Kemur ekki á óvart !


   Jón Sigurðsson fyrrverandi  formaður Framsóknarflokksins
lýsir því yfir í grein í Mbl í dag að tími sé kominn til að Ísland
sæki um aðild að ESB. Þessi  yfirlýsing Jóns  kemur alls ekki
á óvart. Sem kunnugt er valdi þávarandi formaður Framsókn-
arflokksins, Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson sem formann
flokksins nánast með handafli. Því eðlilegast  hefði verið  að
Guðni Ágústsson þáverandi vara-formaður tæki við Halldóri.
Halldór var og er sem kunnugt er mikill ESB-sinni og skipaði
Jón á sínum  tíma yfir Evrópunefnd  flokksins. Jón hefur því
löngum verið mjög hallur undir ESB-sjónarmið Halldórs, og því
kemur þessi yfirlýsing Jóns nú alls ekki á óvart.

   Hins vegar er hún alls ekki til þess fallin að styrkja stöðu
Framsóknarflokksins og allra síst  ímyndar hans sem flokks
þjóðlegra viðhorfa. - Staða flokksins hefur verið erfið eftir
síðustu kosningar þar sem flokkurinn tapaði stórt. 

   Tímasetning á yfirlýsingu Jóns er hins vegar athyglisverð.  

   
mbl.is Tímabært að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Burtséð frá öllu öðru sem þú segir, hvernig getur þú sagt að það hafi verið eðlilegast að þáverandi varaformaður tæki við? Er ekki eins og alltaf eðlilegast að flokksmenn kjósi sér formann? Ég man ekki betur en að það hafi verið gert. Og ekki man ég betur en að Guðni Ágústsson hafi ekki verið í framboði þá. Ekki láta hvaða þvælu sem er út úr þér.

Stefán Bogi Sveinsson, 29.4.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. Formaður er kjörinn á flokksþingi. Ef formaður veikist, deyr eða af öðrum ástæðum segir af sér eins og Halldór gerði, þá undur
öllum kringumstæðum tekur vara-formaður við fram á næsta flokks-
þings. Halldór, þessi yfirgengilegi ESB sinni mátti hins vegar ekki
til þess hugsa, að ESB-andstæðingurinn Guðni tæki við, og með
ótrúlegum klækjabrögðum kom Jón í formannsstætið korteri fyrir
kosningar. Enda hrundi fylgið í kjölfar þess og Jón Sigurðsson
ESB-sinninn komst ekki einu sinni á þing.  Yfirlýsing Jóns er
ekkert annað er stríðsyfirlýsing ESB-sinna kringum Halldór á
núverandi formann. Þess vegna held ég að uppgjör verði ekki
umflúið í dag innan flokksins. Bendi þó á að innan flestra flokka
er mikill og vaxandi ágreiningur um Evrópumál. Og spurning
hvort við borgarasinnaðir ESB-andstæðingar þurfum ekki að
fara að stofna sérstakan flokk gegn ESB-sinnum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón ítrekaði það sí og æ í kosningabaráttunni að Íslendingar ættu
aldrei að sækja um ESB nema á grundvelli efnahagslegs  STYRKLEIKA. Hvar er sá styrkleiki í dag ?  Hann hefur aldrei
verið eins veikur og einmitt um þessar mundir. Þess vegna kemur
þetta allt heim og saman við leikfléttu Halldórs Ásgrímssonar bak
við tjöldin og ESB-sinna kringum hann. Nú skal láta sverfa til stáls
gagnvart Guðna formanni. Helt satt best að segja að Jón myndi
ekki láta hafa sig í slíkt hafandi í huga drengskap Guðna við hann
þegar Jón tók við formennsku. Hafði haldið að  Guðni ætti þetta
alls ekki skilið af Jóna.  En svona er póliTÍKIN !

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Hvaða klækjabrögð voru það? Það var boðað til flokksþings svo sem heimilt er að gera og þar var kosinn formaður. Ég skil ekki hvað þér gengur til að reyna að gera kjör fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins tortryggilegt. Það kann vel að vera að Halldór hafi hvatt hann í framboð og stutt hann, en hann var kjörinn formaður með lögmætum hætti og enginn ástæða til að kasta skít í hann eða stofnanir flokksins út af því. Og eiga allir Framsóknarmenn sem eru á öndverðri skoðun við Guðna að þegja um það. Er það ekki sama viðhorf og andstæðingar Halldórs gagnrýndu hvað harðast. Jón hefur frelsi til skoðana alveg eins og ég og þú. Það efast ég um að Guðni Ágústsson sá sómamaður og öflugi formaður vilji múlbinda menn innan flokksins.

Stefán Bogi Sveinsson, 29.4.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stefán. Kjör Jóns var svo staðfest síðar af flokksþinginu (um haustið) en þá hafði Halldór kallað Jón til. Það var algjörlega
gengið framhjá Guðna, sem vildi halda friðinn og lét þetta yfir
sig ganga. Jú jú allir eiga að hafa sínar skoðanir. En í ljósi
sögu Framsóknarflokksins og þjóðlegra viðhorfa gegnum áratugina
þá er þessi ESB draugur sem Halldór vakti upp, ekki skiljanlegur.
Enda fælt stór hluta þjóðlegra kjósenda frá flokknum. Jú kannski
verður Framsókn bara lítill ESB-sinnaður krataflokkur við hliðina
á Samfylkingunni. Margir dreyma um það. Systirflokkur Samfylk-
ingarinnar með það að markmiði að gera Ingibjörgu Sólrúnu að
forsætisráðherra þegar við göngum Brusselvaldinu á hönd. - Alla vega mun ég ekki styðja slíkan krataflokk, og því síður slíkan
forsætisráðherra. ÞAÐ ER ALVEG Á HREINU Stefán Bogi.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.4.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband