Ingibjörg og Katrín Júl karpa um EES

 

  Athyglisvert að þær stöllur Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra
og  Katrín Júliúsdóttir formaður þingmannanefndar EES skulu
allt í einu vera farnar að karpa  um EES-samninginn. Katrín vill 
að samningurinn  verði  endurskoðaður, en Ingibjörg  telur að
slíkt  kynni að skila  Íslendingum verri  samningi  en áður. Þar
sem Katrín virðist vera með allt aðra sýn en utanríkisráðherra
hvað þetta varðar, er hún þá ekki að koma með röng skilaboð  
inn í  þingmannanefnd EES sem hún er formaður fyrir?  Hvaða
rugl er hér í gangi ?

  Eitt er þó sem þær stöllur eru sammála um þessa daga. Það er
að breyta þurfi stjórnarskránni svo hún verði  móttækilegri  fyrir
öllu fullveldisafsalinu sem fylgir aðild Íslands að Evrópusamband-
inu, og sem  Samfylkingin berst  fyrir. Leggja  þær áherslu á  að
slík stjórnarskrábreyting gerist á þessu kjörtímabili, svo að  hún
taki gildi á  því  næsta. Þannig að  stjórnarskráin  verði  ekki  til
trafala  þeim ásetningi  krata  að  Ísland  gerist aðili  að ESB  á
næsta kjörtímabili. -  Mikilvægt er  því  að ALLIR þeir  þingmenn
sem andvigir eru  aðild Íslands að  ESB sjái í  gegnum  áformin
og komi  í  veg  fyrir  þá  stjórnarskrábreytingu. Vel verður því
fylgst með afgreiðslu  málsins  á  Alþingi og  hvernig  einstakir
þingmenn greiða því atkvæði. Ekki síst  þar sem fyrir liggur á
hvaða forsendum breytingin er boðuð....... 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband