Stöndum vörð um Búkollu !


   Á meðan íslenzka er töluð á Íslandi á baulið í Búkollu
að hljóma vítt og breitt um  sveitir  Íslands. Það  hefur
það gert í þúsund ár. Í þúsund ár hefur Búkollumjólkin
tekið við af móðurmjólkinni og gert okkur að því sem
við erum í dag. Það er því út í hött að fara að skipta
Búkollu út fyrir eitthvað erlent kúakyn, sem engin veit
hvaða smithættur og önnur sjúkdómavandamal munu
fylgja í kjölfarið. Kosturinn að vera laus við slíkar hættur
verður aldrei metið til fjár...

   Á fundi Landssambands  kúabænda í  gær var m.a
kynnt skoðanakönnun  og  rýnihópa Gallups  þar  sem
fram kemur að rúmlegur meirihluti Íslendinga vill standa
vörð um Búkollu. 20% voru hlutlausir en fjórðungur var
hlynntur því að flytja inn erlent kúakyn. Þá hafi niðurstöð-
unar einnig sýnt að íslenzka drykkjarmjólkin sé í ákaflega 
miklum metum hjá Íslendingum.

   Það er jafn fráleitt að fara að  flytja inn erlent kúakyn
til höfuðs Búkollu og að fara að flytja inn erlent hesta-
kyn til höfuðs íslenzka hestinum. Hvort-tveggja eru ein-
stakir dýrastofnar sem ber skilyrðislaust að varðveita.

   Stöndum því vörð um  Búkollu !

   Leyfum henni að baula áfram meðan íslenzkan er töluð á
Íslandi...........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Gott blogg hjá þér Guðmundur.Stend með Búköllu til æfiloka.Það gildir það sama og um hestinn,saufé og landsnámshænurnar.Þetta er stór þáttur í menningu og sögu þóðarinnar.Við höfum ekkert með erlenda bústofna að gera.

Kristján Pétursson, 23.10.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Heyr heyr !

Sú er þetta ritar mun sennilega vaða eld og brennistein til þess að standa vörð um Búkollu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.10.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þetta er rétt hjá þér Guðmundur, þótt einhverjar beljur mjólki vel í öðrum löndum er ekki þar með sagt að svo verði hér.  Þetta er alltof mikil áhætta til að hætta sér út í svona tilraunastarfsemi.  Einar Kristinn Guðfinnsson sem er víst orðin landbúnaðarráðherra, svarar þessu á sama veg og öll hans svör eru í sjávarútveginum.  "Þetta þarf að skoða og jafnvel setja nefnd í málið og bla, bla."  Hann virðist aldrei geta tekið sjálfstæða ákvörðun þessi maður.

Jakob Falur Kristinsson, 24.10.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband