Er stjórn SUF gengin í Evrópusamtökin ?


   Stjórn Félags ungra jafnaðarmanna, nei fyrirgefið. Stjórn
Sambands ungra framsóknarmanna hefur ályktað að Ísland
skuli stefna að  aðild  að Evrópusambandinu. Telur SUF að
kjósa eigi um það samhliða forsetakosningunum í sumar hvort
hefja eigi aðildarviðræður eður ei.

   Er sá litli hópur sem er innan Framsóknarflokksins  og skipar 
stjórn SUF gengin í Evrópusamtökin? Því á vefsíðu þeirra sam-
taka er ályktun SUF innilega fagnað. Standa allir félagar SUF
að baki þessarar ályktunar? Er svona ályktun í samræmi við
stefnu Framsóknarflokksins og viðhorfum formanns flokksins
í Evrópumálum? Er svona ályktun í samrmæi við skoðana-
könnun sem Samtök iðnaðarins lét gera nýlega þar sem m.a
kom fram að MESTA ANDSTAÐAN GEGN AÐILD ÍSLANDS AÐ ESB
ER EINMITT AÐ FINNA Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM?

   Hvers konar rugl-ályktun er þetta eiginlega? Skyldi vera tengsl
milli þessarar ályktunar og formanns Evrópusamtakanna  og
fyrrverandi borgarfulltrúa flokksins  í Reykjavík auk formanns SUF ?
Alla vega athyglisvert hvernig ályktunin er strax komin á vefsíðu
Evrópusamtakanna.  Tilviljun ? 

  Augljóst er að sá LITLI HÓPUR ESB-sinna innan Framsóknar
ætlar ekki að una hinum mikla meirihluta Framsóknarflokksins
og formanns hans um að hafna alfarið aðild að ESB við núver-
andi aðstæður. Því má líta á svona ályktun aðför að núverandi
formanni. Svo einfalt er það!

  Spurning hvers vegna þessi litli en háværi hópur innan flokk-
sins gangi ekki bara í Samfylkinguna? Því hann hlýtur að hafa
nú þegar gengið í Evrópusamtökin.

  Þar á hann einmitt heima! Á báðum stöðum!  

  Augljóslega !
mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Guðmundur, þú þekkir greinilega illa til SUF.

SUF er ekki bundið af skoðunum formanns flokksins. SUF á að vera vöndur og svipa og ýta við þegar við á.

SUF hefur ályktað á sínum landsfundum um þetta efni og á þessum nótum síðan 2001 ef ég man rétt. Ég tók sjálfur þátt í gjörningi á mínum SUF árum niður í bæ þar sem við opnuðum formlega á Evrópuumræðuna.

Hvað er það annars við þetta sem þú ert á móti? SUF er að fara fram á að þjóðin fái á lýðræðislegan máta að óska eftir, nú eða ekki óska eftir, aðildarviðræðum. Hvernig er hægt að vera á móti því?

SUF segir einnig að ef til aðildaviðræðna komi þá eigi að fara fram þjóðaratkvæðisgreiðsla um samninginn. Aftur er þjóðin á lýðræðislegan máta að taka ákvörðun. Hvernig er hægt að vera á móti því?

Í stjórn SUF sitja 12 manns plús formaður ef ég man rétt. Þessi hópur er kjörinn á lýðræðislegan máta á landsfundi þar sem ríflega 100 manns af þeim 2000 sem eru í SUF fá tækifæri til að móta stefnu og velja sér stjórn. Þetta er stefnan, þetta er hópurinn sem var valinn til verksins. Að hvaða leiti er þetta þá fámennur hópur háværra einstklinga?

Guðmundur, kynntu þér málið og vertu MEÐ lýðræðislegum ákvörðunum.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 19.3.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Nei Guðmundur minn, sá sem ritaði færsluna á Evrópubloggið er bara ekkert tengdur í Framsóknarflokkinn, nema þá mögulega í gegnum afa sinn. Þessi frétt á mbl.is fannst mér bara fréttnæm alveg eins og þér, og vildi því bara vekja meiri athygli á henni. Gaman að fá svona samsæriskenningar með morgunmatnum samt, leitt að þær munu ekki endast manni fram yfir hádegi - hér er engin aðför í gangi heldur aðeins málefnaleg umræða.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.3.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Guðmundur.

Þetta snýsts miklu frekar um virkt lýðræði en Evrópusambandið.

Sjá: Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis?

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/479143/ 

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 11:16

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skelfileg einfeldni hjá þessum ungu Framsóknarmönnum. Dæmi um, að þjóðin er hálf-leiðsagnarlaus um sín eigin sjálfstæðismál.

Jón Valur Jensson, 19.3.2008 kl. 12:20

5 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Í hverju felst einfeldnin Jón Valur?

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 19.3.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara endurtek hvers vegna í ÓSKÖPUNUM gangið þið ekki í Sam-
fylkinguna sem hafið þessa ESB-baketríu í ykkur? Þar eigið þið
heima. Því svona hugsjón og viðhorf að hagsmunum Íslands sé
best borgið inn í einhverju OFUR-MIÐSTYRÐU Sambandsríki Evrópu
er svo langt langt frá hinni klassisku  framsóknarstefnu sem ÆTÍÐ hefur byggst á ÞJÓÐLEGUM GRUNDVELLI. Sbr. túlkun Jóns Sigurðssonar fyrrv. formanni Framsóknarflokksins um ÞJÓÐHYGGJU
Framsóknarstefnunar.

Veit að þessi litli hópur ESB sinna innan flokksins byggðist upp
kringum Halldór Ásgrímsson sem ætlaði sér að  vera búinn að
troða Íslandi inn í ESB fyrir árið 2012. Síðan þá hefur fylgið
hrunið af flokknum.  Guðni Ágússton hefur ætíð slegið í takt
við hin þjóðlegu framsóknarviðhorf enda var ALLT gert til að
koma í veg fyrir formannstöku hans. Nú eru ESB-sinnar þessi
fámenni hópur inna flokksins farinn verulega að ókyrrast og
því eina flokksdeildin sem þeir ráða enn yfir SUF er nú beitt
af fullu gegn sitjandi formanni í kjölfar  furðulegrar yfirlýsingar
Valgerðar Sverrisdóttir á Iðnþingi um Evrópumál og Evrópuskrifa Björns Inga þar á eftir.  Og allt skv.pöntun formanns Evrópu-
samtakanna.

Við þurfum alls ekki á neinum ÖÐRUM ESB-krataflokki að halda. Þess vegna er þessi ályktun út í hött og stórskaðar ímynd flokksisns,
en það er nú einmitt ekki það sem hann þarf á að halda í dag.

Þetta á EKKERT skylt við lýðræði. Þetta á skylt við prinsip mál
varðandi pólitískar hugsjónir. Þessi ályktun er klárlega í hrópandi
andstöðu við samþykktir flokksins, viðhorfum formannssins og
þorra framsóknarmanna í Evrópumálum. 

Álýktun alveg út úr kú!!! 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það eru bara að vakna vitsmuna raddir í framsókn líka. Þú Guðmundur verður kannski orðinn á næstunni eins og "hrópandinn í eyðimörkinni" :)

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alla vega athyglisvert að sjálf Evrópusamtökin og vefsíða þess eru
hér farinn að blanda sér í innanflokksmál á Íslandi um Evrópumál. Eru þetta ekki tímamót? Kannski með fjáarhagslegan áróðurstyrk
frá Brussel? Pólitísk íhlutun í íslenzk stjórnmál!

Eitthvað sem koma skal Magnús?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 14:03

9 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Já þetta er athyglisvert hjá þér Guðmundur. Þú átt semsagt við að þín skoðun sé hina eina sanna framsóknarskoðun og þeir sem eru ekki á nákvæmlega sömu skoðun og þú eiga að vera í öðrum flokkum.

Spurning um að þú skoðir það frekar að fara í aðra flokka.

Ég veit ekki betur en að Halldór hafi skilið við flokkinn í einhverjum 13-14% fylgi. Síðan tók Jón við og að lokum Guðni og nú er flokkurinn í 8-9% fylgi. Spurning hvort að hinir frjálslyndari innan flokksins hafi sagt skilið við hann einmitt vegna þessara íhaldssömu þjóðernishyggju sem þú komst inn á áðan?

Þegar ég var varaformaður SUF hér um árið þá börðum við fyrir okkar eigin hugsjón, sem var Ísland í ESB miðað við fyrirfram gefnar forsendur. Það þurfti engin Evrópusamtök til þess að panta nokkurn skapaðann hlut.

Ég legg til Guðmundur að ef þú vilt vinna flokknum vel, þá vinnurðu í honum innan frá, þú reynir að móta stefnu hans á fundum á vegum flokksins og ferð eftir eðlilegum leiðum.

Það að SUF sé þér ekki að skapi þýðir ekki að þú og þínir líkir eigið að agnúast út í samtökin með þessu móti og segja þeim að ganga í aðra flokka. Í SUF eru ungir framsóknarmenn. Þetta er skoðun ungra framsóknarmanna og við það situr. Þú getur þá annaðhvort gúdderað það að unga fólkið hafi ekki sömu skoðun og þú og látið þar við sitja eða þá mætt á fundi hjá flokknum og reynt að hafa áhrif.

Að lokum. Þú segir það ekki lýðræði að láta fólkið í landinu taka sameiginlega ákvörðun. En þú segir það lýðræði að vilja reka fólk úr flokknum fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þú.

Spurning um að þú veltir aðeins fyrir þér þessari málsgrein hér að ofan og komir svo með eitthvað vitrænt.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 19.3.2008 kl. 14:13

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Guðmundur.

Ummæli þín um að snúa væri baki við þjóðhyggju Framsóknarflokksins með því að láta þjóðina kjósa um það hvort hún vilji í aðildarviðræður - án skuldbindinga- sýnir að þú hefur hvorki hlustað á Jón Sigurðsson með fullri athygli - né kynnt þér innviði og stefnu Evrópusambandsins af kostgæfni.

Bretónar, Skotar, Katalónar og fleiri þjóðir og þjóðarbrot innan Evrópusambandsins væru þér ekki sammála - svo ég nefni einhver dæmi.

Innganga í Evrópusambandið stangast alls ekki á við heilbrigða  þjóðhyggju Íslendinga - þvert á móti. Hún gæti meira að segja styrkt hana.

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 14:20

11 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Hallur minn. Aðild að ESB sem stórskerðir fullveldi og sjálfstæði
íslezku ÞJÓÐARINNAR gegur einmitt ÞVERT á þá þjóðhyggju sem
falist hefur í framsóknarstefnunni frá upphafi. Enda segir það sig
sjálft. Svo hefðir þú alveg mátt sleppa Skotunum í upptalningu
þinni. Þú kannski fylgdist ekki með ummælum skosks þingmanns á
Evrópuþinginu sem var hér á dögunum. Hann sagði Skota ætla að
halda kosningar 2010 um að Skotar öðluðust sjálfstæði. Því staðan
væri skelfileg ekki síst gagnvart fiskveiðistefnu ESB sem væri
búin að rústa breskum sjávarútvegi. Það er ALVEG Á HREINU
að ÞJÓÐHYGGJA Framsóknarflokksins gengur ekki út á að afhenda
útlendingum fiskimiðin aftur, svo míkið er víst.  En það gerum við
KLÁRLEGA göngum við í ESB.

Svo þetta með króata og fl austantjaldsþjóðir. Þær þekkja ekkert
annað en kúgun og yfirþjóðlegt vald og halda þær öðlist frelsi
með því að ganga í ESB. Sem er mikill misskilningur. Auk þess
verða þær aukinn fjárhagslegur baggii á sambandinu sem þyddi
að  ríki´eins og Ísland yrði að greiða þeim mun meira í sukksjóði
ESB en ella hefði orðið.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 15:12

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Skotar ætla að kjósa um sjálfstæði - en þeim dettur ekki í hug að ganga úr Evrópusambandinu.

Ég minntist ekki á austantjaldsþjóðir í upptalningu minni. Bretónar búa í Frakklandi - og hafa verið kúgaðir sem slíkir um aldir - en eru að rísa upp sem sjálfstætt þjóðarbrot núna - vegna ESB.

Skotar eru í alvöru að kjósa um að segja skilið við Englendinga - eftir aldakúgun - vegna þeirrar stöðu sem þeir hafa náð - innan ESB.

Katalónar - og reyndar Baskar líka - hafa aukið sjálfstjórn sína sem þjóðir - eftir aldalanga kúgin miðstjórnarvaldsins í Madrid - eftit að Spánn gekki í ESB og vegna uppbyggingar og eðli ESB.

Enn og aftur - þú hefur ekki verið að hlusta af athygli þegar Jón Sigurðsson var að ræða um þjóðhyggju Framsóknarflokksins! Jón lagði áherslu á að Íslendingar sjálfir ákvörðuðu hvort og hvenær þeir sæktu um aðild að ESB - á grunni hagsmuna Íslands og íslenskrar þjóðhyggu!  Þú ættir að hringja í kallinn og fá smá leiðsögn í þjóðhyggju - og hvernig hún gengur fullkomlega innan ESB.

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 15:34

13 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hallur minn. Á allt um þjóðhyggjuviðhorf Jóns og skrif hans um þau.
Það segir sig sjálft að ÞJÓÐHYGGJAN er nátengd ÞJÓÐLEGUM viðhorfum. Og þau ganga m.a út á það að standa vörð um
stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við sjáum í hvaða átt ESB
hefur verið að þróast og þegar horft er til framtíðar og ef óskir
ESB-sinna í Evrópu ganga eftir verður ESB sambandsríki með 
forseta, yfirþjóðlega ríkisstjórn, yfirþjóðlegt þing, ESB-her,
sameiginlega utanríkisstefnu, já barna nefndu það sem ekki felur
í sér ígildi RÍKIS. Meir að segja með ESB-fána og ESB- söng.
Ef þú túlkar að ÞJÓÐHYGGJA sú og þau ÞJÓÐLEGU viðhorf sem
einkennt hefur framsóknarstefnuna frá upphafi rúmist með
Ísland þar innanborðs, Tja, þá er slíkt himinn og haf milli sýnar
og skilnings okkar á fyrirbærið ÞJÓÐHYGGJA og ÞJÓÐLEG viðhorf
að ekki verður með neinu móti séð hvernig við ættum að komast
að niðurstöðu.  

Hins vegar ætti þetta að sýna okkur hversu bráðnausynlegt er
fyrir Framsóknarflokkinn að komast að pólitískri niðurstöðu í
málinu sem fyrst. Því  þarna er stórpólitískt hitamál á ferðinni
sem kjúfa mun þjóðina í herðar niður er fram líða stundir og
samþykkt verður að sækja um aðild að ESB.

Alla vega gengur það ekki lengur að tveir æðstu menn flokksins
hafi gjörólíka sýn á málið, og tali út og suður í því.

Því segi ég. Það verður að fara fram pólitíkt uppgjör í flokknum
í máli þessu. Og  því fyrr þeim mun betra. Því þessi klofningur stendur flokknum verulega fyrir þrifum. Hvernig flokkur ætlar Framsókn að vera? Þjóðlega umbótaflokkur eða örlítill ESB-krataflokkur við hliðina á Samfylkingunni. Um það snýst málið.

Ertu ekki sammála því að pólitíkst  endanlegt  uppgjör fara sem
fyrst innan flokksins í Evrópumálum?

Gætum við a.m.k orðið sammála um það?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 16:40

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Guðmundur!

Takk fyrir gott innlegg.

En ég varð að hryggja þig með því að ég er ekki sammála því að Framsóknarflokkurinn - eða aðrir flokkar - þurfi að fara í uppgjör um Evrópumál á þessari stundu.

Ég ber mikla virðingu fyrir rökum andstæðinga ESB aðildar - enda hafa þeir margt til síns máls - þótt ég hafi komið að þeirri niðurstöðu að hagsmunir Íslands séu betur tryggðir innan ESB. Ég var ekki þeirra skoðunar fyrir nokkrum árum.

Ég áskil mér rétt til að skipta um skoðun - ef niðurstaða aðildarviðræðna verða á þann veg að ég telji hana ekki ásættanlega!

Sannleikurinn er sá að flokkar - og einstaklingar - þurfa ekki að taka endanlega afstöðu fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Það er engin ástæða til þess að kljúfa flokka fyrr en sú niðurstaða liggur fyrir.

Á sama hátt - þá er málið stærra en einstakir flokkar og einstakir einstaklingar. Þess vegna tel ég að tillaga SUF - að þjóðin ákveði hvort eigi að ganga til aðildarviðræðna eða ekki - sé besta lausnin í þeirri stöðu sem við erum við.

Þjóðin á að ákveða það - óháð vilja einstakra flokka.

Það eð lýðræði.

En enn og aftur - takk fyrir mjög gott og heiðarlegt innlegg! Ég met það mikils.

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 18:59

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir sömuleiðis Hallur. Virði þína afstöðu sömuleiðis og met mikils þegar menn koma HREINT FRAM og segi afdráttarlaust sínar
skoðanir, ekki síst í jafn miklu pólitísku stórmáli og því hvort Ísland
eigi að ganga í ESB eða ekki. Velti því stundum fyrir mér hvað sumir
eru að gera í stjórnmál er vegra sér við að taka hreina pólitíska
afstöðu til slíks máls.  Því allar hliðar þess liggja í raun uppi, gallar
sem kostir.

Hins vegar bakka ég ekki með það að ég tel það AFAR  óheppilegt
að 2 forystumenn flokks greini í grundvallaratriðum á um hvert
skuli stefna í svona hápólitisku máli. Raunar tel ég það ekki
lengur ganga eins og það hefur verið innan Framsóknarflokksins.

Ég til að mynda gæti ekki stutt né kosið flokk sem hefði ekki
ákveðna sýn og stefnu í svo afdrífalegu stórpólitisku máli.
Flokksstefnu sem ég væri ósáttur með og gæti ekki 100% TREYST.

Bara ALLS EKKI!  Enda ekki hinum almenna kjósanada bjóðandi
heldur.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 19:51

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Sammála um að það er betra að leiðtogarnir gangi í takt - en það er hins vegar ekki sanngjarnt að krefja þá um eina skoðun í öllum málum! 

Kær kveðja

Hallur

Hallur Magnússon, 19.3.2008 kl. 20:38

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir með Halli, en Guðmundur athugaðu jámenn þína!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.3.2008 kl. 21:20

18 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Flokksleiðtogar í sama máli geta ekki verið sammála í öllum málum.
Rétt. En í grundvallarlegum pólitískum stórmálum eins og Evrópu-
málum er lágmarkskrafa að þeir gangi í takt!  Allt annað gengur
ekki og er út í hött!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 21:38

19 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átt að  standa ,, Flokksleiðtogar í sama FLOKKI....."

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.3.2008 kl. 21:39

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt ég hafi nær4 engan tíma, get ég þó sett hér færslu sem ég var með á vefslóð Halls Magnússonar:

  • Ég er gersamlega ósammála þér, Hallur Páll – við þurfum enga evrópska hækju við að styðjast og verðum að varðveita yfirráð okkar yfir sjávarauðlindunum, en þau munu glatast við inngöngu í bandalagið og áhrif þess sýna sig á næstu 2–3 áratugum. Einhverjar bezt stæðu þjóðir Evrópu eru utan ESB: Ísland, Sviss og Noregur. Og að reyra okkur fasta í evruna myndi skapa mjög erfiðan vanda fyrir okkur með tímanum. Þar að auki ber ESB vart gæfu til að hafna aðild Tyrkja, og þar með verður mestöll álfan á fáeinum áratugum suðupottur sundurlyndis og átaka.
  • Vísa annars á þessa efnismöppu mína: Evrópubandalagið, t.d. ekki sízt greinarnar Ragnar Arnalds tekur tvo evrusinna á kné sér og Atlagan að fullveldi landsins.

Vona að Snæþór átti sig á einfeldninni.

Jón Valur Jensson, 19.3.2008 kl. 23:17

21 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir kærlega Jón Valur Jensson

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.3.2008 kl. 00:13

22 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Jónas og aðrir skrifarar !

Ánægjulegt; hversu þið Jón Valur takið á ESB liðunum, þeim Snæþóri - Halli - Magnúsi Helga og Önnu Benkovic. Þetta ágæta fólk, ásamt ''Evrópusamtökunum'' hefir margsannað sig, í meinbægni sinni, við Landvætti Íslands - þjóðríkið, sem og alþýðu þessa lands, með skrifum sínum.

Hætt er við; að þýzkir leiðtogar, frá þeim Ottó I. og Adólf Hitler og til þessa dags, hefðu fengið mikið dálæti, á þessum kyndilberum heimsvaldastefnu sinnar, sem ofríkis, hér í álfu. 

En; ............ hætt er við, að erfiðlega geti gengið, að snúa þeim, frá villu ljósum Brussel / Berlínar skrifræðisins. 

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband