Mótmælin beinast í vitlausa átt !


  Mótmæli vörubílstjóra og annara mótmælanda í gær fóru úr
böndum og beindust auk þess í kolranga átt. Því var það sem
upp úr sauð. Mótmælin áttu auðvitað að beinast að  ríkisstjórn-
inni, númer eitt tvö og þrjú, en ekki almannareglu, allsherjar-
reglu,  og því síður lögreglu og þá  landslögum.

   Ríkisstjórnin virðist lífa í allt öðrum heimi en almenningur í
landinu. Það er VANDAMÁLIÐ! Fílabeinsturn ríkisstjórnarinnar
er orðin það hár, að þjóðinni er nóg boðið. Ferðalög ráðherra
út og suður í allskyns snobb- og gæluverkefnum í útlöndum,
meðan vandamálin hrúgast upp innanlands, er að fylla mælinn
hjá hinum venjulega Íslendingi.  Því eiga hin borgaralegu mót-
mæli að beinast að STJÓRNARRÁÐINU, fyrst og fremst !!!

  Auðvitað hafa ráðherrar síðustu mánuði og misseri átt  að vera
komnir með þróttmiklar mótvægisaðgerðir gegn  hinni efnahags-
legri vá sem steðjar að þjóðinni. Til þess eru þeir kosnir! Það hafa
þeir hins vegar EKKI GERT.  - Og nú  er að  sjóða upp úr meðal
þjóðarinnar.  Aldrei  hafa  eins  kröftug BORGARALEG móttmæli
gerst í áratugi og sem áttu sér stað  í  gær. - Sem  sýnir hversu 
GJÖRSAMLEGA viðskila ríkisstjórnin er orðin við þjóðina !

  Sósíaldemókratismi  hefur ALDREI reynst þjóðinni vel. Raunar ætíð
til bölvunnar. -

  Núverandi ríkisstjórn er enn eitt dæmið um það ! 

  En  vegna þess á  hins vegar alls ekki að hengja bakara(LÖGGU)
fyrir smið !
mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Það er rétt að ríkisstjórnin er viðskila við þjóðina sem aldrei fyrr.

Við slíkar aðstæður kann það ekki góðri lukku að stýra að sýna , einhverjar nýjungar í formi manna grárra fyrir járnum með álíka fíflagang og sást í dag. Mín skoðun er sú að þegar og þá að almenningur var kominn i mál erja flutningabílstjóra þá átti lögregla að draga sig til baka.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.4.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér sýndust þessi mótmæli aðalega vera vörubílstjórar og svo unglingar. Skil vörubílstjórana en unga fólkið var margt hvert bara að dimitera drukkið og langaði í læti. Það væri reyndar kannski gott að vita hvaða ráðstafanir þú vildir að ríkið gerði. Ef t.d. ríkisstjórnin hefði tekið lán á síðustu vikum til að efla gjaldeyrisvarastjóð okkar þá hefði það verið mun dýrara fyrir okkur að borga af þvi heldur en staðan er í dag vegna skuldatryggingarálags.

Þú veist náttúrulega sem bókhaldari að einu ráðin gagnvart verðbólgunni eru mjög sársaukafull. Þau eru að skera niður opinberar framkvæmdir, helst lækka kaupmátt eða frysta hann, hægja á innflutningi með t.d. auknum tollum.

Held að úr þessu sé rétt að flýta sér hægt og fylgjast vel með. Skuldatryggingarálag er að lækka á bönkunum sem þýðir að þeir fara að geta nálgast lánsfé á hagstæðari kjörum.´

Ég hef nú verið að kíkja í hring um mig og ég sé nú ekki allar þær hörmungar ennþá sem fólk er að tala um að fólk sé farið að ganga í gegn um. Vissulega er til fólk sem fór hamförum í lánum til einkaneyslu og í stærra húsnæði en aðriri hafa það bara ennþá ósköp svipað.

En ég held að vaxandi matvöruverði og almennum hækkunum á matvælum um allann heim verðum við að mæta með aukinni hagsýni og vaxandi neytenda vitund. Við Íslendingar eigum þó upp á það að hlaupa að hér er okur í búðum sem við getum unnið gegn með því að verða virkir neytendur.

Ekki það að sjórnin getur gert ýmislegt t.d. að hvetja fólk til sparnaðar með skattaívilnunum , ganga í ESB, fella niður verðtryggingu lána. En held að allir ættu að varast að grípa til skyndilausna sem vinna gegn okkur í framtíðinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2008 kl. 15:09

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Ríkissjóður er að græða á hækkun eldsneytis. Þess vegna
er alveg réttmætt að lækka TÍMABUNDIÐ álögur á eldsneyti til að
koma til móts við almenning og slá á verðbólgu.

Ef við förum í myntsamstarf t.d við Norðmenn þurfum við ekki að
taka stórt erl.lán á okurvöxtum til að efla gjaldeyrisforðann. Það
er svo margt svona Magnús minn sem hægt er að gera af viti sem
stjórnmálamenn okkar virðast ekki sjá. Eins og það að hætta ekki
við þessa snarvitlausu peningastefnu s.l 7 ára, og taka upp
myntsamtarf við aðra þjóð, ásamt því að segja öllum 3 banka-
stjórunum upp störfum og ráða einn með faglegt peningavít.
Að hafa 3 bankastjóra yfir minnstu mynt í heimi meðan USA hefur
einn bankastjóra yfir stærstu mynt í heimi sýnir fáránleikan í
þessu öllu hjá okkur.  Held að þjóðin sé að fatta allt þetta rugl
og spurning hvnær hún rís upp gegn öllu þessu ofur-rugli öllu.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.4.2008 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband