Athyglisvert álit Persons á aðskilnaði ríkis og kirkju


   Göran Person fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar segir
í  ævisögu  sinni sem  kom út fyrir helgina, að  það hafi
verið söguleg mistök að skilja að ríki og kirkju árið 2000.
Þetta kemur fram á Vísir.is. Síðan árið 2000 hefur mikill
fjöldi Svía skráð sig úr þjóðkirkjunni þar í landi. Mesta
athylgi vekja þó þessi ummæli Person. ,,Ég er sár yfir
þrónuninni. Sænska kirkjan var eitt af fáum ÞJÓÐLEG-
UM stofnunum í landi okkar sem bauð upp á nærveru
og tilgang með hversdagslífinu. Hún var sameiningar-
afl á tímum alþjóðlegrar hnattvæðingar".

  Vert er að veikja athygli á þessari merku afstöðu Per-
sons í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið hér-
lendis um aðskilnað ríkis og kirkju. Þrátt fyrir ýmissa
gagnrýni á okkar íslenzku þjóðkirkju er hún þrátt
fyrir allt einn af helstu máttarstólpum íslenzks sam-
félags, enda kristin trú samofin okkar þjóðmenningu
um aldaraðir. Þess vegna eigum við að standa vörð
um þjóðkirkjuna, því hún byggir á okkar ÞJÓÐLEGUM
gildum. Þess vegna kom það verulega á óvart þegar
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, ályktaði
um aðskilnað ríkis og kirkju á dögunum. Alveg furðu-
leg og óskiljanleg afstaða af pólitisku félagi sem væn-
tanlega styður enn ríkijandi þjóðskipulag og þær þjóð-
legu hefðir sem það byggir á.

   Sem sagt. Lærum af mistökunum í Svíðþjóð og styrk-
jum og eflum okkar íslenzku þjóðkirkju. Ekki síst nú á
tímum alþjóðlegrar hnattvæðingar............



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Óskarsson

Hvernig í ósköpunum getur það komið á óvart að Heimdallur álykti um aðskilnað ríkis og kirkju? Þetta hefur verið stefna SUS í mörg ár og hefur ekkert farið leynt.

Ef þjóðskipulagið er það veikt að eðlilegur aðskilnaður trúarstofnunar og ríkis ógni því þá er eitthvað mikið að. 

Egill Óskarsson, 27.10.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Egill. Þessi afstaða ungliða flokks sem hefur sagst styðja við
ríkjandi þjóðskipulag og þau gildi og viðhorf sem það hefur byggt
á kynslóð fram að kynslóð, kemur verulega á óvart. Hefði skilið
ef svona afstaða kæmi frá vinstrisinnuðum róttæklingum, en alls
ekki flokksdeild innan Sjálfstæðisflokksins. Sem sýnir bara hversu
meiriháttar pólitiskur  koktell er þar orðin innandyra.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.10.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband