Hanna Birna næsti borgarstjóri ?


   Skv nýrri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir
Stöð 2 vill yfirgnæfandi meirihluti áhugafólks um borg-
armál Hönnu Birnu Kristjánsdóttir sem næsta borgar-
stjóra. Kemur þetta alls ekki á óvart því Hanna Birna
hefur komið  fram sem sterkur og  trúverðugur stjórn-
málamaður. Vonandi að þessi  niðurstaða  auðveldi
Sjálfstæðismönnum  að komast úr þeirri pólitiskri krísu
sem herjað hefur á þá í höfuðborginni að undanförnu.

  Annað athyglisvert  við könnun þessa er ALGJÖRT
fylgishrun Framsóknarflokksins. Kominn niður í 2.9%.
Ljóst er að mjög mörg og ALVARLEG pólitísk misstök
hafa verið gerð á þeim bæ þetta kjörtímabil. Það að
ætla svo að spyrða flokkinn við ,,R-listamódelið" á ný
virðist ætla að ganga að flokknum dauðum!!!!!!!!!!!!!
R-listasamstarfið stór skaðaði Framsókn á sínum tíma
og varð til þess að fylgið hrundi í Reykjavík. Það sama
er að gerast nú. 

   Verði Hanna Birna næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins
í borginni er komin upp gjörbreytt staða. Þá ætti Fram-
sókn jafnvel að hugleiða endurkomu í borgarstjórnar-
meirihlutann. Þann meirihluta sem Framsókn stóð
upphaflega að. - Það yrði það eina sem gæti bjargað
tilvíst Framsóknar í Reykjavík í dag.

   Hin ÞJÓÐLEGU  borgaralegu öfl á Íslandi VERÐA nú að
fara að VINNA  SAMAN. Á  sveitarstjórnarstigi  sem og á
landsvísu, í ríkisstjórn. Mynda þarf BORGARALEGA BLOKK
í íslenzkum stjórnmálum, eins og í okkar helstu nágranna-
löndum.
 
    Og það til LANGFRAMA!

  Ekki síst í ljósi síðustu skoðanakannana........


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð veri með oss verði HB borgarstjóri.

JOZ (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband