Ruglið í Afganistan !


  Hvað er Nato að gera í Afganistan? Og hvers vegna í
ósköpunum eru Íslendingar  í Afganistan? Ruglið þar
virðist algjört  ! Það nýjasta er að forseti Afganistans,
Hamid Karzai, rífur bara kjaft og gagnrýnir harðlega  nú
Bandaríkjamenn fyrir stríðsrekstur þeirra í Afganistan í
viðtali við New York Times í gær.

  Karzai forseti vill að Bandaríkjamenn hætti að handtaka
grunaða Talíbana og stuðningsmenn þeirra. Hann telur
að ekki eigi að ráðast gegn hryðjuverkamönnum Talíbana
í afgönskum þorpum. Frekar eigi að ráðast á þá og al-Kaída
í Pakistan.  Ráðast innfyrir landamæri Pakistans með ófyrir-
sjánlegum afleiðingum. Eða hvað ?

   Hvers konar RUGL er í gangi hér ? Hefur Nato verið að
verja talíbanskan forseta og talíbaniska ríkisstjórn hans
eftir allt saman? Alla vega  hefur ástandið í Afganistan
lítið sem  ekkert  breyst  síðan Karzai  tók við  völdum.
Nánast EKKERT  !

  Nato  á því að hverfa frá Afganistan þegar í stað, enda
samrímist vera þess í Afganistan  engan vegin stofnsátt-
mála Nato. Íslenzk stjórnvöld eiga því nú þegar að kalla
alla þá  Íslendinga  sem  þar starfa heim. Utanríkisráð-
herra verður að sjá sóma sinn í því að viðurkenna ruglið
í Afganistan og stöðva þáttöku Íslands í því rugli. 

  Því ruglið þar er nú orðið ALGJÖRT !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

  Tek undir hvert orð í grein þinni, veit ekki betur en núverandi forseti hafi verið skipaður í stöðu sína af Bandaríkjamönnum.

   Þegar Bandaríkin og Nato hófu innrás sína eða voru að undirbúa, þá lét rússneskur hershöfðingi er hafði verið í Afganistan, þau varnaðarorð falla að forðast afskipi þar í landi því Afganistan væri helvíti á jörðu, og þeir sem væru vinir í dag væru óvinir á morgunn.

   Eg held að Afganistan sé stjórnað af ættarhöfðingum og ættbálkum og hver og einn hafi sitt umráðasvæði, og hafa þeir öldum saman drepið hvern annan.  Veit ekki betur en nú í dag sé þetta svipað.

   Auðvitað á að kalla heim okkar fólk og það ekki seinna en á morgun.

haraldurhar, 27.4.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband