Schengen enn eitt ruglið !

 

  Á morgun öðlast 9 ríki fyrrum austantjaldslanda aðild að
Schengen-samstarfinu. Mörg ríki vestur Evrópu sem eru í
Evrópusambandinu og eru aðilar að Schengen óttast mjög
stór aukinn glæpafaraldur frá þessum löndum, ekki síst
þar sem löggæsla er í miklum ólestri í þessum ríkjum og allt
eftirlit slakt. Þannig berast fréttir m.a frá Þýzkalndi að stjórn-
völd þar óttist mjög stækkun Schengens til austurs.

  Athygli vekur að 2 aðildarríki Evrópusambandsins hafa enga
ástæðu séð til að gerast aðili að Schengin. Þau eru Bretland
og Írland. Bæði þessi ríki eru EYRÍKI út á Atlantshafi og telja
væntanlega hafið besta landamæravörðinn. Hins vegar þóttu
íslenzk stjórnvöld illu heilli ástæða til að EYÞJÓÐIN úti á miðju
Atlantshafi gerðist aðili að Schengen með tilheyrandi kostnaði.
Við það GALOPNUÐUST landamæri Íslands gagnvart ríkjum
ESB og nú á morgun bætast þessi fyrrum austantjaldsríki við
með öllum þeim hættum sem þeim fylgja.

  Aðild Íslands að Schengen voru mikil mistök og skammsýn.
Fyrir utan hinn mikla kostnað  sem af aðildinni leiðir (A.m.k
yfir hálfan milljarð á ári) hefur allt landamæraeftirlit stór mink-
að. Alls kyns glæpaliður getur komið hér nánast óáréttur inn
í landið, athafnað sig að vild, og farið úr landi þrátt fyrir  töku
og farbanns. Þannig hafa 5 menn sem framið hafa  alvarlega
glæpi eins og nauðganir, sloppið úr landi á þessu ári, og ekki
náðst þrátt fyrir Schengen. Sem sýnir svart á hvítu hvað það
er vita gagnlaust  og í raun hættulegt.

  Skammsýni íslenskra ráðamanna ríður ekki við  einteyming.
Nú stendur yfir mikil tilganslaus  herferð að koma Íslandi inn í
Öryggisráð S.Þ. með ærum tilkostnaði. - Shengenruglið er þar
að endurtaka sig........

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Gott blogg hjá þér Guðmundur.Ég var alla tíð á móti inngöngu Íslands í Schengen.Ég þekkti þessi mál vel á sínum tíma vegna starfs míns í flugstöðvinni.Ég taldi m.a.eins og nú er að koma á daginn,að erfitt og nánast ógerlegt væri að hafa eftirlit með fólki í farbanni og endurkomu þess.Þá myndi eftirlit almennt með eftirlýstum og grunsamlegum aðilum verða veikara án vegabréfa.Ég vildi að við hefðum samleið með Bretlandi og Írlandi í þessum efnum.Þá eru ótaldir allir þeir miljarðar ,sem þessi heimsulega aðgerð hafði í för með sér.

Kristján Pétursson, 19.12.2007 kl. 23:21

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála ykkur. Þar sem fyrri ríkisstjórn kom þessu Scheng-

en rugli á, verð ég að minna á 2 þingmenn úr fyrra stjórnar-

samstarfi sem greiddu gegn þessu rugli. Það var vinur minn

Einar Oddur Kristjánsson, og Einar K Guðfinsson ef ég man

rétt. Held að Samfylkingin hafð stutt þetta og því miður

Framsóknarflokkurinn undir forystu Halldórs Ásgrímssonar..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.12.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Halldór Ásgrímsson beitti sér raunar mjög hart fyrir þessu

Shengenrugli ásamt Davíð Oddsyni........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.12.2007 kl. 01:08

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er algerlega sammála þér, Guðmundxur – þetta var eins og talað úr mínu hugskoti. Gott að þú vekur athygli á þessu. Flótti brotamannnanna fimm, sem voru þó í farbanni, kom eingöngu til af þessari Schengen- vitleysu.

Jón Valur Jensson, 20.12.2007 kl. 01:09

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og takk fyrir þennan nýinnsenda, hreinskilna póst þinn um Halldór (og Davíð), Guðmundur. Mig grunar reyndar, að Halldór hafi með þessu viljað færa okkur nær ESB-aðild – sem gerir Schengen-leik hans auðvitað bara að enn verri ákvörðun.

Jón Valur Jensson, 20.12.2007 kl. 01:12

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hárrétt álýktað hjá þér Jón Valur!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.12.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband