Afar ósmekkleg aðför að nýjum borgarstjóa


   Í ítarlegum viðtölum í blöðum í dag við Ólaf F.Magnússon
borgarstjóra kemur fram hversu rætin og ósmekkleg að-
förin hefur verið að hans persónu  að undanförnu. Hámarki
náðu þessi aðför við kjör hans sem borgarstjóra í Ráðhúsinu
í vikunni.  Skrílslætin þar voru með eindæmum.

  Þá má til sanns vegar færa og eins og kemur m.a fram í
leiðara Mbl. í dag að ,,forystumenn Samfylkingarinnar hafa
staðið fyrir ósæmilegri aðför að nýjum borgarstjóra, Ólafi F
Magnússyni. Sú aðför hófst með tilraun þeirra til að koma
í veg fyrir, að hann tæki sæti í borgarstjórn, sem hann var
kjörinn til setu í, með því að krefjast heilbrigðisvottorðs,
þegar hann sneri til baka úr veikindaleyfi. Það er ekki hægt
að krefja kjörinn fulltrúa um slíkt vottorð og sú gjörð var
Degi B. Eggertssyni, lækni og fyrrverandi borgarstjóra til
skammar".

  Þessi krafa fyrrverandi meirihluta um að þeirra samstarfs-
maður framvísaði læknisvottorði er með hreinum ÓLÍKINDUM.
Hefði sá sem hér skrifar verið beðinn um slíkt í fótsporum
Ólafs hefði slík beiðni verið UMSVIFALAUST HAFNAÐ og tekið
sem GRÓFASTA MÓÐGUN og LÍTILSVIRÐING við viðkomandi.
Hefði ALDREI getað treyst eða unnið með slíkum samstarfs-
aðilum framar. Ekki síst þar sem fyrrverandi borgarstjóri
er LÆKNIR sjálfur, og átti að vita manna best hversu slík
beiðni  var  GJÖRSAMLEGA FRÁLEIT og meiðandi.  Þvílíkur
HROKI og LITILSVIRÐING sem þarna var sýnd af fyrrverandi
samstarfsfólki Ólafs í fyrrverandi meirihluta! Svo talar þetta
fólk um að Ólafur F Magnússon hafð sýnt því trúnaðarbrest.
ÞVÍLÍK ÖFUGMÆLI  !

   Því er vert að taka undir leiðara Mbl. í dag að ,,Reykvíkingar
eiga að svara þessari aðför forystumanna Samfylkingarinnar
að Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra með því að slá skjald-
borg um hann í nýju, víðamiklu og erfiðu starfi, og veita
honum þann stuðning, sem hann þarf til þess að koma þeim
umbótum í framkvæmd, sem hugur hans stendur til".
    
   Forystumenn Samfylkingarinnar ættu að SKAMMAST SÍN !!
mbl.is Ólafur: Aðalatriði að ég starfi af heilindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Baldur. Er hér fyrst og fremst að tala út frá minni RÉTTLÆTISKENND
og hvað ég hafi látið bjóða mér í fótsporum Ólafs í fyrrverandi
meirihluta. Athugaðu, að Ólfur er læknir eins og Dagur. Þess vegna
er framkoma Dags í þessu máli siðlaus og honum til háborinnar
skammar gagnvart Ólafi, og ekkert skrítið þótt Ólafur hafi ekki
treyst sér að vinna með slíkum manni lengur. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill hjá þér!
Hvað hefðu menn sagt ef þessu hefði verið snúið við og Ólafur F. hefði látið svona á pöllunum?
Svo finnst mér hann ráða því sjálfur hvort hann ræðir sína heilsu við fjölmiðla eða ekki, það er hans einkamál, þó hann sé borgarstjóri.

Júlíus Valsson, 26.1.2008 kl. 14:31

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það hefur komið fram að það hafi verið einhver annar/önnur sem þrýsti á að Dagur heimtaði heilbrigðisvottorð af Ólafi.

En þetta er náttúrleg sú "velkomin til starfa" kveðja sem fólki finnst eðlilegt að fá frá samstarfsmönnum þegar þeir koma til starfa eftir veikindi.

Grímur Kjartansson, 26.1.2008 kl. 15:00

4 identicon

Mér finnst að það ætti að upplýsa hvaða/hverjir borgarfulltrúi krafðist vottorðs eða hvort það var einfaldlega skrifstofustjóri sem tóm upp á því hjá sjálfum sér eða þá að Ólafur hafi gert það að eigin frumkvæði.  Það er enn þann dag í dag óljóst. 

Enn þess fer utan finnst mér vægt til orða tekið er Ólafur segir að hann hafi verið frá vinnu "um skeið"

Samkvæmt frétt í Mogga:

Ólafur hefur verið í leyfi vegna veikinda samfellt frá því í febrúar á þessu ári (2007) http://www.mbl.is/mm/frettir/forseti_borgarstjornar/

Það er nú bara mest allt síðasta ár.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 15:09

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Grímur. Skiptir engu hvort það hafi verið Dagur, Margrét Sverrisdóttir eða fl sem bað um læknisvottorðið. Lítilsvirðingin, vantraustið og hrokinn samstafsmanna Ólafs í fyrrverandi meirihluta gagnvart honum var slíkt með þessum læknisvottargjörningi að
Ólafur, þá  hljót Ólafur virðingu sinnar vegna að segja bless við þetta lið. Og þótt fyrr hefði verið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarki. Engimm embættismaður gerir slíka hluti. Hér var um hreina
aðför að Ólafi að ræða studd af Degi og Margréti sérstaklega.
Dagur B Eggertsson hefur fallið mjög í áliti við þetta, ekki síst þar
sem hann er læknir eins og Ólafur. Þvílík skömm fyrir Dag og CO

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 15:18

7 identicon

Guðmundur: Má vera rétt hjá þér en td í Silfri Egils í desember 2007 http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv (í lok viðtalsins) Þar segir Ólafur að það að skila inn vottorði sé eins og hver annað formsatriði og sér finnist það ekkert óeðlilegt og ennfremur segir hann eitthvað á þá leið að það að gera slíkt að umtalsefni hljóti að vera gert af mönnum með illar hvatir gagnvart sér eða embættismönnum borgarinnar.  Í viðtalinu kemur einnig fram að Ólafur er ekkert argur útí vottorðið sem slíkt, heldur að fréttir um það skyldu leka til fjölmiðla útúr borgarráði.

Einnig sagði Moggi að "Ákvæði eru um það í kjarasamningum starfsmanna Reykjavíkurborgar að þeir skili læknisvottorði þegar þeir koma aftur til vinnu eftir löng veikindi" http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/11/30/olafur_vottordi/

Bjarki (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:04

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarki. Ákvæðið um það í kjarasamingum að starfsmenn Reykjavíkur-
borgar skili læknisvottorð eftir veikindi NÆR EKKI TIL KJÖRINNA
BORGARFULLTRÚA. Það er ALVEG SKÝRT eins og kemur fram í leiðara
Mbl í dag. Ólafur F er hrekklaus maður og hefur bara ekki áttað sig
á undirförlinu fyrstu dagana eftir hann kom til starfa, lít ummæli
hans í því ljósi. Alla vega hefði ég ALDREI látið mína samstarfsaðila
bjóða mér slíka VANVIRÐU og VANTRAUST eins og gert var með þessu læknisvottorði. Veit ekki með þig eða þína sjálfsvirðingu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 20:44

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bendi bara á að Morgunblaðið hefur verið með stöðugar árásir á Ingibjörgu Sólrúnu í nokkur ár en fólk hefur ekki verið að setja út á það.

Mér finnst kannski að menn ættu frekar að gera athugsemdir við það að Ólafur segir sífellt að hann sé fulltrúi rúmlega 6000 atkvæða og hafi komið 70 af áherslum sínum inn í málefnasamninginn. Í ljósi þess er eðlilegt að maður skoði að hann bauð sig fram undir merkjum Frjálslyndra en er genginn úr flokknum sem og 2 og 3 maður á listanum. Hann velur fulltrúa í nefndir úr röðum fólks í Íslandshreyfingunni. Síðan verður að taka til þess að fólk með honum á listanum vill ekki vinna með honum og þá er hann í dag kannski fulltrúi fárra . Og raunatkvæði á bak við þennan meirihluta er langt undir 50%.

Það er eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stöðunni og hversu vel Ólafur getur staðið sig í þessu starfi.

Og ekki er byrjunin glæsileg Laugarvegur 4 og 6 keypt á tæp 600 milljónir í stað þess að biða eftir að ríkið kæmi inn í þetta í kjölfar friðunar. Og leiddar líkur að því að við þetta bætist endurbyggingarkosnaður upp á 300 til 400 milljónir

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2008 kl. 20:44

10 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þessi aðför ykkar að Ólafi er í einu orði sagt ÓGEÐSLEG
og líkist við mannsmorð. Ættið að kunna að SKAMMAST YKKAR.
Varðandi Laugarveginn 4 og 6  hefur komið fram að þótt borgin
innleysi þau  í dag er meiningin að selja þau aftur í framtíðinni.
Þannig að kostnaðurinn verður kannski ekki svo mikill þegar upp
verður staðið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Og hvað sagði Framóknarmaðurinn í dag best hefði verið að býða þá hefði rikið komið inn sem skaðabótakylt ef ég heyrði rétt Við skulum athuga að ríkið er hin vasinn á buxunum okkar við borgum hvoru tveggja. Ber vott um kjarkleysi þeirra sem mistu völdin

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.1.2008 kl. 21:36

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Menntamálaráðherra er æðsti maður í málefnum húsafriðunar. Það hefði verið eðlilegt að hann úrskurði um þessi mál. Þetta eru jú hálfgerðir kofar. Um leið og húsin hefðu verið friðuð þá hefði líka upphæð sem hefð þurft að greiða fyrir húsin og kostnað þeirra sem ætluðu að byggja þarna lækkað. Minni á að húsin og byggingarrétturinn var metin um 230 milljónir. treysti líka öðrum betur til að höndla um þetta mál en nýjum meirihluta. Þar sem t.d. nýr formaður borgarráðs las ekki yfir samninga um REI málið áður en hann skrifaði undir að Geysir Green og REI fengju einkarétt á öllum virkjunum fyrir OR í 20 ár.

Auk þess hefði þjóðin í heild borið kostnað við verndun þessara húsa eins og hún gerir með flest öll friðlýst hús nú þegar.

Guðmundur.Það var vissulega ungt fólk þarna í Ráðhúsinu. En einn sem ég talaði við sem þarna var sagði að flestir sem þarna hefðu verið hefði verið fólk á öllum aldri. Og ef að svona smá útrás fyrir skoðanir er ekki lýðandi hjá þér vil ég minna þig á að mörg af réttindum okkar í dag eru fengin með að almenningur mótmælti og lét fyrir sér finna. Minni á Gutto slaginn. Guðmund Jaka sem fór framarlega í að trufla starfssemi fyrirtækja í kjarabaráttu. Ef að fólk má ekki tjá sig með smá aðgerðum sem frestuðu fundi aðeins um klst. þá erum við að tala um ríki valdsstjórnar sem ég kann ekki við.

Þarna var aðalega kallað til Vilhjálms. Heyrði einn segja um Ólaf: Þú ert enginn ansk... borgarstjóri" Annað heyrði ég nú ekki í útvarpi.

Ólafur mátti búast við a fólk sem fylgir þeim flokkum sem mynduðu þennan meirihluta yrði sárt og mundi tjá sig.

Það er svo fjölmiðlar sem standa í því að velta veikindum Ólafs fyrir sér en ekki "Vinstri menn" eins og þú segir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.1.2008 kl. 22:00

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Hjákátlegast er svo það að stór hluti þessa mótmælahóps
voru utanbæjarkrakkar.  Likt og hjá Saving Iceland voru nær allir
útlendingar. Svo er sagt að ALMENNINGUR hefði verið að mótmæla.
Þvílíkur brandari.

Magnús minn. Þú ert allt of skynsamur maður til að verja svona
skrílslæti. Enda hafa þau stórskaðað málstaðinn og þá sem tóku
þar þátt og reyndu svo að verja hann eins og Dagur B Eggertsson

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.1.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband