Nei Kristín. Ísland á ekkert erindi í öryggisráðið !


   Kristín A Árnadóttir  sem  stýrir  framboði Íslands til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna virðist yfirmáta bjart-
sún á að Ísland komist í öryggisráðið, og segir við Mbl.is
að Ísland eigi erindi  í öryggisráðið.

   Hvorugt er rétt. Enda er Kristín A Árnadóttir  einungis
að rækja vinnu sína með slíkum yfirlýsingum. Hafi verið
smá glæta að troða Íslandi þarna inn, er hún löngu horfin.
Ekki síst þegar íslenzk stjórnvöld hafa gert þau hrikalegu
mistök að ætla að viðurkenna Kosovo.

  Baráttan að koma Íslandi inn í öryggisráðið er orðin af
meiriháttar pólitísku klúðri. REI-klúður nr tvö. Nema að í
þessu klúðri hafa mun meiri fjármunir tapast en í REI-
málinu. Allt bendir til að rúmur milljarður af skattfé al-
mennings verið sólundað þegar upp verður staðið. Allt
til að fullnægja hégómagird örfárra stjórnmálamanna.

  Þegar sá reikningur liggur endanlega fyrir mun þjóðin
rísa upp og krefjast svara við því hver muni axla ábyrgð
á  þessu eindæmis  ofur-klúðri og pólitíska hneyksli.

  Því þetta  er algjör  SKANDALL !!

  Frá upphafi !


mbl.is Ísland á erindi í öryggisráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðmundur bloggfélagi og skoðanabróðir. Virkilega flottur pistill hjá þér.

Sigurður Þórðarson, 29.2.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: K Zeta

Þegar fólk er búið að vera lengi í hreiðri hins opinbera þá fjarlægist það því miður hina sem kjósa þá til að sjá um sig og sín málefni.  Slagorðið er að finna sér nógu þ´gilega holu og helst fjarri þessu kalda dýra landi, heldur í heitu ódýru landi á háum launum þeirra heima.  Sorglegt en satt.

K Zeta, 29.2.2008 kl. 19:15

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok hvaða þjóðir eiga þá að skipa Öryggisráð SÞ?  Eigum við bara að láta öðrum eftir að reyna halda heiminum friðsælum? Kannski bara að hætta alfarið að taka þátt í samstarfi við aðrar þjóðir og loka okkur bara af og afþakka samskipti við aðrar þjóðir? Eða hugsa eins og oft áður það séu bara hinar þjóðirna sem þurfa að sjá um þetta því við séum svo fátæk og lítið land.? Og við tímum ekki peningum, því við eigum ekkert aflögu?

Kannski að láta eins og áður Bandaríkin ráða okkar stefnu í utanríkismálum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.2.2008 kl. 20:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og með Kosovo? Hvað heldur þú að gerist þar? Ætlar þú að styðja að serbar ráðist þar aftur inn og hefji fyrir alvöru að murka lífið úr þeim sem þar búa? Þau eru búin að lýsa yfir sjálfstæði og hvað er þá annað að gera en að styðja það. Serbía hefur jú ekki stjórnað þar síðan að SÞ réðust þar inn um 1996 eða eitthvað svoleiðis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.2.2008 kl. 20:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála með að þessir draumar um Öryggisráðið er sóun á almanna fé.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Þið þessir OFUR-alþjóðasinnar pælið ALDREI í því að við
Íslendingar erum örþjóð, nánst eins og ein breiðgata í Berlín.
Höfum þarna EKKERT að gera nema þá að sólunda stórfé sem mun
betra væri komið annars staðar, fyrir utan að flækjast í ótal slæm og
illvíg alþjóðleg deilumál sem við gætum mun frekar haft jákvæð áhrif
á UTAN þessa ráðs. Því þegar Ísland hefur tekið afstöðu til illskeyttrra deilumála er Ísland orðið óvinur þess sem það tók afstöðu gegn. Upphaflega voru þetta draumórar eins manns,
Halldórs Ásgrímssonar sem Davið vinur hans samþykkti. Síðan
hefur þessi heimskubolti rullað áfram til dagsins í dag, þrátt fyrir
að innst inni eru allflestir sammála um að þetta er meiriháttar
óráð. Enginn virðist treysta sér til að stöðva vitleysuna.
Þess utan hefur þjóðin aldrei verið spurð....... 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.2.2008 kl. 20:25

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Kosovo er þjóðréttarlegur hluti af Serbíu. Er Sebeskt land.
Það að fara að aðkilja það Serbíu út af trúarlegum forsendum er út
í hött. Og gefur afar hættulegt fordæmi. Alla vega á Ísland alls ekki
að flækjast í þessa deilu. Bara alls ekki. Bankaríkjastjórn er þarna
sem oftar með óábyrga stefnu sem leitt getur til mikilla hörmunga
á Bakanskaga. Að Ingibjörg Sólrún skuli ekki átta sig á ruglinu
kemur hins vegar ekki svo mikið á óvart. 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.2.2008 kl. 20:40

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En bíddu var ekki Serbía hluti af Júgóslaviu hér fyrir áratug? Og hvaði verið þannig um áratugaraðir. Hver réð því að Kosovo varð hluti af Serbíu þegar Júgóslvía liðaðist í sundur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.2.2008 kl. 21:14

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Serbía Magnús var undir jarnhælum heimskommúnismans þá og varð að lúta hálfgerðu sovet-skipulagi, sem reyndar gekk út á það
að gera sem flest lönd af sovetum, sbr. Sovet Ísland, hvenær kemur
þú? Þannig að þetta er alls ekki sambærilegt. Enda þegar Júgóslavía kommúnismans skiptist upp fylgdi Kósovo Serbíu.
Tilheyrði þjóðréttarlega Serbíu..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.2.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Breiðgata í Berlín!  Snilld!

Guðmundur Björn, 29.2.2008 kl. 23:10

11 Smámynd: Guðmundur Björn

Er þetta annars ekki kostnaðarlega undir öllum Norðurlandaþjóðunum?

Guðmundur Björn, 29.2.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband