Umpólun Jóns Sigurðssonar í Evrópumálum.


   Staksteinar Morgunblaðsins fjalla um umpólun Jóns Sigurðssonar
fyrrum formanns Framsóknarflokksins í Evrópumálum. Er það ekki
að furða, því það er með eindæmum hvernig er hægt að umpólast
svona í afstöðu  til stærsta pólitíska hitamáls lýðveldisins á jafn
skömmum tíma og Jón Sigurðsson hefur nú gert. Staksteinar vitna
í því sambandi til orða Jóns á 29 flokksþingi Framsóknarflokksins,
en þar sagði Jón m.a um hugsanlega ESB-aðild.:

   ,, En við eigum sjálf að velja tímann til stefnuákvarðana um sllík
efni. Og slíkar ákvarðanir eigum við að taka á grundvelli styrkleika
okkar og eigin metnaðar sem frjáls þjóð. Það er ekki sanngjarnt að
kenna íslensku krónunni um verðbólgu og háa vexti. Fleira kemur
til skoðunar í því samhengi. Við teljum ekki tímabært að taka núver-
andi afstöðu Íslands til endurmats fyrr en við höfum tryggt hér lang-
varandi jafnvægi og varanlega stöðugleika í efnahags- atvinnu- og
gjaldeyrismálum. Slíkt tekur ekki minna en 4-5 ár. Á þeim tíma breyt-
ast bæði samfélag okkar og Evrópusambandip sjálft og því eru lang-
tímaákvarðanir um breytta stefnu ekki tímabærar nú. Við höfnum því,
að Íslendingar láti hrekja sig til aðildar vegna einhverra vandræða eða
uppgjafar. Við eigum sjálf að skapa okkur örlög, sem metnaðarfull og
frjáls þjóð".

  Og Stakstenar spyrja. ,, Hvað ætli valdi breyttum viðhorfum fyrrver-
andi formanns Framsóknarflokksins. Var hann búinn að gleyma fyrri
afstöðu eða...? ".

  Sá sem þetta skrifar býr í sama kjördæmi og sem Jón Sigurðsson
bauð sig fram í við síðustu  kosningar. Sem gamall  stuðningsmaður
Framsóknar til fjölda ára,  og hlustandi á  þá miklu áherslu sem Jón
lagði á ÞJÓÐHYGGJU okkar Íslendinga, fékk fyrrum formaður atkvæði
undirritaðs. - Í ljósi þess sem nú hefur gerst í viðhorfum Jóns Sigurðs-
sonar í Evrópumálum koma margar hugsanir upp. Þar á meðal sú, að
ósigur Jóns í kjördæminu,  var þegar  upp er staðið, hin besta niður-
staða. - Því skoðanir stjórnmálamanna eiga aldrei að fara eftir því
hvar þeir sitja við þjóðarborðið hverju sinni. Og allra síst þegar um
er að ræða stærsta mál lýðveldisins, fullveldið og sjálfstæðið...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband