Utanríksráðherra með vopnaða sérsveit til Afganistans ???


    Ruglið  kringum  stefnu  íslenzkra stjórnvalda  varðandi
stríðið í Afganistan heldur áfram. Á sama tíma og fjárfram-
lög  til  íslenzkrar löggæslu  er nánast skorið  niður við trog,
eru sendir ótaldir vopnaðir sérsveitarmenn í marga daga
alla leið til Afganistans. Einungis til þess að vera ráðherra
þar til halds og trausts svo hann fái nægt tilfinningalegt
svigrúm til að kynna sér ástandið þar.  Og ekki bara það!
Svo virðist  að lugan úr utanríkisráðuneytinu  verði með í
för, eins  og  ráðuneytisstjórinn, (nýkominn frá klerkaveld-
inu Íran) skrifstofustjóri íslenzku friðargæslunnar og upp-
lýsingafulltrúi ráðuneytisins. Þá er vitað að fréttamenn ríkis-
útvarpsins verði  á  staðnum svo fréttir  af  heimsókninni
komist nú örugglega okkur mörlandanum  til skila. Og allt 
á lágmarkskostnaði, að sjálfsögðu! Fyrir okkur skattgreið-
endur..

   Nema hvað ?

   Vonandi að utanríkisráðherra  fái sína  tilfinningu á hreint
fyrir því hvað er að gerast austur í Afganistan. Því mjög mikil-
vægt er eins og ráðherra segir að ráðherra hafi tilfinningu
fyrir viðhorfi þarlendra aðila.  Það hljóta ALLIR að vera ráð-
herra svo INNILEGA sammála um það!! 

   Og umfram allt að ráðherra  öðlist þá tilfinningu fyrir því hvað
þar er að gerast. Eða öllu heldur fyrir því  hvað ekki hafi þar
gerst eða  ekki breyst!

   Því, gæti það virkilega verið að Talibanisminn í Afganistan
hafi kannski bara einungis gengið í endurnýjun lífdaga?  

   Í breyttri mynd ?

   Og án allra  tilfinninga ?

      

  

 

 

    
mbl.is Fer til Afganistan á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Sammála þetta er ömurlegt, að vera eyða fé okkar skattborgaranna í svona vitleysu.  Held að ísl. ráðherrunum væri nær að halda sig heima, og vinna í því sem þeir voru kostnir til.

   Eg hef haft það á tilfinninguni að ísl. ráðamenn álíti að ríkiskassinn sé botnlaus.

haraldurhar, 15.3.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Eins og sá bandariski!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.3.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú kannski mannst að í Afganistan eru 14 íslenskir friðargæsluliðar að störfum að verkefnum sem Nató fól okkur. Og þeim mun fjölga nú á næstunni auk þess sem að íslenska ríkið ætlar að byggja þarna 14 litlar vatnsaflsstöðvar. Finnst ágætt að hún fer þarna m.a. til að kanna hug valdhafa þarna gagnvart þessum verkefnum. Kannski vilja þeir ekkert með þetta hafa og þá verða íslendingar bara sendir heim.

Sjálfsagður virðingarvottur við þá starfsmenn sem starfa þarna á okkar vegum að yfirmaður þeirra komi og kynni sér aðstæður þeirra.

Til þess eru nú utanríkisráðherrar að annast samskipti við aðrar þjóðir. Það er síðan mat þeirra sem annast um öryggismál hér á landi að senda með henni sérsveitarmenn. Held að það yrði nú ekki mikið um almennileg samskipti við aðrar þjóðir ef að utanríkisráðherra sæti bara hér heima og sendi þeim tölvupóst. Þá þyrfti í raun ekki ráðherra.  Það eru þessi beinu samskipti sem skapa tengsl milli valdhafa og leggja grunn að stöðu ríkja í alþjóðlegu samskiptum.

Minni á að Halldór Ásgíms var líka duglegur að ferðast til miðaustulanda

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2008 kl. 02:24

4 identicon

Heill og sæll, Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

''að verkefnum sem Nató fól okkur'' ! Magnús Helgi ! Hugði; að þú værir nú ögn farinn að upplýsast, um kjarna mála. Dæmigert, fyrir fylgjendur Samfylkingarinnar.

Sem ég segi; Magnús minn ! Þið eruð bezt geymd, suður á Brussel völlum, eða þá, í sæluríkinu vestanhafs, á blóðvöllum Bush, eins aðal vinar ykkar kratanna. Og endilega; hafið Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, og hin ''ráðherra'' flón ykkar með, í för. Skemmdi ekki, færi slöttungur, af frjálshyggju hyski Sjálfstæðisflokksins, með ykkur. 

Með beztu kveðjum, sem oftar / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 02:38

5 identicon

Íslenska ríkið að byggja vatnsaflsstöðvar í Afganistan? Hvaðan kemur þessi frétt?

Auðvitað á Utanríkisráðherra að ferðast, en það þarf að vera skýr tilgangur með ferðunum og hafa eitthvað með okkar mál að gera. Auk þess þarf stefnan að vera skýr og yfirlýsingar hennar undanfarið hafa farið fyrir brjóstið á mörgun Íslendingum, og það virðist að hún sé misnota aðstöðu sýna til að koma á framfæri persónulegum skoðunum sínum sem hafa ekki verið meðteknar á Íslandi.

Linda (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 07:24

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús.. Þú ert alltaf að benda á Halldór Ásgrímsson þegar Ingibjörg er gagnrýnd. Hef manna mest gagnrýnt utanríkispólítík
Halldórs Ásgrímssonar, enda í grundvvallaratriðum ósammála honum í svo mörgum stórum utanríkismálum. En þú virðist blindur
á pólitík Ingibjargar sama hvaða ruglið hún styður.

Það liggja allar upplýsingar fyrir um Afganistan. Það að Ingibjörg
þurfi að brjóta blað í Íslandssögunni og þurfi á að halda VOPNUÐUM lífvörðum í heimssókn til annara landa segir kannski
mest um ruglið í  Afganistan. Atfanistan er sama talibaniska
fasistaríkið og það var fyrir innrás. Karsais forseti er dulbúinn
talibani sem nú leggur allt kapp á að innleiða hin illræmdu
Sharía-lög.  Enda ef Karsais væri trúverðugur og HEILL væri
fyrir lífandis löngu búið að' koma á friði og lögum í Afganistan.

Eigum FYRST að uppfylla aðildarskilyrði okkar gagnvarat NATO
og byggja upp OKKAR öryggi og varnir. Þegar það hefur verið
gert væri fyrst hægt að skoða hlut okkar í því að bjarga heiminum
á ruglstöðum eins og í Afagnistan. Fyrr alls ekki !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.3.2008 kl. 13:05

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hér má sjá hluta af verkefnum sem við erum að fara í Afganistan. Þetta er tekið af www.ruv.is úr frétt af ferð ráðherra til Afganistan:

Á blaðamannafundi í gær sagði Ingibjörg að unnið væri að þriggja ára áætlun um framlög Íslendinga til uppbyggingar í Afganistan og því væri nauðsynlegt að kynnast ástandinu þar frá fyrstu hendi. Ingibjörg Sólrún kynnti einnig verkefni íslenskra stjórnvalda í Afganistan.

Ingibjörg nefndi einnig almannavarnaþjálfun og stuðning við grasrótarsamtök í Gore-héraði en þar munu Íslendingar standa fyrir byggingu 10 vatnsaflavirkjana sem eiga að sjá heimilum, skólum,

Hennti þessu inn af því að einhver var að efast um þetta með vatnsaflstöðvarnar. Þær voru reyndar 10 en ég hafði óvart skrifað 14.

Við erum fullgild þjóð í Nató sem viðurkennir um leið okkar sérstöðu að við viljum ekki hafa her né herskildu.

Við erum ágætlega varin vegna samvinnu okkar við nágrana þjóðir. Höfum aldrei bolmagn til að hafa fullbúinn her. Ein herþota kostar fleiri milljarða og annað eins að reka hana. Það væri til lítlis að haf einhverja 200 til 300 manna her ef hér kæmu þotur til að ráðsta á landið.

Ég held að heimurinn sé löngu orðin sammála um að virða það við okkur að við kjósum að hafa ekki okkar eigin her. Og hingað hafa þjóðir ekkert lengur að sækja. Við eigum ekki olíu, gull eða eitthvað annað. Þjóðir þurfa ekki á landinu að halda vegna staðsetningar lengur. Svo ég held að við séum bara á réttiri leið.

Friðargæsluliðar okkar eru víst að mestu óvopnaðir og sérsveitarmennirnir eru það víst líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband