eftir honum haft.  Sendiherra Rússa hafi komið
ákveðum skilaboðum til utanríkisráðuneytisins sem er með það
til skoðunar. Hins vegar segist Björn hlynntur samvinnu við Rússa
á sviðum öryggismála, og tiltekur sérstaklega siglingaleiðina úr
Barentshafi yfir á N-Atlanatshaf, en þær eiga eftir að aukast
mjög í framtíðinni vegna olíusiglinga.

   Vert er að taka undir með dómsmálaráðherra að auðvitað
eigum við að eiga gott samstarf við Rússa í öryggismálum.
Í raun þurfa allar þjóðir á norðurslóðum að eiga með sér
virkt og gott samstarf. Allt slíkt slær á alla óþarfa spennu
sem þar kann ella að myndast, því mikið  kapphlaup virðist
í uppsiglingu  vegna olíuvinnslu á Norðurpólnum. En hvers
vegna hefur ekkert orðið úr öryggissamvinnu við Rússa þegar
dómsmálaráðherra segist hlynntur því ? Stendur utanríkis-
ráðherra í vegi fyrir því ?

  Varðandi varnarmálin er það að segja að þar þurfa Íslendingar
að opna umræðuna miklu meir en gert hefur verið til þessa. Við
VERÐUM að átta okkur á að við erum ekki ÞIGGJENDUR  í þeim
málaflokki lengur.  Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð VERÐUM við
að axla þar FULLA ábyrgð eins og aðrar þjóðir, þ.á.m á hinu
HERNAÐARLEGA sviði. - Þótt dómsmálaráðherra eigi hrós skilið
hvernig hann hefur unnið að þeim málum eftir brotthvarf banda-
riska hersins af Íslandi, á hann mjög takmarkaðan stuðning innan
núverandi ríkisstjórnar í dag. -  Þar fremstur fer sjálfur utan-
ríkisráðherrann, með vægast sagt barnarlegum hugmyndum 
sínum í öryggis- og varnarmálum Íslands. 

     Það er áhyggjuefnið í dag ..........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband